Fréttablaðið - 14.11.2019, Side 39
Það fylgdu því ýmsir kostir að vera „spyrnt upp“ um bekk í barnaskóla og fá þar með að
stunda nám samhliða þeim sem
fremri manni virtust, a.m.k. árinu
eldri. Ókostirnir fólust hins vegar í
tálmunum af ýmsum toga, m.a. er
leið að fermingum árgangsins.
Sá er þetta ritar var þá einungis
12 vetra og ótækur talinn til ferm-
ingar að mati helstu kirkjunnar
manna í höfuðborginni. Maður
knúði á hjá fjölmörgum kirkjum,
háfættur og borubrattur, var iðu-
lega vel tekið, þar til í ljós kom hinn
raunverulegi lífaldur.
„Tólf ára börn getum við ekki
fermt, við verðum því miður að
varna þeim þeirrar þjónustu,“ var
einatt viðkvæðið, þar til knúið
var dyra í Fríkirkjunni. Þar blasti
við manni holdgervingur mildi og
kristilegs kærleika, séra Þorsteinn
Björnsson, sá hljómprúði Fríkirkju-
prestur er sungið hafði með fegurra
móti en áður hafði þekkst lagið „Ó,
Jesú, bróðir besti“.
Svo vel hafði til tekist að sjálft
Ríkisútvarpið hafði sett sálminn á
spilunarlista þess tíma, þannig að
reglulega mátti heyra þennan him-
neska flutning Fríkirkjuprestins á
öldum ljósvakans.
Séra Þorsteinn skildi vel vanda
hins unga og viljuga fermingar-
barns og lýsti sig reiðubúinn til að
veita undanþágu frá þeirri megin-
reglu að börn skyldu hafa náð
a.m.k. 13 ára aldri með tilheyrandi
andlegum þroska áður en til ferm-
ingar gæti komið. Fermingunni er
jú ætlað að vera staðfesting (Con-
firmation) hins þroskaða, fullveðja
einstaklings á sjálfri skírninni.
Nú var ýmsum létt, því til-
hugsunin um að sitja einn eftir
ófermdur í 2. bekk Hlíðaskóla hafði
satt að segja plagað mann heil-
Kirkja Frímannsins er Fríkirkjan
Jakob Frímann
Magnússon
fermdist í
Fríkirkjunni
í Reykjavík
aðeins tólf ára.
Prestur Frí-
kirkjunnar setti
ekki aldurinn
fyrir sig. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/STEFÁN
Minningarguðsþjónustur vegna þeirra sem látist hafa úr alnæmi hér á
landi hafa verið haldnar árlega í
Fríkirkjunni í Reykjavík í meira
en aldarfjórðung. Kveikt er á
kertum til að minnast þeirra er
látist hafa, einu kerti fyrir hvern
einstakling sem við minnumst.
Minningarstund þessi er alþjóð-
leg og heitir á ensku Candlelight
Memorial Day.
Árlega mætir Margrét J. Pálma-
dóttir með sína fögru söngfugla
og söngkonuna Berglindi Björk
Jónasdóttur. Organisti í athöfn-
inni er venjulega Gunnar Gunn-
arsson. Baba og félagar f lytja
yfirleitt magnaða Afríkutrommu-
tónlist og að vanda er boðið upp
á veitingar í Safnaðarheimili Frí-
kirkjunnar að lokinni messu.
Minningarstundin okkar hefur
þróast í að verða notaleg sam-
verustund fyrir alla fjölskylduna
þar sem ungir og gamlir geta notið
hlýlegs andrúmslofts og frábærrar
tónlistar. Auk þess að minnast
þeirra sem látnir eru fögnum við
lífinu og þeim tækifærum sem
HIV-jákvæðir hafa til eðlilegs lífs
í dag.
Vill stjórn HIV Ísland þakka
Fríkirkjunni, séra Hirti Magna
og öllu starfsfólki hennar sem
hefur gefið vinnu sína og gert
okkur mögulegt að njóta þessarar
stundar með félagsfólki HIV sam-
takanna, gera okkur sýnilegri og
stuðlað að nánd og samstöðu.
Einar Þór Jónsson,
framkvæmdastjóri HIV Ísland
Minningar- og þakkarstund
HIV samtakanna
Einar Þór Jónsson.
Séra Hjörtur Magni talar á tímamótum réttindabaráttu samkynhneigðra.
Á menntaskólaárunum varð mér alltaf ljósara og ljósara að ég átti enga samleið með
þjóðkirkjunni. Þessi sýn mín
fólst þá helst í því hvernig kirkjan
og biskupinn ræddu mannrétt-
indi samkynhneigðra, en í sömu
andrá tók Fríkirkjan í Reykjavík
fagnandi á móti öllum, að því að
ég best fékk séð fordómalaust. Ég
fann mitt fólk hér, og er þakk-
lát fyrir þá mannlegu stefnu og
virðingu fyrir öllum sem ein-
kennir Fríkirkjuna.
Elín Björk Jónasdóttir
Fann fólkið mitt
í Fríkirkjunni
Elín Björk Jónasdóttir.
Þegar ég kom í Fríkirkjuna í Reykjavík fyrir ári var mér heilsað með brosandi and-
litum, hlýju faðmlagi og engla-
röddum. Það voru forréttindi mín
og blessun að geta unnið með
Gunnari Gunnarssyni og þessum
einstaka kór og hljóðfæraleik-
urum að flutningi djassmessunnar
okkar, The Jazz Mass. Innilegar
hamingjuóskir með afmælið frá
mér til þessa einstaka safnaðar og
megi Guð halda áfram að blessa
þjónustu ykkar og rými.“
Kveðja frá
Ike Sturm
Ike Sturm kontrabassaleikari, djass-
skáld og tónlistarstjóri St. Peter’s
Church á Manhattan.
mikið. Maður hugsaði strax með sér
að Fríkirkjan mundi að líkindum
frá þessum tíma best hæfa þeim Frí-
manni sem svo hafði verið skírður
12 árum áður og leitaði nú stað-
festingar þeirrar skírnar.
Ekki spillti fyrir að ferm-
ingin, sem var innblásin, falleg og
eftirminnileg, reyndist einnig afar
gjöful í veraldlegum skilningi.
Auk góðra gjafa helltist yfir ferm-
ingarbarnið reiðufé er dugði vel til
kaupa á rauðu Farfisa rafmagns-
orgeli – kjörgrip er nýttur skyldi til
yndisauka og frekari tekjuöflunar á
vettvangi fyrirsjáanlegrar hljóm-
sveitarmennsku.
Hlýhugur minn í garð Fríkirkj-
unnar allar götur síðan hefur m.a.
speglast í athöfnum þar á borð við
skírn, fermingu og giftingu auk þess
sem fjölskyldan er öll skráð í þessa
góðu alþýðukirkju sem svo listilega
var hönnuð og reist á fegursta stað
Reykjavíkur.
Sóknarpresturinn, séra Hjörtur
Magni Jóhannsson, er einhver allra
besti, alþýðlegasti og frjálslyndasti
prestur sem við höfum eignast og
maklegur þess að feta í fótspor séra
Þorsteins. Auk þess hefur hann og
söfnuðurinn borið gæfu til að laða
að kirkjunni einn fremsta tón-
listarmann landsins, hinn fjölhæfa
af burðamann Gunnar Gunnars-
son, organista og söngstjóra.
Í sameiningu hafa þeir gert
Fríkirkjuna að eftirsóttum tón-
leikastað sem skartar fyrsta f lokks
hljómgæðum, hljóðfærum, söngv-
urum og hljóðfæraleikurum.
Það kann að felast ákveðin
þversögn í því að telja það til for-
réttinda að tilheyra kirkju sem
stofnuð var af þeim sem ekki töldu
sig njóta sannmælis, hvað þá for-
réttinda við upphaf 20. aldarinnar
í Reykjavík.
Það er engu að síður svo að Frí-
kirkjan er kirkjan mín og verður
til hinsta dags. Það hvílir blessun
yfir þessu góða og fallega Guðs
húsi í hjarta Reykjavíkur.
Megi það svo áfram verða um ár
og aldir.
Jakob Frímann Magnússon
11FRÍKIRKJAN 120 ÁRA F I M MT U DAG U R 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
3
A
-E
2
E
C
2
4
3
A
-E
1
B
0
2
4
3
A
-E
0
7
4
2
4
3
A
-D
F
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K