Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 41

Fréttablaðið - 23.11.2019, Side 41
Í Kokku er fjöl- breytt úrval af fallegum matarstellum og glösum frá þekktum og viðurkenndum framleið- endum. Kokka sérhæfir sig í fallegum gæðavörum fyrir heimili af öllum stærðum. Guðrún Jóhannesdóttir er ein staðfastra kaupmanna við Laugaveg en þar hefur hún rekið verslunina Kokku í tæp nítján ár ásamt fjölskyldu sinni. Eins og margir vita er Kokka sér- verslun með vandaðar og fallegar eldhúsvörur þar sem bæði hönnun og gagnsemi fara saman til að gleðja hug og hönd. Guðrún hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur við að gera nýja rýmið klárt. „Við erum að Kokkuvæða hornið á Frakka- stíg og Laugavegi, þar er flottasti jólaglugginn í Reykjavík að taka á sig mynd,“ segir hún og bætir við að Kokka muni í reynd tvöfaldast að stærð þegar breytingarnar verða komnar í gagnið. „Stærsta breytingin er auðvitað sú að það verður meira andrými í búðinni en verið hefur, einkum núna þegar jólaösin gengur í garð. Við erum með mikið af fjölbreyttum varningi og margir sem leggja leið sína til okkar í leit að jólagjöfum svo stækkunin verður kærkomin viðbót, gefur okkur færi á því að láta lofta betur um vörurnar okkar og viðskiptavinunum meira svig- rúm til að skoða.“ Hún nefnir sem dæmi elda- vélarnar frá ILVE sem eru til í ótrúlegu úrvali. „Það gefur augaleið að það þarf meira pláss þegar verið er að kynna svo stór tæki. Rauða eldavélin sem við settum út í glugga í jólaútstillingunni okkar hefur þegar vakið mikla athygli.“ Nýjustu fréttir frá ILVE eru að nú er hægt að panta draumalitinn sinn í Profess- ional Plus línunni. Í RAL litakerfinu er hægt að velja um 1.625 liti. Talandi um gluggann segir Guðrún að það muni miklu að hafa stærri glugga til að vinna fallegar og skemmtilegar útstill- ingar sem löngum hafa verið aðalsmerki Kokku. „Núna erum við með glugga alveg út á horn þannig að við getum betur sýnt fólki sem gengur fram hjá hvað er áhugavert innandyra, svona til að freista þeirra sem ganga fram hjá.“ Þegar inn er komið er hægt að eyða drjúgum tíma í að skoða úrvalið enda fæst í Kokku allt sem þarf til að elda og njóta matar. Allt frá eldavélum eins og áður segir niður í agnarsmáar skeiðar í saltið. Af þeim nýjungum sem hafa verið að bætast í vöruúrvalið er Guðrún hrifnust af Ankarsrum hrærivélun- um. Þær eru 1.500 vatta tryllitæki sem ráða við að hnoða allt að 5 kíló af súrdeigi í einu. „Ég er alltaf veik fyrir góðum græjum. Svo vorum við líka að taka inn nýjar pressu- könnur með betri filter en gengur og gerist. Gott kaffi er gulli betra þegar daginn fer að stytta.“ Guðrún segir að þegar verslunar- rýmið við hlið Kokku hafi losnað hafi fjölskyldan strax séð tækifæri í að stækka við verslunina. „Við höfum mikla trú á framtíð mið- bæjarins. Það er bæði gríðarlega mikil aukning í byggingu íbúða hér í miðbænum og íbúum hér að fjölga aftur. Svo finnum við einnig fyrir því að það er að aukast að fólk geri sér bæjarferð, fari kannski í Mathöllina á Hlemmi og fái sér eitthvað að borða, rölti svo upp og niður Laugaveginn. Ég finn fyrir þessu þegar ég er í búðinni um helgar, bæði vinahópar, fjöl- Stærri og enn betri Kokka Gestir Kokku eiga von á glaðningi á næstu dögum þegar stærra versl­ unarrými verður opnað til ánægju fyrir bæði gesti og gangandi. Guðrún Jóhannesdóttir hefur rekið verslunina Kokku í tæp nítján ár ásamt fjölskyldu sinni en Kokka hefur nýlega hafið sölu á gæðaeldavélum frá Ilve. Jólin eru að koma í Kokku og þar má finna góðar hugmyndir fyrir veisluna. Kokka er einnig með fallegar úrvalsvörur sem gera jólabaksturinn bæði ánægjulegri og bragðbetri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI skyldur og pör á röltinu að skoða í búðir, sýna sig og sjá aðra. Þetta er miðborgarstemming sem ég kannast við úr öðrum borgum og finnst hún í miklum vexti hér.“ Hún bendir enn fremur á jákvæða þróun í bílastæðamálum í mið- borginni en um 3.000 stæði eru í bílastæðahúsum frá Hlemmi og niður að Hörpu og verða yfir 4.000 þegar framkvæmdum við bíla- kjallara verður lokið á Hafnartorgi. „Það er alltaf gaman að labba upp og niður Laugaveginn, þar er hægt að samræma útivist og hreyfingu því að versla og skoða mannlífið sem er einmitt aðdráttarafl mið- bæja hvarvetna. Gangstéttirnar eru upphitaðar svo veður og færð þarf ekki að vera hindrun. Svo er lítið mál að stinga sér inn í búð eða á kaffihús eða veitingastað ef svo ber undir, hér eru fjölbreyttar verslanir þar sem hægt er að fá fallega íslenska og erlenda hönnun og fyrsta flokks afgreiðslu og persónulega þjónustu enda eru flestar verslanirnar á þessu svæði lítil fyrirtæki þar sem eigandinn stendur sjálfur bak við búðar- borðið og tekur á móti viðskipta- vinunum. Kokka er þar engin undantekning.“ Verslunin Kokka er bókstaf- lega á besta stað í miðbænum eða eins og Guðrún segir: „Miðja vegu milli Hlemms og Lækjartorgs og miðja vegu milli sjávar og Hall- grímskirkju. Kokka er nánast miðpunktur miðbæjarins,“ segir Guðrún hlæjandi. Hún segist finna að fólk sé almennt fyrr á ferð í jólagjafainn- kaupum í ár en undanfarin ár. „Haustið hefur verið gott hjá okkur og ég finn fyrir aukningu nú þegar í verslun, fólk er fyrr á ferðinni og er að dreifa innkaupunum meira. Fólk hefur líka heyrt af þessum stækkunarplönum okkar og kemur til að forvitnast. Enda gefur þessi stækkun okkur tækifæri til að auka vöruúrval og bæta við okkur nýjum merkjum sem hafa ekki verið fáanleg hérlendis.“ Hún segir dagana líða mjög hratt á aðventunni hjá þeim sem eru í verslunarrekstri í miðborg- inni fyrir jól. „Þetta er rosalega skemmtilegur tími, tími ljóss og kærleika. Mér finnst andrúms- loftið ekki stressað heldur finn ég að fólk leyfir sér að njóta, skoða hluti og spjalla við aðra. Við höfum lengi boðið upp á heimsendingu. Ef þig langar að kaupa eitthvað en nennir ekki að bera pokana, þá sér pósturinn um að koma vörunni til skila. Það munar miklu að þurfa ekki að bera stóra innkaupapoka heldur geta bara keypt jólagjöf, jafnvel þótt hún sé í þyngra lagi og haldið svo áfram að njóta lífsins á Laugaveginum. Svo er líka vefversl- unin okkar, kokka.is, fyrir þá sem komast ekki í bæinn af einhverjum ástæðum. Þar getur þú klárað inn- kaupin í sófanum heima.“ Og með þeim orðum er Guðrún farin að slá síðustu hamarshöggin í nýju og glæsilegu viðbótarversl- unarrými Kokku svo að hún geti tekið enn betur á móti gestum og gangandi á aðventunni. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 MIÐBORGIN OKKAR 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 4 F -7 6 0 0 2 4 4 F -7 4 C 4 2 4 4 F -7 3 8 8 2 4 4 F -7 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.