Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 40

Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 40
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,, Jóladagatalið er litlir leiknir jólaþættir sem eru fjörlegir, hátíðlegir, fallegir, fræðandi, fyndnir, fordæmisgefandi og fjöl­ breyttir. Þeir eru teknir upp víðs­ vegar um í Reykjavík. Leikararnir Hildur Magnúsdóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Albert Halldórs­ son eru fólkið á bak við Jól í hjarta. „Miðborgin okkar er jólaleg, lif­ andi og skemmtileg í desember, og ætti engin fjölskylda að láta hana fram hjá sér fara á aðventunni. Markmið jóladagatals og aðventu­ stundar í Tjarnarbíói er að stuðla að ánægjulegri og jákvæðri sam­ veru fjölskyldunnar á aðventunni í Reykjavík. Jóladagatalið örvar einnig skapandi hugsun krakka við lausn mála og leggur áherslu á samkennd, umburðarlyndi, kær­ leika, gleði og þakklæti,“ segja þau. Jóladagatalið gefur einnig upp­ lýsingar um hvað sé hægt að gera jólalegt í Reykjavík í desember og krakkarnir geta einnig sent inn jólalegar sögur, myndir og mynd­ bönd sem munu kannski rata inn í þættina. En um hvað snýst jóladagatalið? „Jóladagatal Reykjavíkur fjallar um þrjá hressa krakka, sem eru að fíflast við að búa til jóladagatal og vilja virkja aðra krakka til að taka þátt í jóladagatalinu með þeim. Óvænt skilaboð berast 1. desem­ ber frá Jólaandanum sem kallar eftir hjálp. Jólaandinn er að tærast upp og týnast í jólaamstrinu og er hætt við að það verði engin jól í ár, engir jólasveinar, engin til­ hlökkun, ekkert gott í skóinn og ekki einu sinni snjór. Jólaandinn sendir jóladagatalinu og öllum krökkum á Íslandi vísbendingar um það hvar sé hægt að finna hann og verkefni úr öllum áttum fram að 24. desember,“ segja þau. Halldóra, Hildur og Albert segjast öll vera mikil jólabörn. „Ég elska jólin og byrja yfirleitt að hlakka til þeirra í júní. Það er kalt úti og maður kúrir undir teppi með sínum kærustu, horfir á jólamyndir og lendir í táslustríði. Mér finnst líka svo gaman að gefa jólagjafir. Ég elska líka hefðirnar og ég held að það sé vegna þess að þá er öll fjölskyldan saman. Já, og mandarínuilmurinn. Heitt kakó með miklu súkkulaði og pipar­ mintu er best á jólunum og jóla­ söngvar og ný náttföt og jólakort og ullarsokkar, ég get ekki hætt,“ segir Halldóra. Hildur segist alltaf hafa verið mjög upptekin við að koma öllum í jólaskap. „Þannig að ég kemst yfirleitt ekki í jólaskap fyrr en á Þorláksmessukvöld þegar við skreytum jólatréð. En þegar ég er komin í jólaskapið, þá verður ekki aftur snúið og ég borða á mig gat af því að mamma er svo góður kokkur. Ég horfi á allar helstu jólamyndirnar, spila mjög mikið og neita að fara úr náttfötunum og ullarsokkunum. Því það eru nú bara einu sinni jól,“ segir hún. Albert byrjar ekki að hlusta á jólalög fyrr en í desember. „Mér finnst frábært að hitta fjölskyld­ una mína og búa til laufabrauð. Mér finnst líka gaman að öllum litlu hefðunum sem hafa skapast hjá fjölskyldunni minni yfir jólin; allir að óska öllum gleðilegra jóla klukkan sex, kveikja á messunni og hlusta á hana með öðru eyranu, öll jólaboðin og sú ró sem skapast yfir hátíðarnar. Ég reyni að vera alltaf í fríi um jólin og reyni að slappa eins mikið af eins og ég get og hitti fjölskyldu og vini.“ Jólasmellurinn ,,Hvar eru jólin?” verður frumfluttur um helgina á www.visir.is. Fylgist með. Fallegt og fræðandi Jól í hjarta er jóladagatal á jolihjarta.is fyrir alla krakka og fjölskyldur þeirra. Það er í senn fjörlegt, hátíðlegt og fyndið og ýtir undir skapandi hugsun. Hildur Magnúsdóttir, Albert Halldórsson og Halldóra Rut Baldursdóttir eru fólkið sem stendur að jóladagatalinu Jól í hjarta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Miðborgin í aðdraganda jóla er heillandi staður. Jóla­ljósin lýsa upp strætin og búðargluggarnir fallega skreyttir skarta sínu fegursta. Það er hefð hjá mörgum að kíkja í bæinn á aðventunni og sjá jólaandann hellast yfir miðborgina, skella sér á skauta á Ingólfstorgi eða spóka sig á jólamarkaðnum í Hjartagarð­ inum. Jólamatseðlar veitingahús­ anna eru afar girnilegir sem áður og það er alltaf huggulegt að setjast inn á fallegt kaffihús og fá sér heitt kakó og með því. Svo er aldrei að vita nema maður rekist á jóla­ sveinana og Grýlu og Leppalúða en þau láta alla jafna sjá sig í bænum á þessum tíma árs. Leitin að jóla­ vættunum verður á sínum stað og börnunum finnst alltaf gaman að sjá þá sniglast um á ótrúlegustu stöðum. Jólakötturinn stendur svo auðvitað vaktina á Lækjartorgi og hugsar sér gott til glóðarinnar, en við höfum ekki miklar áhyggjur af því þar sem búðirnar eru fullar af fallegum jólafötum og gjöfum, allir geta fundið eitthvað fyrir sig og sína. Enginn fer í gin kisu þetta árið. Velkomin í bæinn. n 1. desember Kveikt á Óslóartrénu á Austurvelli. n 14.-23. desember Lengdur opnunartími verslana. Miðborgin okkar Miðborgin okkar er jólaleg, lifandi og skemmtileg í desem­ ber, og ætti engin fjöl­ skylda að láta hana fram hjá sér fara á aðvent­ unni. Hvenær hófuð þið starfsemi? Hvað hefur breyst í gegnum árin? „Aurum var stofnað 1999 og er því 20 ára í ár og hefur allan þann tíma verið með verslun í mið­ bænum. Okkur finnst gott að vera með verslun þar og er miðbærinn mun fjölbreyttari og líf legri nú en hann var okkar fyrstu ár í rekstri. Það hefur margt breyst hjá okkur, fyrirtækið hefur stækkað og er nú með viðskiptavini víða um heim.“ Hver er ykkar sérstaða? „Skartgripir unnir úr eðalmálm­ um og bronsi, við höfum í gegnum árin skapað okkur sérstöðu með vinnuaðferðum og hönnun sem margir þekkja núorðið. Við notum aðeins endurunnið hráefni í alla skartgripina sem er þá endurunn­ ið silfur og gull og okkar sérstöku umbúðir eru unnar úr mórberjatré sem þarf ekki að fella heldur er pappírinn unnin úr berkinum á trjánum. Þá erum við fjölskyldu­ rekið fyrirtæki og vinnum með viðskiptavinum okkar á persónu­ legum vettvangi.“ Í tilefni þessa stóra áfanga hann­ aði Guðbjörg sérstaka afmælislínu. Geturðu sagt nánar frá afmælis- skartgripalínunni? „Já, afmælislínan heitir Erika. Hún sýnir vel þróunina sem hefur verið á Aurum skartgripum í gegnum árin og hvernig áhug­ inn hefur aukist á að vinna með áferðir og liti. Hugmyndin er sótt í íslenskan gróður eins og fyrir 20 árum og er því áhugavert að sjá hvernig skartið hefur aðra nálgun nú en þá og sýnir vel hvernig skart­ ið hefur þróast á þessum árum. Ég hef gaman af því að skora á sjálfa mig og er ekki mikið fyrir að endurtaka mig. Hver skartgripa­ lína hefur sína sögu og allar hafa þær sínar tengingar, f lestar í nátt­ úruna. Það á að vera líf í skartgrip­ unum eins og í náttúrunni,“ segir Guðbjörg. Hvað felst í stækkuninni? „Við erum að breyta versluninni okkar í Bankastrætinu, stækka hana út í millirýmið sem er á milli Aurum skartgripabúðarinnar og hönnunarverslunarinnar Nielsen sérverzlun. Þetta verður upplif­ unarrými, grænt og fagurt.“ Ætlið þið ekki að halda upp á afmælið og nýju skartgripalínuna? „Jú, við verðum með afmælisboð í versluninni okkar 5. desember þar sem við fögnum þessum tímamótum. Og opnum inn í nýja rýmið með sýningu á 20 ára afmælislínunni, þar verða líka til sýnis eldri sýningarstykki sem sýna vel hvernig Aurum skartgrip­ ir hafa þróast í gegnum árin. Við ætlum einnig að vera með óvæntar uppákomur fyrir viðskiptavini okkar og munum auglýsa það á okkar samfélagsmiðlum þegar nær dregur,“ segir Karl, fullur eftir­ væntingar. Nú bjóðið þið upp á fimm ára ábyrgð, ekki satt? „Já, það er rétt, sú breyting var nýlega gerð að núna bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fimm ára ábyrgð á öllum okkar Aurum skartgripum og lífstíðarábyrgð á viðgerðum. Við viljum standa á bak við skartgripina okkar með þessum hætti og sýna að við trúum á okkar gæði. Annars má sjá nánar um þetta á heimasíðu okkar, aurum.is.“ Þið ætlið að gefa demantshring í tilefni 20 ára afmælisins, hvernig er hægt að eiga möguleika á að vinna hann? „Við ætlum að gefa demants­ hring sem við afhendum milli jóla og nýárs. Allir sem versla hjá okkur frá og með 1. desember og fram til jóla fara í pott sem verður dregið úr milli jóla og nýárs. Skiptir þá ekki máli hvort verslað er í versluninni okkar í Bankastræti eða í vefverslun okkar, aurum.is. Þess má geta að við sendum allar pantanir frítt heim að dyrum um land allt.“ Nú gerðuð þið nýverið samning við House of Fraser. Hvernig kom það til og hvað þýðir það fyrir Aurum? „Innkaupastjórar frá House of Fraser komu á sýningu til okkar í febrúar síðastliðnum, kynntu sig og sýndu því áhuga að fá Aurum skartið í sölu í þeirra verslunum. Tveimur mánuðum síðar vorum við búin að gera samning við þau um að selja í fimm verslunum hjá þeim. Stefnt er á að opna á tveimur öðrum stöðum í vor. Svo munum við hitta þau í kjölfarið til að leggtja línurnar fyrir aðrar opn­ anir. Þetta þýðir mikið fyrir Aurum sem brand, en það sem gerist einnig þegar merkinu þínu er stillt upp í jafn stórri verslun og House of Fraser er að vörumerkjavitundin (e. brand awareness) eykst og merkið verður mun sýnilegra.“ Gull og gersemar í tuttugu ár Skartgripaverslunin Aurum fagnar 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður efnt til hátíðarhalda í versluninni 5. desember ásamt útkomu glænýrrar afmælisskartgripalínu. Karl Jóhann Jóhannsson og Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir, eigendur Aurum. Afmælislínan, Erika, er meðal ann- ars innblásin af íslenskri náttúru. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RMIÐBORGIN OKKAR 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -8 4 D 0 2 4 4 F -8 3 9 4 2 4 4 F -8 2 5 8 2 4 4 F -8 1 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.