Fréttablaðið - 14.11.2019, Qupperneq 44
Svipmyndir úr starfi Fríkirkjunnar
Hjörtur Magni og Ebba fagna hér
ásamt tveimur börnum sínum
gleðigöngunni í Reykjavík.
Brúðkaup í Fríkirkjunni.
Fermingarbarn dansar fyrir gesti
sína í Fríkirkjunni.
Barnastarfið er mikilvægt í kirkju-
starfinu.
Séra Hjörtur Magni messar hér yfir
kirkjugestum.
Skyldi vera til hús
umburðarlyndis og víðsýni,
þar sem mannréttindi
eru sett ofar
máttlitlum kreddum og
dyggri trú á
bókstaf og bábilju?
Skyldi vera til hús
þar sem er hugur, vilji og geta
til að samsama sig á vettvangi
fyrir allar trúariðkanir,
og sömuleiðis þá sem ekki trúa?
Þar sem fagnað er til jafns;
efahyggju, húmanisma?
Skyldi vera til hús
opið hverjum þeim sem
hneigist til
samkyns, gagnkyns eða er
kynjaður á enn annan
hátt í fjölbreyttri
f lóru mannlífs?
Skyldi vera til hús
sem hefur og hafði hugrekki og
kærleika að vígja til sambúðar
samkynhneigða til jafns við
gagnkynhneigða og hverja
þá sem vilja
láta blessa yfirlýsingu um
sambúð sín í milli?
Skyldi vera til hús
haganlega byggt úr timbri –
fagurt að utan sem innan,
með góðan ómtíma – sem heldur
vel utan um söng og
hljóðfæraleik
sem og talað orð? Býður upp á
gott pípu-orgel sem
hljómað getur
jafn vel í allt að þúsund viðstödd-
um eyrum – hvar sem þau eru
staðsett í kirkjuskipinu?
Ég svara því til að fenginni
reynslu; já, þetta hús er til.
Það er Fríkirkjan í Reykjavík og
þetta samfélag er til, sem er söfn-
uður Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Þetta er hús dugandi dygða.
Kjarval sagði margt merkilegt
og göfugt. Í litlu kveri, „Grjót“ sem
hann skrifaði og gaf út 1930, segir;
„Því enginn sem ekki er fær um að
gera eitthvað fyrir hið ósannan-
lega er algildur borgari.“
Það má vera að við séum í dag
orðin viðskila við hugtök eins og
„algildur borgari“. En hitt hefur
ekki breyst, sem er innbyggð við-
leitni allra; að vilja leggja sitt af
mörkum til samfélags, til lífsins og
gera eitthvað fyrir hið „ósannan-
lega“. Það er, með öðrum orðum,
að duga með hugrekki, hógværð,
kærleika, gjafmildi, þolinmæði,
veglyndi, tryggð og réttlæti.
Og þó samfélag okkar hampi oft
á tíðum þeim sem gera aðför að
öllu því „ósannanlega“ í félögum
sem vilja helst elta ólar við að
miljónfalda hagsæld til útdeilingar
fyrir fáeina útvalda, er þeim mun
mikilvægara að lögð sé rækt við öll
hús og samfélög sem vilja upphefja
hið „ósannanlega“. Þar er að finna
raunverulega farsæld og veg sem
betrar manninn og styrkir og býr
jafnframt til stólpa að máttugra
samfélagi.
Í anda hins fríþenkjandi, skrifa
ég þessi orð, ég geri það í auðmýkt
og þakklæti við fólkið sem ég ann,
samfélag sem upplýsir mig og ekki
síður í þakkarskuld við tunguna
og hjartað, sem stundum ræður
för og himininn sem vitnar flest ef
ekki allt.
Á okkar tímum er fengur að
Fríkirkjunni í Reykjavík – þar sem
hrein viðleitni og ábyggilegur vilji
er til að vinna markvisst í þágu
hins ósannanlega. Á tímamótum
óska ég Fríkirkjunni í Reykjavík til
hamingju með 120 ára afmælið. Ég
vona jafnframt að safnaðarstarfið í
kirkjunni verði áfram um formerki
víðsýni og réttlætis og að í því húsi
hefji sérhver sig ævinlega yfir dal-
verpi bókstafs og kreddu.
Egill Ólafsson (Reykjavík,
á gormánuði, 2019)
Hús dugandi dygða
Egill Ólafsson tónlistarmaður setti saman ljóð í tilefni afmælisins.
Dagskrá
til áramóta
FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
FRÍKIRKJAN
Í REYKJAVÍK
17. nóv. sun. kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í tilefni 120 ára afmælis Fríkirkjunnar
Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson mun ávarpa samkomuna. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur leiðir
samveruna og flytur hugleiðingu. Safnaðarfólk flytur ritningarlestra. Fjölbreytt tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar
Sönghópurinn við Tjörnina, Hjómsveitin Mantra, djasstrompetleikarinn Arne Hiorth, strengjakvartett kirkjunnar.
Barnakórinn við Tjörnina syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
17. nóv. sun. kl. 16:00 Hátíðartónleikar í tilefni 120 ára afmælis Fríkirkjunnar
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt strengjakvartett kirkjunnar og djasshljómsveit.
Einnig koma fram með kórnum Egill Ólafsson, Sara Grímsdóttir og Arne Hiorth.
24. nóv. sun. kl. 14:00 Fjölskyldumessa
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Barnakórinn við Tjörnina syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista.
1. des. sun. kl. 14:00 Aðventuguðsþjónusta, fyrsti í Aðventu.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
5. des. fim. kl. 12:00 Jól í bæ, jólatónleikar til styrktar Kvenlækningadeild 21A.
Flytjendur: Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir, sópran. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzosópran. Egill Árni Pálsson, tenór.
Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari og stjórnandi. Kvennakórinn Concordia.
Hljómsveit: Lilja Eggertsdóttir, píanó. Chrissie Guðmundsdóttir, fiðla. Íris Dögg Gísladóttir, fiðla. Vigdís Másdóttir, víóla.
Kristín Lárusdóttir, selló. Þorgrímur Jónsson, kontrabassi. Pamela De Sensi, þverflauta.
8. des. sun. kl. 14:00 Aðventuguðsþjónusta, annar í Aðventu.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista.
11. des. mið. kl. 20:00 Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld.
Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er ræðumaður kvöldsins og les úr bók sinni Um tímann og vatnið.
Fram koma: Sönghópurinn við Tjörnina, hljómsveitin Mantra ásamt Gunnari Gunnarssyni og barnakór Fríkirkjunnar undir
stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Sr.Hjörtur Magni leiðir stundina.
12. des. fim. kl. 20:00 Tónleikar, Kristín Stefánsdóttir
15. des. sun. kl. 14:00 Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík.
Stundin hefst með samveru í kirkjunni. Síðan verður haldið upp í safnaðarheimili þar sem verður sungið og dansað í
kringum jólatréð með jólasveininum.
Kaffi og meðlæti fyrir alla.
16. des. mán. kl. 20:00 Æskujól, jólatónleikar
þar sem fram koma Karólína Sif, Ari Ólafs og Pétur Ernir. Sérstakur gestur Högni Egilsson.
21. des. lau. kl. 20:00
& 22:30 Eitthvað fallegt, jólatónleikar Svavars Knúts, Kristjönu Stefánsóttur og Ragnheiðar Gröndal.
22. des. sun. kl. 14:00 Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins.
24. des. þri. kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadagskvöldi.
Þóra Einarsdóttir sópran syngur einsöng.
Sönghópurinn við Tjörnina ásamt strengjakvartett kirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn
Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina.
25. des. mið. kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól.
Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tónlistarval sitt.
Sr. Hjörtur Magni, Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni.
27. des. fös. kl. 21:00 Hátíðartónleikar Árstíða
31. des. þri. kl. 16:00 Aftansöngur á gamlársdag.
Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum við Tjörnina leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina
16 FRÍKIRKJAN 120 ÁRA 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
1
4
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:4
3
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
3
B
-0
F
5
C
2
4
3
B
-0
E
2
0
2
4
3
B
-0
C
E
4
2
4
3
B
-0
B
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K