Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 48

Fréttablaðið - 14.11.2019, Page 48
Það er ekki gaman að henda því sem hægt er að nýta en ef það er eitthvað sem til er nóg af er það kaffikorgur, enda er kaffi einn vinsælasti drykkur veraldar og ómissandi að mati margra. Korginn er hægt að nota í heimagerðan líkamsskrúbb sem gerir húðina silkimjúka og því um að gera að geyma hann og prófa sig áfram í gerð líkamsskrúbbs. Kaffiskrúbbar eru taldir auka blóðflæði, draga úr bólgum og þrota ásamt því að fjar- lægja dauðar húðfrumur og jafnvel draga úr sýnileika appelsínuhúðar. Einn bolli kaffikorgur Hálfur bolli olía (t.d. lárperu-, ólífu- eða möndluolía) Örfáir dropar af ilmkjarnaolíu (t.d. piparmynta) Þá er hægt að bæta við ýmsu í skrúbbinn eins og til dæmis sykri. Heimagerður kaffiskrúbbur kostar lítið en virkar vel. Heimagerður kaffiskrúbbur Stella McCartney notar ekki leður í hönnun sína. NORDICPHOTOS/GETTY Meðvitund um umhverfis-áhrif og sjálf bærni hefur aukist í tískuheiminum enda er það þekkt að kolefnis- spor iðnaðarins á heimsvísu er gríðarlegt. Stella McCartney hefur verið með fatalínu undir eigin nafni síðan árið 2001. Hún hefur næmt auga fyrir sterkum sniðum og gæðaflíkum sem geta gengið fyrir hvaða árstíð sem er. Eins og flestir vita er hún grænmetisæta og notar því ekki leður í hönnun sinni. Til að stuðla að sjálf bærni notar hún lífræna bómull, þræði sem stuðla ekki að eyðingu skóga, endurunnið pólýester og endur- nýtta kasmírull í þau föt sem hún hannar. Sjálfbær Stella Bandaríska leikkonan Laverne Cox mætti nánast allsnakin á frumsýningu kvikmyndar- innar Charlie’s Angels í Los Angeles á mánudag. Þar sýndi hún glæstan vöxtinn undir svörtum gegnsæjum netkjól sem skartaði þó síðri en efnislítilli f lauelssvuntu til að hylja það allra heilagasta. Laverne er 47 ára og hvað þekktust fyrir hlutverk Sophiu Burset í sjónvarpsþáttunum Orange Is the New Black. Hún er fyrsta transkonan sem hefur verið tilnefnd til Emmy-verðlauna í f lokki sjónvarpsþátta en áður var hún fyrsta transkonan til að vinna Daytime Emmy-verðlaunin sem framleiðandi heimildamyndar- innar Laverne Cox Presents; The T Word árið 2015. Hún er líka fyrsta transmanneskjan til að prýða for- síðu tímaritsins Time, árið 2014, og hefur setið fyrir á forsíðu suður- afríska Cosmopolitan. Laverne er líka fyrsta transmanneskjan sem á sér vaxmynd á Madame Tussaud- vaxmyndasafninu. Nær nakin meðal engla Laverne Cox hefur ekkert að fela. NORDICPHOTOS/GETTY Við getum ekki komið í veg fyrir að þú breytist í foreldra þína ... En við getum tryggt að þú vitir hvað er að frétta! 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 4 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :4 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 3 A -F 6 A C 2 4 3 A -F 5 7 0 2 4 3 A -F 4 3 4 2 4 3 A -F 2 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.