Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 10
• Innréttingar frá JKE Danmörku • Boðið er upp á þrjár gerðir innréttinga • Innanhússhönnun M/STUDIO Reykjavík • Steinborðplötur • Bílskúrar fylgja ákveðnum íbúðum • Tvö baðherbergi • Þaksvalir/þakgarðar með einstöku útsýni • Lofthæð 280 cm • Gólfsíðir VELFAC-gluggar • Miele-tæki • Free@home • Lokaður og skjólgóður garður • Bílastæði í bílakjallara • Hægt er að kaupa ákveðnar íbúðir tilbúnar til innréttingar • Rafmagn í gluggatjöldum • Myndavélardyrasími sem tengist við snjallsíma • Álklætt og einangrað að utan • Aukin hljóðvist • Rafmagnshönnun og innfelld lýsing hússins hönnuð af Lúmex • Allar íbúðir með LED-lýsingu • Rafbílaheimtaug í bílakjallara 1 0 2 H L Í Ð A R E N D I Einstök hönnun í hjarta Reykjavíkur Skráið ykkur í forsölu á www.102hlidarendi.is A R N A R H L Í Ð 2 Glæsilegar og mjög vel staðsettar íbúðir í byggingu við Arnarhlíð 2 í nýju póstnúmeri, 102, við rætur Öskjuhlíðar. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara, lokaður og mjög skjólgóður garður ásamt þaksvölum með stórbrotnu útsýni. Lokið verður við að steypa upp allt húsið í desember 2019. Íbúðirnar eru 2-4 herbergja, á bilinu 74 – 204 fermetrar. FORSALA SVEITARSTJÓRNIR Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra f lokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhús- næði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekju- viðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorp- hirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvar- inu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstak- lega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðf lokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknar- flokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í f leiri sveitarfélög- um, svo sem Akureyrarbæ, Reykja- nesbæ og Árborg. – khg Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 REYKJAVÍK „Maður getur tekið við ýmsu í pólitík en það er ekki hægt að láta það yfir sig ganga að verið sé að rýra mannorð manns fyrir framan alla og koma fram með ósannindi,“ segir Aron Leví Beck, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna Vigdísi Hauksdóttur, odd- vita Miðf lokksins í Reykjavík, fyrir meiðyrði vegna ummæla sem hún lét falla um Aron Leví á fundi borgarstjórnar 19. nóvember síðast- liðinn. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær sendi lögmaður Arons Leví bréf á Vigdísi í síðustu viku þar sem henni var gefinn frestur á að biðjast afsökunar og koma með yfirlýsingu um bætta hegðun. Vigdís ætlar ekki að verða við því. „See you in court! Þetta er þannig mál,“ segir Vigdís. Hann segist ekki ætla að taka ummælum hennar þegjandi, en vilji frekar gera það í gegnum lögmann og dómstóla en með upphrópunum. „Ég get ekki verið að leggjast niður á hennar plan. Ég er ekki á leiðinni með hnúajárn í einhvern drullupoll með Vigdísi í einhverju svona dóti. Það er vonlaust að leggjast svona lágt.“ Aron Leví þvertekur fyrir að hafa staðið í þeirri spillingu sem Vigdís sakar hann um í kringum fyrir- hugað verkefni ALDIN Biodome við Stekkjarbakka. Sem nemandi í skipulagsfræðum tók hann þátt í rannsókn á nýtingarmöguleikum affallsvatns úr Laugardalslaug við verkefnið. Vill Vigdís meina að hann vinni að því að koma því í gegnum kerfið, til þess sé hann í stjórnmálum. Aron segir að hann hafi alltaf vikið af fundum þegar málið var til umfjöllunar einmitt til að koma í veg fyrir tortryggni. „Hvar á að draga línuna? Eru bara engar línur í pólitík?“ spyr Aron Leví. „Hún er að draga mína persónu þarna inn án þess að hafa nokkuð fyrir sér. Hún er á atkvæða- veiðum, er að sækja í fólk sem er reitt út í kerfið, það er bara popúl- ismi.“ Telur hann að Vigdís sé með sig á heilanum, en hún hefur endurtekið málflutning sinn í útvarpsviðtölum á Útvarpi Sögu og á Bylgjunni. „Henni er skítsama um borgarbúa. Hún vill bara pönkast í stjórn- sýslunni. Hún var með Dag B. Egg- ertsson á heilanum og núna er hún komin með mig á heilann. Einhvers staðar hljóta að vera einhver mörk á vitleysunni.“ arib@frettabladid.is Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið. Lögmaður Arons Levís sendi kröfubréf á Vigdísi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -2 4 7 4 2 4 6 1 -2 3 3 8 2 4 6 1 -2 1 F C 2 4 6 1 -2 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.