Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 4
SAMFÉLAG „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á ein- faldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvern- ig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýja- myndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frek- ar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og f ljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfanga- stöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað  hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir.   „Fyrir mér er Ísland veðurpara- dís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað Veður Hæg vestlæg eða breytileg átt, en 5-13 m/s á morgun. Slyddu- eða snjóél á vestanverðu landinu og á annesjum fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 62 Svartur föstudagur festir sig í sessi Íslenskar verslanir kepptust við að auglýsa tilboð í tilefni af svörtum föstudegi að erlendri fyrirmynd. Tilboðsspenntir Íslendingar tóku daginn snemma. Myndin var tekin rúmlega átta í gærmorgun þar sem viðskiptavinir ætluðu að gera góð kaup á sjónvörpum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Veðurfar hefur verið ástríða Muhammeds frá barnsaldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. ég að það væri samfélagslega mikil- vægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek mynd- bönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhuga- menn í mörgum löndum og mynd- bönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem bygg- ingarnar magna rokið. Ég fann það f ljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en áhrif á óbyggðir,“ segir Muhammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormelti- ferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skap- ast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“ bjornth@frettabladid.is Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair SLYS Á sjötta tug einstaklinga leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku Land- spítalans vegna hálkuslysa á rúmum sólarhring. Jón Magnús Kristjáns- son, forstöðumaður bráðamóttöku Landspítalans, segir að það sé mikill fjöldi miðað við aðra daga þar sem sambærilegar aðstæður skapast. „Þetta er óvenju há tala enda mynd- uðust þessar aðstæður mjög skyndi- lega. Það hefur því verið mikið álag á bráðamóttökuna undanfarinn sólarhring,“ segir Jón. Að hans sögn leituðu fimmtán manns sér aðstoðar frá kvöldmatar- leyti á fimmtudag til miðnættis og síðan fjörutíu aðrir einstaklingar frá miðnætti þar til síðdegis á föstudag. „Fólk hefur aðallega verið að slasa sig með því að renna til í hálkunni. Inni í þessum tölum eru einnig ein- staklingar sem slösuðust í nokkrum vægum umferðarslysum. Blessunar- lega hafa ekki orðið alvarleg umferð- arslys enn,“ segir Jón. – bþ Mikið um hálkuslys Jón Magnús Kristjánsson. FJÖLMIÐLAR Samstarfssamningur sá sem í gildi hefur verið undan- farin misseri um efnisaðgang vefs- ins  visir.is að efni Fréttablaðsins rennur út á morgun, 1. desember. Undanfarið hafa hafa lesendur vefs- ins visir.is haft aðgang að fréttum Fréttablaðsins og þá hefur blaðið sjálft verið aðgengilegt þar á PDF- sniði. Við lok samningsins nú verð- ur breyting á þessu og efnið verður ekki aðgengilegt annars staðar en á miðlum Fréttablaðsins, í blaðinu og á frettabladid.is. Fréttablaðið og Vísir aðskiljast STJÓRNSÝSLA Í drögum að nýju frumvarpi Áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur dómsmálaráðherra er lagt til að mannanafnanefnd verði lögð niður. Markmið laganna er að rýmka heimildir til skráninga nafna og kenninafna. Lagt er til að reglur um að eigin- nafn verði að geta tekið eignarfalls- endingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli verði afnumdar, sem og reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Nöfn skuli rituð með bókstöfum latneska staf- rófsins, þar með töldum viðurkennd- um sérstöfum. Heimilt verði að taka upp ættarnöfn en önnur kenninöfn verði í samræmi við íslenska hefð um ritun kenninafna. – bþ Umdeild nefnd verði lögð niður Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, dóms- málaráðherra. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 0 -E 9 3 4 2 4 6 0 -E 7 F 8 2 4 6 0 -E 6 B C 2 4 6 0 -E 5 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.