Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 31
Fríkirkjan í Reykjavík fagnar nú 120 ára afmæli. Stofnun hennar er mikilvæg varða í
sögu mann réttinda og trúfrelsis
á Íslandi. Trúfrelsi felur í sér að
mönnum sé heimilt að iðka og
að hyll ast hvaða trú sem er, skipta
um átrúnað eða hafna öllum
trúarbrögðum. Eins og um annað
frelsi þá takmarkast frelsi manna
til að iðka trúarbrögð af rétt-
indum annarra. Þar sem menn
njóta trúfrelsis mega þeir iðka trú
sína (hver sem hún er) og hafa í
frammi helgihald af öllu tagi svo
fremi þeir gangi ekki á rétt ann-
arra. Í þessum skilningi er fullt
trúfrelsi á Íslandi.
Trúfrelsi á rætur að rekja til
ársins 1849 þegar ný stjórnarskrá
(kölluð Grundloven) var sett í
danska konungs ríkinu í kjölfar
þess að konungurinn afsalaði sér
einveldinu. Með stjórnarskránni
nýju var dönskum þegnum tryggt
trúfrelsi. Þannig var íbúum
Danmerkur frjálst að tilheyra
öðru trúar samfélagi en hinni
evangelísk-lúthersku ríkiskirkju.
Íslendingar fengu stjórnarskrá
úr hendi konungs árið 1874 og
þar eru finna hliðstætt ákvæði.
Hin evangelísk-lútherska kirkja
skuli vera þjóðkirkja á Íslandi en
landsmenn megi stofna félög til að
þjóna guði með þeim hætti sem
væri í samræmi við sannfæringu
hvers og eins. Að auki er í 65. grein
stjórnarskrárinnar kveðið á um
almenn mannréttindi og jafnrétti.
Full ástæða er til að taka greinina
hér upp því hún talar skýrt til
okkar enn þann dag í dag. „Allir
skulu vera jafnir fyrir lögum og
njóta mann réttinda án tillits til
kynferðis, trúarbragða, skoðana,
þjóðernisuppruna, kynþáttar,
litarháttar, efna hags, ætternis og
stöðu að öðru leyti.“ Þessi grein
var raunar endurskoðuð 1995 og
bætt inn ákvæði um jafnan rétt
karla og kvenna en svona hljóðaði
upprunalega greinin strax árið
1874.
Árið 1881 létu Reyðfirðingar
reyna á trúfrelsisákvæði stjórnar-
skrárinnar vegna þess að prestur
var skipaður án tillits til óska
safnaðarins. Safnaðarbörnin
sögðu sig því úr þjóðkirkjunni
og stofnuðu fyrstu fríkirkjuna á
Íslandi. Árið 1885 var samþykkt
frumvarp sem tryggði rétt allra
sem vildu standa utan þjóðkirkj-
unnar en utanþjóðkirkjumönn-
um var þó enn gert að greiða sín
gjöld til þjóðkirkjunnar og því
ljóst að réttarstaða þeirra var ekki
sú sama og þjóðkirkjumanna.
Fríkirkjan í Reykjavík var stofnuð
19. nóvember 1899 og stækkaði
ört fyrstu árin en um helmingur
Reykvíkinga mun hafa tilheyrt
Fríkirkjunni um 1910.
Allir Reykvíkingar kannast við
Fríkirkjuna en vita ef laust minna
um hve merkilegur áfangi stofnun
hennar var í sögu mannréttinda
og trúfrelsis á Íslandi. Við tökum
stundum þeim réttindum og því
frelsi sem við njótum sem gefnum
hlut. Gleymum því þó ekki að
fyrir öllum réttindum hefur verið
barist og þau hafa ekki ævinlega
þótt sjálfsögð. Með þetta allt í
huga samfagna ég Fríkirkjunni í
Reykjavík og óska henni hjartan-
lega til hamingju með afmælið.
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
Fögnum réttindum og frelsi
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Það er alveg einstakt að ganga inn í Fríkirkjuna. Dauf lýsingin, fallegir gluggarnir,
handverkið í húsgögnum og eimur
af gamalli tíð. Fríkirkjan er sannar-
lega ómissandi hluti af götumynd
gömlu Reykjavíkur. Hún er líka
hluti af sameiginlegu minni okkar
Reykvíkinga. Ekki bara af því að
hún hefur lítið breyst í gegnum
árin að ytra byrði heldur stendur
hún í mínum huga fyrir það að
vera söfnuður alþýðufólks, hins
vinnandi Reykvíkings þar sem
allir voru og eru velkomnir.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-
vík fagnar nú 120 ára afmæli.
Kirkjubyggingin hefur verið ein
helsta prýði miðbæjarins frá því
hún var reist fyrir 115 árum og er
reyndar svo veigamikill þáttur í
bæjarlífinu að Lækjargatan breytir
um nafn á miðri leið og verður að
Fríkirkjuvegi þar sem kirkjuna ber
við Tjörnina.
Kirkjan ber vott um stórhug,
framtakssemi og fegurðarskyn
þeirra sem reistu hana í Reykjavík
fortíðar sem taldi aðeins rúmlega
8.000 íbúa. Fríkirkjan er byggð af
alþýðufólki sem margt hvert var
nýflutt til borgarinnar um alda-
mótin og fann sér sameiginlegan
farveg með trú og von að vopni.
Þar liggja rætur kirkjunnar enn
í dag, í grasrótarstarfi þar sem
áhersla er lögð á lýðræði, jöfnuð,
mannréttindi og umburðarlyndi.
Frá upphafi hafa allir verið
boðnir velkomnir í Fríkirkjuna,
óháð uppruna eða samfélagsstöðu
– og frá fyrstu tíð hefur söfnuður-
inn þar verið langstærsti söfnuður
landsins utan þjóðkirkjunnar.
Fríkirkjan hefur alla tíð verið
samofin menningarlífi borgar-
innar. Bræðurnir Páll og Sigurður
Ísólfssynir, sem báðir voru organ-
istar í kirkjunni, settu tóninn fyrir
það mikla tónlistarlíf sem hefur
einkennt hana alla tíð. Kirkjan
hefur einnig sýnt gott fordæmi og
aðdáunarvert fordómaleysi með
því að opna dyr sínar fyrir öllum
tegundum tónlistar og er fyrir
vikið eftirsóttur tónleikastaður
fyrir pönksveitir jafnt sem kirkju-
kóra. Sjálfur hef ég farið á fjölda
tónleika í kirkjunni sem er eins og
hún sé hönnuð með alla tegund
tónlistarflutnings í huga.
Fríkirkjan tekur jafnan þátt í
öllum helstu menningarhátíðum
borgarinnar með því að bjóða
upp á frábæra viðburði. Reykja-
víkurborg og borgarbúar eru
þakklátir fyrir þá miklu gestrisni
sem einkennir söfnuðinn. Og
það er ómissandi þáttur í hinni
árlegu gleðigöngu að prestar
hennar og starfsfólk fagni og veifi
regnbogafánanum til þátttakenda
göngunnar í fullum skrúða af
kirkjutröppunum.
Ég óska Fríkirkjunni til
hamingju með sitt farsæla og
framsækna starf í 120 ár. Betri
nágranna er vart hægt að hugsa
sér.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Jöfnuður, mannréttindi
og víðsýni í 120 ár
Dagur B.
Eggertsson,
borgarstjóri í
Reykjavík.
Saga Fríkirkjunnar í 120 ár er stórmerkilegt dæmi um frelsisbaráttu sem sprottin er
upp úr sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar á 19. öld. Hún var stofnuð af
kraftmiklu alþýðufólki sem vildi
hafa sína eigin kirkju ótengda
ríkisvaldinu.
Meðal þess sem er eftirtektar-
vert og til fyrirmyndar í sögu Frí-
kirkjunnar er áherslan á kvenrétt-
indi, umburðarlyndi og frjálslyndi
í trúmálum. Konur hafa ávallt
notið sömu réttinda í söfnuðinum
og karlar. Á síðari tímum hefur
frelsisbarátta Fríkirkjunnar færst
inn á nýjar brautir og upp á síð-
kastið hefur áhersla verið lögð á
mannréttindi samkynhneigðra.
Fríkirkjan hefur þannig haft mikil
og góð áhrif í frelsis- og mannrétt-
indabaráttu hvers tíma.
Segja má að Fríkirkjan geti
að mörgu leyti verið ákveðin
fyrirmynd fyrir þjóðkirkjuna.
Fríkirkjan starfar undir sömu
trúarmerkjum en er með öllu óháð
ríkinu. Krafan um jafnræði milli
ólíkra trúfélaga og lífsskoðunar-
félaga er sterk og samrýmist betur
trúfrelsinu og skoðanafrelsinu en
sérstaðan sem þjóðkirkjan hefur
notið í íslenskri stjórnskipan.
Nýlegt samkomulag milli ríkis-
valdsins og þjóðkirkjunnar felur
í sér að hún verður ekki lengur
ríkisstofnun heldur trúfélag sem
ber ábyrgð á eigin rekstri og
fjárhag líkt og Fríkirkjan. Þessar
breytingar eru til mikilla bóta og
óhjákvæmilegt að stefna áfram
á sömu braut í átt að fullum laga-
legum og fjárhagslegum aðskilnaði
ríkisins og þjóðkirkjunnar.
Ég óska Fríkirkjunni til ham-
ingju með árin 120 og megi henni
farnast vel í framtíðinni.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dóms- og kirkjumálaráðherra
Stórmerkilegt dæmi
um frelsisbaráttu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Segja má að Frí
kirkjan geti að
mörgu leyti verið ákveð
in fyrirmynd fyrir þjóð
kirkjuna.
Trúfrelsi felur í sér
að mönnum sé
heimilt að iðka og að
hyll ast hvaða trú sem er,
skipta um átrúnað eða
hafna öllum trúarbrögð
um.
Fríkirkjan tekur
jafnan þátt í öllum
helstu menningarhá
tíðum borgarinnar með
því að bjóða upp á frá
bæra viðburði. Reykja
víkurborg og borgar
búar eru þakklátir fyrir
þá miklu gestrisni sem
einkennir söfnuðinn.
3FRÍKIRKJAN 120 ÁRA F I M MT U DAG U R 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
A
-F
B
9
C
2
4
3
A
-F
A
6
0
2
4
3
A
-F
9
2
4
2
4
3
A
-F
7
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K