Fréttablaðið - 23.11.2019, Síða 101

Fréttablaðið - 23.11.2019, Síða 101
Lífið – Stórskemmtilegt drullu­mall! og á Eigin fótum hefur verið boðið að sýna á heims­ þingi Assitej í Japan á næsta ári. Assitej eru heimssamtök barna­ leikhúss og halda samtökin árlegt heimsþing sem er stærsta barna­ leikhúshátíð í heimi. Þangað koma áhorfendur og leikhúsfólk hvaðan­ æva úr heiminum til að sjá það besta hverju sinni í barnaleikhúsi. Alls komu 1.400 sýningar til greina og íslensku sýningunum er því sýndur mikill heiður. Í framhaldinu verður Lífið sýnt á Ricca Ricca hátíðinni á japönsku eyjunni Okinawa sem er tengd við heimsþingið. Fyrirhugað er að sýna á eigin fótum í Okinawa og Kýótó sem og Tókýó þar sem heimsþingið er. Lífið – Stórskemmtilegt drullu­ mall! er verðlaunaleikrit, samið og flutt af leikhópnum 10 fingur. Sýn­ ingin er án orða, dansar á mörkum leikhúss og myndlistar. Lífið fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins. Á eigin fótum er brúðusýning án orða með frumsaminni tónlist. Þar er fjallað um Ninnu, sex ára uppá­ tækjasama stelpu sem býr í Reykja­ vík á millistríðsárunum og er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Umhverfi Ninnu er töfrum gætt og öðlast hversdagslegir hlutir líf og nýtt hlutverk í sýningunni. – kb Lífið og Á eigin fótum á stærstu barnaleikhúshátíð í heimi Atriði úr Lífinu - Stórskemmtilegt drullumall. BÆKUR Fjötrar Sólveig Pálsdóttir Útgefandi: Salka Fjöldi síðna: 286 Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabóka­ f lóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpa­ sögurnar taka þar sitt pláss að venju . Fjöt rar ef t ir Sólveig u Pá l sdót t u r er me ð a l þ ei r r a en skáldsagan er sú f immt a úr smiðju Sól­ veigar og sjálf­ stætt framhald fyrri verka úr sama afmarkaða sagnaheiminum. Þegar kona á fertugsaldri finnst látin í fangelsinu á Hólmsheiði fara Guðgeir og félagar hans á stúfana. Í fyrstu er talið að konan hafi fyrir­ farið sér en þegar lögreglan fer að grafa dýpra í málið áttar Guðgeir sig á því að ekki er allt með felldu. Á sama tíma grátbiður ung samfélags­ miðlastjarna hann um að líta nánar á tuttugu ára gamalt mannshvarf. Þegar Guðgeir verður við beiðninni snýst samfélagsmiðlastjörnunni þó hugur og krefst þess að lögreglu­ maðurinn láti málið afskiptalaust. Guðgeir er óumdeilanlega sögu­ hetja Fjötra þrátt fyrir að aðrar per­ sónur séu þar einnig í forgrunni, líkt og lögreglukonan Guðrún sem hefur fengið sinn sess í fyrri verkum Sólveigar. Guðgeir býr yfir ýmsum eigin­ leikum sem hægt er að eigna erki­ týpu glæpasagnahetjunnar. Hann er með siðferðisáttavitann upp á tíu, kvikur og feikna snjall. Á sama tíma er illmennið, sem lesandi fær kynni af þegar líður á söguna, hold­ gervingur illskunnar. Það er heilmikið í gangi í Fjötrum og f létta verksins er spennandi þar til líða fer á lok verksins þegar lopinn er orðinn frekar teygður. Þá fer illmennið líka að færa sig upp á skaptið til að næla í athygli lesanda með alls konar viðbjóði. Smám saman verða tengsl persónanna svo ljós og sagan smellur saman þegar fortíðin fer að bíta í söguhetjurnar. Nokkuð er um vísanir í fyrri ævintýri Guðgeirs og félaga í Fjötr­ um þar sem gert er ráð fyrir að les­ andi þekki til þeirra. Það verður til þess að eyður myndast í söguþræð­ inum án þess að lesandi nái að lesa á milli línanna. Það er heldur ekki beint hægt að segja að sögulokin séu óvænt því flestir sem eru ekki að lesa sína fyrstu glæpasögu eru búnir að leggja saman tvo og tvo og átta sig á endalokunum áður en dregur til þeirra. Í heildina litið er Fjötrar ágætis glæpasaga, lesandinn finnur aðeins of mikið fyrir því hversu mörgum ævintýrum Guðgeir hefur lent í og endinn hefði mátt vinna betur. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Fínasta afþreying, spenn- andi flétta en með fyrirsjáanlegum endi. Spenna og illska ALLS KOMU 1.400 SÝNINGAR TIL GREINA OG ÍSLENSKU SÝNINGUNUM ER ÞVÍ SÝNDUR MIKILL HEIÐUR. Uppbygging í Úlfarsárdal Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt á íbúðarhúsalóðum í Úlfarsárdal. Byggingarréttur lóðanna er nú seldur á föstu verði að viðbættu gatnagerðargjaldi sem ákvarðast af flatarmáli byggingar, sem heimilt er samkvæmt deiliskipulagi, að reisa á viðkomandi lóð. Stórar einbýlishúsalóðir  Gerðarbrunnur 48 I Lóð er 550 m2 og heildarbyggingarmagn er 340 m2.  Gerðarbrunnur 52 I Lóð er 550 m2 og heildarbyggingarmagn er 340 m2.  Urðarbrunnur 3 I Lóð er 406 m22 og heildarbyggingarmagn er 290 m2.  Urðarbrunnur 5 I Lóð er 406 m2 og heildarbyggingarmagn er 290 m2.  Urðarbrunnur 20 I Lóð er 369 m2 og heildarbyggingarmagn er 290 m2.  Urðarbrunnur 21 I Lóð er 445 m2 og heildarbyggingarmagn er 350 m2.  Sifjarbrunnur 32 I Lóð er 341 m2 og heildarbyggingarmagn er 295 m2. Raðhúsalóðir við Leirtjörn  Silfratjörn 5-9 I Lóð er 727 m2 og heildarbyggingarmagn er 520 m2.  Silfratjörn 11-15 I Lóð er 663 m2 og heildarbyggingarmagn er 520 m2.  Silfratjörn 14-18 I Lóð er 753 m2 og heildarbyggingarmagn er 600 m2.  Jarpstjörn 16-20 I Lóð er 758 m2 og heildarbyggingarmagn er 600 m2.  Jarpstjörn 5-11 I Lóð er 970 m2 og heildarbyggingarmagn er 800 m2. Parhúsalóð við Friggjarbrunn  Friggjarbrunnur 31-33 I Lóð er 471 m2 og heildarbyggingarmagn er 364 m2. Nánari upplýsingar um verð, skilmála og fyrirkomulag sölu byggingarréttarins eru á vef Reykjavíkurborgar – www.reykjavik.is/lodir Íbúðarhúsalóðir á föstu verði M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 53L A U G A R D A G U R 2 3 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 3 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 4 F -3 5 D 0 2 4 4 F -3 4 9 4 2 4 4 F -3 3 5 8 2 4 4 F -3 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.