Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 6

Fréttablaðið - 23.11.2019, Page 6
Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i FJÖLMIÐLAR Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki séu forsendur til að að grípa til íhlutunar vegna samruna Torgs og Hringbrautar Fjölmiðla ehf. Tilkynnt var um samrunann með fyrirvara um samþykki fjölmiðla­ nefndar og Samkeppniseftirlitsins þann 18. október síðastliðinn. Síðan þá hefur umsagnar fjölmiðlanefnd­ ar um áformin verið aflað og hefur Samkeppniseftirlitið samþykkt samrunann. Meðal miðla Torgs ehf. eru Frétta­ blaðið og vefmiðilinn frettablad­ id. is. Hringbraut Fjölmiðlar ehf. rekur hringbraut.is og sjónvarps­ stöðina Hringbraut. – khg Samruni fjölmiðla samþykktur NORÐURLAND Atvinnuþróunar­ félög í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði og Eyþing verða sameinuð um ára­ mótin. Nýtt félag mun hafa höfuð­ stöðvar á Húsavík en starfsstöðvar á Akureyri, Tröllaskaga og í Norður­ Þingeyjarsýslu. Reinhard Rey nisson, f ram­ kvæmdastjóri Atvinnuþróunar­ félags Þingeyinga, segir að sam­ legðaráhrif séu meginástæðan fyrir því að farið var í sameininguna, en hún hefur staðið til í nokkur ár, að nýta betur mannafla og fjármagn. Aðspurður um hvort hagsmunir atvinnulífsins í Eyjafirði og Þing­ eyjarsýslum fari alltaf saman segir hann svo ekki endilega vera í öllum málum, ekki heldur innan Eyja­ fjarðar eða Þingeyjarsýslu. „Stóru línurnar eru sameiginlegar. Svo sem að byggja innviði í samgöngum og raforkumálum og fleiru,“ segir Rein­ hard. „Ef ling á einum stað í byggðar­ laginu hefur áhrif út fyrir sig og styrkir svæðið sem heild.“ Sem dæmi nefnir hann uppbyggingu stóriðju og ferðaþjónustu á Húsa­ vík á undanförnum árum og upp­ byggingu Háskólans á Akureyri á sínum tíma. Þá segir Reinhard sameininguna einnig styrkja félagið út á við. „Þetta gerir landshlutann sterkari í sam­ tali við ríkisvaldið. Röddin verður einbeittari í einu sterku félagi en þremur smærri,“ segir hann. – khg Norðausturland verði sterkara sameinað í samtalinu við ríkið Stóru línurnar eru sameiginlegar. Reinhard Reynisson, framkvæmda- stjóri Atvinnu- þróunarfélags Þingeyinga ORKUMÁL Stefnt er að uppsetningu hleðslustöðva á Þingvöllum. Þetta varð ljóst eftir að Orka náttúrunnar fékk styrk úr Orkusjóði til uppbygg­ ingar umhverfisvænna innviða að því er segir á vef þjóðgarðsins. Samstarf þjóðgarðsins og Orku náttúrunnar um uppsetningu hrað­ hleðslustöðvar við þjónustumið­ stöðina á Þingvöllum var undirritað á dögunum. „Uppsetning slíkrar hraðhleðslu­ stöðvar hefur legið fyrir í smá tíma en framkvæmdin dregist þar sem lagning rafstrengs frá Hakinu að þjónustumiðstöð fór á sínum tíma í umhverfismatsáætlun. Þegar nú loks er búið að tryggja rafmagn verður hægt að setja upp 150 kwh hraðhleðslustöð,“ segir á thing­ vellir.is. Samhliða verði unnið að uppsetningu millihleðslustöðva við nýtt bílastæði á Hakinu. – gar Hleðslustöðvar á Þingvöllum Á Hakinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Endalausar 17. júní ræður en stjórnvöld pínu áhugalaus Hlutfall landsframleiðslu sem fer til rannsókna og þróunarstarfs var rétt rúm tvö prósent á síðasta ári en samkvæmt stefnu stjórnvalda á það að vera komið í þrjú prósent árið 2024. Forseti Vísindafélagsins segir stjórnvöld áhugalaus þrátt fyrir fallegt tal. Ásókn í rannsóknasjóði fari vaxandi en ekki framlög til þeirra. Frá Vísindavöku Rannís síðastliðið haust. Stjórnvöld stefna að því að auka framlög til rannsókna og þróunar á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 3% landsframleiðslu eiga að fara í málaflokkinn frá 2024. VÍSINDI „Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru sett­ ar fram og fluttar einhverjar 17.   júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dós­ ent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síð­ ustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda­ og tækniráðs 2017­2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsfram­ leiðslu í rannsóknir og þróun, hlut­ fallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrir­ heitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlut­ ans við aðra umræðu um málið. ✿ Útgjöld til rann- sókna og þróunar sem hlutfall af landsframleiðslu 2018 2,02% 2017 2,11% 2016 2,13% 2015 2,20% 2014 1,95% 2013 1,70% Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 pró­ sent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunar­ sjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og dokt­ orsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“ sighvatur@frettabladid.is Samhliða verður unnið að uppsetningu milli- hleðslustöðva við nýtt bílastæði á Hakinu. 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -3 A C 0 2 4 4 F -3 9 8 4 2 4 4 F -3 8 4 8 2 4 4 F -3 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.