Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 46

Fréttablaðið - 14.11.2019, Síða 46
Billie Eilish hlýtur eigin-lega að vera nýliði ársins í poppheiminum. Hún gaf út fyrstu breiðskífuna sína í mars og síðan þá hefur hún skotist upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða og er strax orðin ein frægasta poppstjarna heims. Hún hefur ekki bara vakið athygli með tónlist sinni, heldur líka með heillandi persónuleika og sérstökum fatastíl. Þessi stíll hefur að sjálfsögðu áhrif og margir aðdáendur vilja klæða sig eins og hún. Í vikunni varð mun auðveldara að sýna aðdáun sína á Eilish með fatavalinu því Eilish var að setja á markað varning sem er merktur henni í samstarfi við tískumerkið Urban Outfitters. Í Eilish-stílnum Varningurinn er kominn í sölu á vef Urban Outfitters og alls eru sextán f líkur í boði. Það fer ekk- ert á milli mála að þær eru svo sannarlega allar í Eilish-stílnum. Það er boðið upp stuttermaboli, húfur, hatta, grímur, hettupeys- ur, stuttbuxur, lambhúshettu og síðerma peysur og boli og allar f líkurnar eru merktar Billie Eilish á skrautlegan hátt. Peysurnar og bolirnir eru frekar hefðbundin, en það er óal- gengt að hattar, andlitsgrímur og lambhúshettur séu seld sem varningur tónlistarmanna. Litirnir eru líka í Eilish- stílnum og fötin fást í hvítum, svörtum, gráum, ljósbrúnum og neon litum. Merkingarnar eru í ýmsum blæbrigðum, en Eilish er sjálf dugleg að klæðast fötum með alls kyns skrautlegum merkingum. Vann með Calvin Klein Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eilish starfar með tískumerki. Í maí á þessu ári vann hún með Calvin Klein og í júlí var hún andlit haustlínu lúxusvöru- merkisins MCM. Annars er það að frétta af Eilish að í þessari viku kemur út nýtt lag frá henni, sem nefnist Everything I Wanted. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Vörur undir nafni Billie Eilish Söngkonan Billie Eilish hefur náð mjög langt á stuttum ferli, en hún hefur líka fengið mikla athygli fyrir óhefðbundinn fatastíl sinn. Hún var að setja á markað vörur í samstarfi við Urban Outfitters. Meðal þess sem er í boði eru síðerma bolir og peysur. MYND/URBAN­ OUTFITTERS.COM Poppstjarnan Billie Eilish byrjaði að gefa út tónlist árið 2015 og gaf út fyrstu plötuna sína í vor. Hún er nú orðin ein frægasta poppstjarna heims. NORDICPHOTOS/GETTY Flíkurnar eru merktar Eilish á skrautlegan og fjölbreyttan hátt. Þessar neongrænu stuttbuxur eru svo sannarlega í Eilish- stílnum. Línan inniheldur líka þessar buxur sem líta út fyrir að vera mjúkar og þægilegar. Það eru ekki margir tónlistar- menn sem selja sínar eigin lamb- húshettur og grímur. Jólablað Fréttablaðsins Kemur út þriðjudaginn 26. nóvember. Vilt þú auglýsa í mest lesna jólablaði landsins? Hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttablaðsins. sími 550 5077 – serblod@frettabladid.is Skemmtilegt blað sem kemur inn á allar hliðar jólaundirbúningsins. Uppflettirit sem lesendur leita í aftur og aftur. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt auk blað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 B -0 A 6 C 2 4 3 B -0 9 3 0 2 4 3 B -0 7 F 4 2 4 3 B -0 6 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.