Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 38
Starfið innan veggja kirkjunnar er í anda við húsið sjálft. Byggingarlega séð er Fríkirkj-an í Reykjavík eins og dæmi-gerð íslensk sveitakirkja, nema bara miklu stærri. Í kirkju af þessu tagi getur í venjulegu helgi- haldi verið galli að prestur standi einsamall fremst í kór kirkjunnar en nánasta samstarfsfólk hans, tónlistarfólkið, sé staðsett alveg í hinum enda hússins, uppi á kirkjulofti. Það er þó óneitanlega tignarlegt þegar kórsöngur og orgel hljóma af kirkjulofti, eins og af himnum ofan – en fjarlægðin, stafnanna á milli, getur orðið til að hefta flæðið. Einn af kostum Frí- kirkjunnar sem tónlistarhúss er að fyrir framan fremstu bekkjarröð- ina er mikið rými og gólfpláss sem kemur sér vel fyrir allan tónlistar- flutning, sérstaklega á tónleikum en líka við helgihaldið. Eftir að ég kom til starfa hjá Fríkirkjunni byrjuðum við allar messur uppi á kirkjuloftinu en eftir lestur guð- spjalls fóru kór og organisti niður til þess að vera sýnilegri hluti af athöfninni og í betra sambandi við prestinn. Þá kom sér vel að hafa þetta rými fyrir framan þar sem flygillinn er staðsettur. Hljómur kirkjunnar er einstaklega hlýr en þó með hæfilegum eftirhljómi, einstaklega góður fyrir fjölbreytta tónlist. Eins og fram kemur í greininni um orgel Fríkirkjunnar er hægt að spila á það neðan af kirkjugólfi. Kórar kirkjunnar Kór kirkjunnar sem stendur vaktina í öllum messum er um það bil 12 manna hópur. Upphaf- lega kallaði hann sig einfaldlega Sönghóp Fríkirkjunnar en þegar hann söng inn á plötuna Manna- börn með Tómasi R. Einarssyni og Sigríði Thorlacius var nafninu breytt og heitir hann síðan Söng- hópurinn við Tjörnina. Það var líka gert til aðgreiningar frá þeim hópi sem syngur við útfarir í sam- vinnu við Fríkirkjuna í Hafnar- firði. Þótt kirkjutengingin sé sterk hefur hópurinn í auknum mæli tekið að sér verkefni utan kirkj- unnar. Tvisvar hefur hann sungið jólatónleika með Pálma Gunnars- syni í Eldborg og um síðustu jól sungum við á Háfjallatónleikum með Agli Ólafssyni. Á Menn- ingarnótt hefur verið fastur liður að Guðrún Gunnarsdóttir f lytji tónlist og gamanmál. Kringum afmæli kirkjunnar 19. nóvember eru aðaltónleikar kórsins hvert ár. Í fyrra buðum við kontrabassa- leikaranum og djassskáldinu Ike Sturm að spila með okkur en hann er tónlistarstjóri í Saint Peter’s Church á Manhattan. Við fluttum verk hans Jazz Mass, fyrir kór, einsöngvara, djasshljómsveit og strengjakvartett. Árið þar á undan fluttum við á kirkjuafmælinu verkið Eldmessu, í samvinnu við norska djasstrompetleikarann Arne Hiorth. Verkið fjallaði um Eldgosið í Laka, Móðuharðindin og Jón Steingrímsson eldklerk. Á vortónleikum okkar höfum við oftar en ekki f lutt efni tengt djassi eða djasstónlistarfólki. Nú í september síðastliðnum tók söng- hópurinn þátt í f lutningi á vegum Al-qafila sem er fjölmenningarlegt verkefni um Leo Africanus undir stjórn Rebal Alkhodari. Álfheiður Björgvinsdóttir er þungavigtarkona þegar kemur að barnakórum. Barnakórnum við Tjörnina er mikill fengur að hennar starfi við kirkjuna. Fríkirkjan hýsir einnig tónleika- röðina Á ljúfum nótum sem Lilja Eggertsdóttir sér um. Tónlist í helgihaldi „Ég hef í langan tíma haft áhuga á að útsetja tónlist fyrir kóra og sönghópa. Þetta byrjaði smátt og hélst í hendur við tilraunir með kvöldmessur í Laugarneskirkju þar sem ég starfaði áður. Þá stóð til að byrja með svokallaðar Tóm- asarmessur með frjálsara formi og fjölbreyttari tónlist. Við hugs- uðum okkur að taka þátt í þessu á þeim tíma en síðan varð einhver seinkun á að verkefnið færi í gang þannig að við þjófstörtuðum og fórum af stað með okkar eigin kvöldmessur með léttu sniði. Ég hef alltaf haft áhuga á djasstónlist og þess vegna lá beinast við fyrir mig að færa tónlistina í þá átt. Ég kallaði saman djasssveit; trommur, kontrabassa, blásara eða gítar eftir atvikum og svo auðvitað píanó. Það var skemmtileg áskorun að láta venjulegan kirkjukór syngja hljóma sem ekki er að finna í Sálmasöngsbókinni. Þetta ýtti mér út í að raddsetja hefðbundna sálma með djasslegri hljóma- nálgun. Messurnar festust í sessi og voru vinsælar. Eftir að ég kom í Fríkirkjuna gerðum við tilraunir með kvöldmessur en fórum síðan út í að hafa þennan hátt á í öllum messum.“ Hljómsveitin Mantra Úr röðum Sönghópsins við Tjörn- ina varð til lítið djassband sem spilar í f lestöllum messum. Hljóm- sveitin, sem kallast Mantra, lifir líka sjálfstæðu lífi og við höldum tónleika á hverju ári en hana skipa Gísli Gamm, Aron Steinn Ásbjarnarson, Gunnar Gunn arsson og Örn Ýmir Arason. Tónlistin í helgihaldi Fríkirkjunnar er því bæði hefðbundin sálmatónlist með orgeli og djassskotnir sálmar með hljómsveit. Mér finnst þetta fara vel saman og tel að við höfum náð að festa í sessi fjölbreytilegan og sumpart óvenjulegan tónlistar- flutning í kirkjustarfinu. Gunnar Gunnarsson, tónlistar- stjóri Fríkirkjunnar Tónlistin í Fríkirkjunni Gunnar Gunnarsson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tónlistarsamvinna trúarbragðanna; gyðingleg tákn, kristnir og músiimar. Frá flutningi Jazz Mass. Ike Sturm, bassaleikari og djassskáld, Sara Gríms- dóttir og Erik Qvick. Reglulega eru haldnir tónleikar í kirkjunni. Fríkirkjan í Reykjavík er nágranni minn og hitti ég hana því fyrir á göngutúrum mínum nánast daglega. Þessi hófstillta kirkja sem berst ekki mikið á. Falleg, einföld, hlýleg og opin öllum – samt á sama tíma svo virðuleg og glæsileg. Starfið innan veggja er svo í takt við húsið sjálft. Manneskjulegt og elskulegt – en alltaf vandað og glæsilegt. Mér þykir ákaflega vænt um þennan nágranna minn. Sigríður Thorlacius Falleg, einföld og hlýleg Fríkirkja Sigríður Thorlacius. Söngurinn ómagnaður komst ekki gegnum lokaðar dyrnar eða gluggana en fallegu lögin flugu til himins gegnum háan turn Fríkirkjunnar og náðu beinni tengingu við guðdóminn. Hljómur orgelsins undirstrikar helgi tón- listarinnar en tilbrigði tromm- unnar, klingjandi vindbjöllur og kontrabassi leggja grunninn að flutningi þar sem hátíðlegur söngur kórsins fær alveg nýtt yfir- bragð – endurnærandi. Að hafa frelsi til að semja tónlist og spinna út frá henni er gott fyrir kirkjuna. Samvinna hljómsveitar og sönghóps færir f lutninginn í hæðir, í þágu listar og tilfinninga en ekki vegna djasstónlistarinnar sjálfrar eða til að ganga einhverri einni tónlistarstefnu á hönd. Eitt helsta einkenni sálma- flutningsins í Fríkirkjunni er samspil bassa og slagverks sem myndar hljómsveitina auk píanós. Orgelið er notað á hefðbundinn hátt en jafnvel með því er bassinn plokkaður og slagverkið leikur frjálslega með. Sálmar eru sungnir á örlítið annan hátt en venja er vegna djasssveitarinnar. Laglínur, taktur og hljómræn framvinda eru ekki fastar stærðir heldur háðar tíma og rúmi og er stjórnað frá píanóinu. Þetta snýst um að fanga augnablikið og spila inn í þær aðstæður sem eru hverju sinni. Þannig er tónlistin lifandi og veitir söfnuðinum innblástur. Forspil að messunni er leikið af fingrum fram og tekur jafnvel mið af duttlungum veðurs og vinda en eftirspil er jafnan framlenging af lokasálmi. Stundum er þó hvort tveggja sótt í smiðjur þekktra djassskálda. Frá upphafi hefur Fríkirkjan haft mannréttindi, bræðralag og kærleika að leiðarljósi. Tónlist kirkjunnar tekur mið af þessum málum og leggur sitt af mörkum að styðja við þau í ljóðum og lögum. Svanirnir rölta um, mávarnir dansa og endurnar elta hver aðra um vatnið. Þetta skapar hið heillandi umhverfi Tjarnarinnar, en það er hins vegar hin tignarlega og fallega Fríkirkja sem er sálin í þessu fallega landi. Huimin Qi, doktor í tónlist og kín- verskur forstöðumaður Konfúsí- usarstofnunarinnar Norðurljósa. Sálin við Tjörnina Dr. Huimin Qi tónlistarfræðingur og forstöðukona Konfúsíusar- stofnunarinnar. 10 FRÍKIRKJAN 120 ÁRA 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 A -D 4 1 C 2 4 3 A -D 2 E 0 2 4 3 A -D 1 A 4 2 4 3 A -D 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.