Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 28

Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 28
STUNDUM VAR ÞETTA SVO MIKIÐ AF TILFINN- INGUM SEM KOMU UPP Á MEÐAN ÉG VAR AÐ TALA VIÐ MAGNÚS AÐ ÉG GRÉT Á EFTIR. Fyrirliði íslenska kvenna-landsliðsins í fótbolta, Sara Björk Gunnars-dóttir, býr í iðnaðar-borginni Wolfsburg þar sem hún spilar með einu besta kvennaliði Evrópu. Fyrir þá sem þekkja ekki til borg- arinnar er hún ein auðugasta borg Þýskalands og þar eru höfuðstöðvar Volks wagen- bílaframleiðandans. Sara býr í snoturri nýlegri íbúð með kærastanum sínum Alexand- er Jura sem er sjúkraþjálfari. „Það er nú ekki mikið að gerast í borginni, en það fer samt mjög vel um okkur Alexander hér og ég get einbeitt mér að fótboltanum,“ segir Sara sem ræðir við blaðamann stuttu áður en hún fer á æfingu með liðinu. Sara ákvað að framlengja ekki samning sinn við Svíþjóðarmeistar- ana Rosengård þegar samningur við félagið rann út árið 2016 og ákvað þess í stað að fara á nýjar slóðir til þýska stórliðsins. „Ég var komin í ákveðinn þæg- indaramma og ég vissi að ég þyrfti að takast á við áskorun. Stundum er nauðsynlegt að ýta sjálfum sér út í óþægindi vilji maður ná árangri. Ég vissi að ég vildi þroskast meira sem manneskja, læra nýtt tungumál og læra á nýja menningu. Ég sé ekki eftir þessari ákvörðun og hef lært mikið á þeim þremur árum sem ég hef verið hér. Það var mjög mikill gæðamunur á leik- mönnum og deildum í Þýskalandi og í Svíþjóð á þeim tímapunkti sem ég færði mig. Í Svíþjóð var meira um að vera, meira bæjarlíf. Hér er öðru- vísi hugarfar og lítill tími til þess að gera annað en að spila. Við æfum ótrúlega mikið,“ segir Sara um lífið í Þýskalandi. Erfitt verkefni Sara gerir upp uppvöxt sinn og fer- ilinn í nýrri bók, Óstöðvandi. Sögu hennar skráði Magnús Örn Helga- son knattspyrnuþjálfari og bókin er gefin út af Benedikt bókaútgáfu. „Ég var búin að hugsa lengi um það hvort ég ætti að ræða um reynslu mína. Ef til vill finnst einhverjum skrýtið að svo ung manneskja vilji segja sögu sína. En þrátt fyrir ungan aldur hef ég upplifað og gengið í gegnum mikið á ferlinum, sumt skrifaði ég niður og hugsaði þá með mér að kannski gæti ég hjálpað ein- hverjum með frásögn minni,“ segir Sara. „Mögulega einhverri sem langar til þess að verða atvinnu- kona í fótbolta. Þetta var miklu erfiðara en ég bjóst við. Ég var stundum andlega búin á því og áttaði mig ekki á því hversu djúpt ég þurfti að kafa í tilfinningar mínar og sjálfa mig. Þegar eitthvað slæmt gerist þá hef ég tilhneigingu til að setja tilfinn- ingar mínar til hliðar. Ég hugsaði stundum um hvort ég ætti ekki bara að hætta við. Stundum var þetta svo mikið af tilfinningum sem komu upp á meðan ég var að tala við Magnús að ég grét á eftir. Ég vissi samt að til þess að koma þeim boðskap sem ég vildi á framfæri þyrfti ég að vera hundrað prósent heiðarleg. Það eru kannski aðrir sem munu standa í sömu sporum og ég, ég trúi því að með því að vera opin og segja nákvæmlega frá geti það auðveldað öðrum að sjá hlutina skýrt og bregð- ast við þeim.“ Hafnfirðingur í húð og hár Sara er Hafnfirðingur, foreldrar hennar eru Guðrún Valdís Arnar- dóttir og Gunnar Svavarsson og hún á einn eldri bróður. Knatt- spyrnuferillinn hófst hjá Haukum, í Lækjarskóla og á Ásvöllum, og svo spilaði Sara gjarnan með strák- unum í frímínútum í skólanum. Faðir hennar horfði með henni á fótbolta og allt til unglingsára fór hún út á völl með honum að æfa sendingar og skot. Lífið hjá Söru snerist um fótbolta frá því hún Ég átti erfitt með að treysta „Mér tókst að breyta reiði í orku á fótboltavellinum og atvikið gerði mig líka að betri liðsfélaga,“ segir Sara. MYND/SIGURJÓN RAGNAR Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrir- liði íslenska landsliðsins, gerir upp uppvaxtarár sín í heimi knattspyrnu í nýrri bók. Hún þurfti að takast á við fleira en harða andstæðinga á vellinum. Átökin voru einnig innra með henni og við hennar eigin liðs- félaga sem dreifðu um hana grófum slúðursögum. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -3 F B 0 2 4 4 F -3 E 7 4 2 4 4 F -3 D 3 8 2 4 4 F -3 B F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.