Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.11.2019, Blaðsíða 6
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona tilkynnti á þriðju- daginn að hún myndi leggja skóna á hilluna. Margrét Lára er markahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi. Hún skoraði þrennu eða meira í sjö landsleikjum og skoraði alls 79 mörk, það síðasta með lokaspyrnu sinni í lands- liðstreyjunni gegn Lettlandi á dögunum. Andrés Ingi Jónsson alþingismaður sagði sig úr þing- flokki VG á mið- vikudaginn. „Ég hef verið að melta þetta í nokkra daga. Og fara yfir síðustu tvö ár, hvernig samstarfið hefur verið innan þingflokksins og á milli samstarfsflokkanna,“ sagði Andrés við frettabladid.is. Elisabeth Roscher einn eigenda lögmanns- stofunnar Wikborg Rein leiðir rannsókn á umsvifum Samherja í Namibíu. „Okkar rannsókn þarf að geta staðist ítarlega skoðun í fram- tíðinni,“ sagði Elisabeth Roscher, við Fréttablaðið á miðvikudag. Hún vann hjá norska ríkissaksóknara- embættinu 2002 til 2011. Þrjú í fréttum Fótbolti, pólitík og mútumál 118 milljarðar króna bættust í eigna- safn Lífeyrissjóðs verzlunar- manna á fyrstu níu mánuðum þessa árs. 68 þúsund krónur verður lægsta far- gjaldið sem kínverska flugfélagið Juneyao Air býður milli Sjanghæ og Keflavíkur. 71,4% þeirra sem greiddu atkvæði felldu kjarasamning sem Blaðamanna- félag Íslands hafði gert við Samtök atvinnulífsins. 100 þúsund Kínverjar hafa heimsótt Ísland á síðastliðnum tólf mán- uðum sem er aukning um 14 prósent frá því í fyrra. 48,6% barna eru skráð í þjóðkirkjuna við fæðingu samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Árið 2003 var hlutfallið 83 prósent. TÖLUR VIKUNNAR 24.11.2019 TIL 30.11.2019 fiat.is UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 MILLJÓN KRÓNA AFSLÁTTUR FIAT TIPO STATION BLACK FRIDAY TILBOÐ AÐEINS 3 BÍLAR Í BOÐI Milljón króna afsláttur (30% afsláttur) á Fiat Tipo Station. 5 ára ábyrgð. TILBOÐSVERÐ: 2.290.000 KR. FULLT VERÐ: 3.290.000 KR. ÁRA5ÁBYRGÐ K JARAMÁL „Okkur er sagt upp á þeim forsendum að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair, stuttu seinna er tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Þetta er sárt,“ segir fyrrver- andi flugmaður hjá Icelandair. Fréttablaðið hitti flugmenn sem eru úr hópi þeirra 87 sem var sagt upp 25. september síðastliðinn. Þeir segja kergju í hópnum en að það myndi skaða atvinnumöguleika til frambúðar ef þeir stigju fram undir nafni, en fram kom í tilkynningu frá Icelandair á sínum tíma að vonast sé til að ráða þá sem flesta aftur næsta vor. „Við skildum það í sumar þegar við vorum færð niður í 50 prósent starf frá desember til apríl. Við erum tryggir starfsmenn og viljum ekki gera neitt annað,“ segir einn flug- mannanna. Frá því að þeim var sagt upp hafa þeir haft mikinn tíma til að velta stöðu sinni fyrir sér. „Í stað okkar er Icelandair að leigja full- mannaðar vélar að utan og er að fjár- festa í flugfélagi á Grænhöfðaeyjum.“ Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segist vilja sjá flugmennina aftur í fullu starfi en staðreyndin sé sú að forsendur hafi gjörbreyst. „Þegar Icelandair gekk frá því var gert ráð fyrir að MAX 8-vélarnar væru að komast í gagnið á fjórða ársfjórðungi. Það var gert ráð fyrir fimm nýjum vélum frá Boeing í vor sem koma ekki,“ segir Örnólfur. Varðandi samninginn um 50 pró- sent starf frá desember segir Örn- ólfur að honum hafi verið sagt upp samhliða. „Þegar Icelandair stendur frammi fyrir því að þurfa að segja upp miklu fleira fólki en gert var ráð fyrir þá var þeim samningi sagt upp með sama þriggja mánaða fyrirvar- anum.“ Umfangið sé mun minna en gert var ráð fyrir og þar af leiðandi sé minni þörf á mannskap. Það eigi eftir að koma í ljós hvernig umfangið verður næsta sumar. Alls eru 800 flugmenn í FÍA, þarf af eru rúmlega 450 starfandi hjá Icelandair. Örnólf- ur segir að í vetur séu 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair í sumar ekki með vinnu í vetur. Ekki hafa fengist viðbrögð frá Ice landair þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Í nýlegri tilkynningu frá félaginu segir að stefnt sé að því að taka MAX-þoturnar aftur í gagnið í mars á næsta ári. arib@frettabladid.is Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair voru kyrrsettar í mars á þessu ári. Stefnt er að því að þeim verði flogið á ný í mars á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það var gert ráð fyrir fimm nýjum vélum frá Boeing í vor sem koma ekki. Örnólfur Jónsson, formaður FÍA 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 0 -F C F 4 2 4 6 0 -F B B 8 2 4 6 0 -F A 7 C 2 4 6 0 -F 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.