Fréttablaðið - 30.11.2019, Side 18
Flugmennirnir áttuðu
sig þegar þeir voru komnir
inn yfir austurströnd
Kanada að þeir myndu ekki
geta lent á áfangastað í
Mexíkó vegna eldgoss þar í
landi.
Endilega sendið okkur ölda
á netfangið msh@msh.is
„Frá draumi til afreks“
Guðmundur Þórður Guðmundsson,
landsliðsþjálfari, heldur fyrirlestur kl 19:00.
hittingur
Í Bæjarbíói
Mánudaginn
2.12.19
KL. 18:30
MARKAÐSSTOFU HAFNARFJARÐAR
Léttar veitingar og drykkir
í Mathiesen stofunni í boði MSH.
Fyrirtæki og einyrkjar í Hafnarfirði
og nágrenni sérstaklega velkomnir.
Sýning Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni,
Vatnið í náttúru Íslands, verður eins árs sunnudaginn 1. desember.
Í tilefni afmælisins verður mikið um að vera á sýningunni.
Stjörnuver
Fyrsta hæð — Kl. 13:30 – 14:00
Ný stuttmynd frá BBC um hringrás vatns
frumsýnd en einnig býðst gestum að sjá
norðurljósamyndina sem þar er í sýningu.
Vísindasmiðja Háskóla Íslands
Önnur hæð — Kl. 14:00 – 16:00
Vísindamenn frá Háskóla Íslands ásamt Sævari Helga
Bragasyni, Stjörnu-Sævari, sýna og kynna undraverða
eiginleika vatns með tilraunum sem gestir fá að taka þátt í.
Aðgangur ókeypis.
Hlökkum til að sjá ykkur í Perlunni!
VATNIÐ Í NÁTTÚRU ÍSLANDS
1 ÁRS!
SAMFÉLAG Skoski leikarinn Rory
McCann, sem er best þekktur fyrir
hlutverk sitt sem „Hundurinn“,
Sandor Clegane, í þáttunum um
Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi
og stal sér til matar. McCann var
nýlega í viðtali í tengslum við þætt-
ina og ræddi þar veru sína hér.
„Ég bjó í tjaldi, bókstaf lega í
tjaldi, og stal mér til matar endrum
og sinnum,“ sagði McCann í þætt-
inum Game of Thrones Reunion
Special, þar sem margir leikarar
úr þáttaröðinni vinsælu voru í við-
tali hjá spjallþáttarstjórnandanum
Conan O’Brian.
Þetta var árið 2006, en McCann
kom þá um haustið, ásamt stór-
leikaranum Gerard Butler, til að
vera viðstaddur frumsýningu á
kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu.
McCann lék lítið hlutverk í þeirri
mynd og var ekki stórt nafn í
skemmtanabransanum yfir höfuð.
Flæktist hann um heiminn og tók
að sér hlutverk hér og þar.
Hann frestaði heimferð í sífellu og
ákvað loksins að setjast hér að. „Ég
fékk engin hlutverk á þessum tíma
þannig að ég bað umboðsmann
minn að hringja ef eitthvað myndi
gerast, en það gerðist ekkert þann-
ig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann
kunni vel við land, þjóð, rokið og
rigninguna. Hentaði það grófum
persónuleika hans einkar vel. End-
aði hann á að búa hérna í tæpt ár
en var atvinnulaus og blásnauður.
Hann missti loks húsnæðið.
„Það var að koma vetur og heima-
menn sögðu mér að ég væri sá eini á
allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir
hjálpuðu mér svo að finna annað
húsnæði og ég fékk vinnu sem
smiður,“ sagði McCann.
„Að lokum fékk ég aftur vinnu
sem leikari og náði að koma mér
aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt
í einu er verið að keyra mig um í
drossíu og ég kominn í bestu þátta-
röð heims. Þetta sýnir hvernig
örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“
Eins og f lestir vita voru mörg
atriði þáttanna tekin upp á Íslandi,
á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við
Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru
og víðar. „Ég náði að fara aftur til
Íslands og borga bókasafnsskuld-
irnar mínar.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Hírðist í tjaldi
á Íslandi og
hnuplaði mat
Áður en leikarinn Rory McCann sló í gegn í þáttun-
um um Krúnuleikana, bjó hann í tjaldi á Íslandi og
stal sér til matar. Hann safnaði bókasafnsskuldum
sem hann borgaði til baka mörgum árum síðar
McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Það var að koma
vetur og heima-
menn sögðu mér að ég væri
sá eini á allri eyjunni sem
byggi í tjaldi.
Rory McCann leikari
AMSTERDAM Farþegar á leið með
f lugfélaginu KLM frá Amsterdam
til Mexíkó síðastliðinn fimmtudag
lentu aftur á nákvæmlega sama stað
eftir ellefu klukkustunda flug yfir
Atlantshafið og til baka.
Þetta kom fram á vef Business
Insider sem segir f lugmennina
hafa áttað sig á því er þeir voru
komnir inn yfir austurströnd Kan-
ada að þeir myndu ekki geta lent á
fyrirhuguðum áfangastað í Mexíkó
vegna eldgoss þar í landi.
Vegna vegabréfsmála hafi ekki
komið til greina að lenda með far-
þegana vestan hafs og því varð úr
að snúið var aftur til Amsterdam.
Flækjustigið hafi ekki minnkað
vegna talsverðs fjölda hrossa, sem
auk farangurs farþega, voru í far-
angursrýminu. – gar
Hringsóluðu í ellefu tíma
með hross í farangrinum
3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
0
-E
4
4
4
2
4
6
0
-E
3
0
8
2
4
6
0
-E
1
C
C
2
4
6
0
-E
0
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K