Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 43

Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 43
Mér þykir afar vænt um Fríkirkjuna við Tjörnina í Reykjavík og söfnuð henn- ar sem stofnaður var árið 1899 eða fyrir 120 árum. Fyrir 30 árum þáði ég boð þáverandi fríkirkjuprests, Cecils Haraldssonar, um að flytja predikun dagsins í Fríkirkjunni við útvarpsguðsþjónustu, þá ungur maður, 25 ára gamall, starfandi sem framkvæmdastjóri Gídeonfélags- ins á Íslandi. En alþjóðasamtök þeirra voru einmitt einnig stofnuð árið 1899. Þá má til gamans geta að 10 árum síðar starfaði ég svo sem framkvæmdastjóri KFUM og KFUK sem eru frjáls félagasamtök, ekki kirkja eða söfnuður, sem einn- ig voru stofnuð á Íslandi árið 1899. Greinilega merkilegt ár. Ekki grunaði mig þá að tæpum einum og hálfum áratug síðar væri ég farinn að leysa af hinn ágæta safnaðarprest Fríkirkjunnar, að hans beiðni, Hjört Magna Jóhanns- son, við sunnudagsguðsþjón- ustur safnaðarins með því að leiða stundirnar, predika og flytja bænir dagsins og blessunarorð. En þannig hefur háttað nokkuð reglulega síðastliðin sjö ár. Hefur það í senn verið afar ánægjulegt og gefandi enda tónlist- in sem leidd er af Gunnari Gunn- arssyni, organista og tónlistarstjóra kirkjunnar, auk hljómsveitar- innar Möntru og sönghópsins Við Tjörnina bæði afar vönduð, notaleg og sérlega blessunarrík. Þakka ég þeim hlýtt og gott samstarf og þeim fjölmörgu fyrir komuna sem hafa lagt leið sína í Fríkirkjuna þegar ég hef þjónað þar, jafnt safnaðarmeð- limum sem og öllum hinum sem sannarlega eru ekki færri. Vegir Guðs eru sannarlega órannsakan- legir og ekki veit maður hvað lífið á eftir að færa manni í fang eða hvað næsti dagur á eftir að bera í skauti sér. Það er mér því bæði heiður og mikil ánægja, afar ljúft og skylt sem ég af þakklæti og hlýju samgleðst vinum mínum í söfnuði Fríkirkj- unnar við Tjörnina í Reykjavík og óska þeim söguríka söfnuði til hamingju með 120 ára afmælið. Því hafa aðrir söfnuðir eða kirkjur ekki náð hér á landi fyrir utan kaþólska söfnuðinn og þjóðkirkjuna. Þess má geta að Fríkirkjan er elsta kirkja í Reykjavík að Dómkirkjunni frá- talinni. Fríkirkjan stendur náttúrulega á einstökum stað við Tjörnina í mið- borg Reykjavíkur. Þar er magnað að standa við altarið, líta yfir söfnuðinn og horfa út yfir Tjörnina á leiðinni út eftir guðsþjónustu. Fríkirkjan var strax og hefur allt fram á þennan dag verið skýr og trúverðugur valkostur fyrir þá sem einhverra hluta vegna finna sig ekki í því að tilheyra þjóðkirkjunni en vilja engu að síður ekki sleppa taki á himnakaðli kærleika Jesú Krists sem umvefur, heyrir bænir, skilur, gefur frið og von. Og velur að fá að tilheyra frjálsum söfnuði á lúterskum grunni. Enda kirkjurnar báðar kenndar við lúterska kenn- ingu og arfleifð. Nú og svo hafa náttúrulega heilu fjölskyldurnar kynslóð eftir kynslóð valið að tilheyra Fríkirkjunni enda hefðin sterk og mörgum mjög kær. Fríkirkjan hefur staðið af sér margvíslega storma í 120 ár. Farið sínar leiðir og átt farsæla samleið með þjóðinni í öll þessi ár og hefur löngu sannað sig sem dýrmæt menningar verðmæti og trúar- miðstöð í íslenskri arfleifð sem á djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál. Hún hefur ávallt haldið sínu og gott betur enda farið ört vaxandi hvað fjölda skráðra meðlima snertir á þessari öld. Þangað er afar heimilis- legt og notalegt að koma. Móttökur eru áreynslulausar og kærleiks- andi Jesú Krists umvefjandi og allt umlykjandi. Með þakklæti, kærleiks- og friðar- kveðju. Lifi lífið! Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins Staðið af sér marga storma Sigurbjörn Þorkelsson. Snorri Sigfús Birgisson, píanóleikari og tónskáld. Tónleikaröðin Á ljúfum nótum var stofnuð árið 2012 af Lilju Eggertsdóttur. Haustið 2015 færði röðin sig um set og hóf starfsemi sína í Fríkirkjunni við Tjörnina í Reykjavík. Hefur sam- starfið við Fríkirkjufólk gengið afskaplega vel. Tónlistarflytjendur hafa oft orð á því hvað gott sé að flytja tónlist í Fríkirkjunni, og er hún uppáhalds- staður margra. Upphafleg hugmynd að tón- leikaröðinni var sú að bjóða upp á möguleika fyrir allt tónlistarfólk til að koma fram með sín verkefni, meðal annars þar sem húsnæði væri frítt og miðsvæðis. Umsjónar- maður hafði sérstaklega í huga það fólk sem kemur heim úr námi og fær ekki fasta vinnu sem tónlistar- menn, þar sem aðalvinna tónlistar- manna hér á landi felst í tónlistar- kennslu. Það er að bjóða upp á mjög aðgengilega aðstöðu fyrir tónlistar- menn, bæði til að flytja verkefni sín og að halda sér í formi. Annað markmið er að bjóða upp á tónleikaröð þar sem tónlistar- menn koma úr flestum stéttum tónlistar og flytja ólíka tónlist eins og t.d. djass og klassík. Þriðja mark- miðið er að efla þá menningu að sækja hádegistónleika. Að sú hefð skapist að fólk geti leyft sér að njóta tónlistar í hádeginu í stutta stund, þar sem ekki allir hafa tök á því að komast út á kvöldin eða á öðrum tímum dagsins eða vikunnar. Árlega eru haldnir jólatónleikar í hádeginu til styrktar Landspítala. Þar koma fram um fimmtíu flytj- endur, einsöngvarar, kór og hljóm- sveit. Það er gott að enda tónlistar- árið hátíðlega, gefa af sér og styrkja gott málefni, í notalegu umhverfi, á góðum stað. Lilja Eggertsdóttir Á ljúfum nótum Lilja Eggertsdóttir segir að tónlistarflytjendur hafi oft orð á því hvað gott sé að flytja tónlist í Fríkirkjunni. Að fara á tónleika í Fríkirkj-unni er alltaf tilhlökkunar-efni. Þar er gott að hlusta og þar er líka gott að spila og syngja. Hvað veldur? Er það hljómburð- urinn góði? Eða allar þær háleitu hugsanir sem tengjast kirkjunni og allir tónarnir sem hafa hljómað þar frá fyrstu tíð. Ef til vill er það meðvitundin um söguna og um kynslóðirnar sem setið hafa á kirkjubekkjunum á undan okkur eða er það kannski bjart og lát- laust yfirbragð kirkjunnar og staðsetning hennar á besta stað í Reykjavík? Nálægðin við Tjörnina? Líklegast er það ekkert eitt sem veldur, kannski fremur margt sem í sameiningu heillar okkur. Það er eins og Fríkirkjan sé svo eðlileg heimkynni tónlistar að við hugsum ekki um það neitt sérstaklega hvernig á því stendur að við hlökkum til að fara þangað á tónleika. Frá því tónlist heyrðist fyrst í kirkjunni hefur heimurinn sannarlega tekið stakkaskiptum og án vafa mun umhverfi okkar halda áfram að breytast, jafnvel enn hraðar en okkur getur nú órað fyrir. Vonandi mun samt Fríkirkjan halda áfram að hýsa alls kyns tónlist um ókomna tíð, hvernig sem allt veltist. Snorri Sigfús Birgisson Eðlileg heimkynni tónlistarinnar Ég hef notið þess heiðurs og þeirrar ánægju um margra ára bil, að taka þátt í tón- listarflutningi í Fríkirkjunni við Tjörnina. Margar ljúfar minningar koma upp í hugann, samspil við frábæra organista kirkjunnar og aðra góða samstarfsmenn, við guðsþjónustur og aðrar athafnir, í gleði og sorg, en einnig tónleikar af margvíslegum toga. Fríkirkjan er það hús í Reykjavík sem mér þykir einna vænst um, og hljómburðurinn hvað mest heillandi. Upplifuninni að spila á fiðluna mína í þessu fallega húsi er hægt að líkja við að vera inni í sjálfu hljóðfærinu. Þegar ég finn hjá mér þörf fyrir að leika tón- list, þá hugsa ég oft: „Mikið væri gaman að fá að spila þetta í Frí- kirkjunni við Tjörnina“. Hjörleifur Valsson Heillandi hljómburður Hjörleifur Valsson fiðluleikari. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sendir kveðju í til-efni afmælisins. „Fríkirkjan er ekki bara dásamlegt hús og ómetanlegur hluti af menningar- og byggingasögu Reykjavíkur. Hún er líka skapandi og gefandi þátttakandi í nútímanum, leiðtogi í réttindabaráttu og lifandi menn- ingarhús, vettvangur svo margra frábærra menningar- og listvið- burða.“  Vettvangur menningar Svavar Knútur tónlistarmaður. 15FRÍKIRKJAN 120 ÁRA F I M MT U DAG U R 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 3 B -0 A 6 C 2 4 3 B -0 9 3 0 2 4 3 B -0 7 F 4 2 4 3 B -0 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.