Fréttablaðið - 30.11.2019, Side 22

Fréttablaðið - 30.11.2019, Side 22
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Fáránleiki núverandi regluverks hefur kristallast í máli í kringum innflutning, viðskipta- hindranir og tolla á túlípönum. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS TARTALETTUR Íslenskar hátíðar ................................................ Með atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði bönn-uðu nemendur Háskólans í Oxford lófatak. Í stað þess að gestir klappi á samkomum skólans er þess nú óskað að þeir hefji hendur til himins og hristi þær til, en slíkt látbragð er gjarnan kallað „djass-hendur“. Tilgangur bannsins er að forðast það að hávaðinn sem myndast þegar lófum er klappað saman valdi viðkvæmum kvíða. Orðið „snjókorn“ hefur öðlast nýja merkingu í seinni tíð. Er það gjarnan notað niðrandi um ungt fólk sem sumum þykir sjálfhverft, viðkvæmt og móðgunar- gjarnt. Hugmyndin er ekki gripin úr lausu lofti. Bresk rannsókn leiddi í ljós að í níutíu prósentum breskra háskóla hefði stúdentaráðum tekist að hefta tjáningar- frelsið með því að banna ákveðna fyrirlesara, sérstaka hegðun, klúbba, popplög, brandara og athugasemdir svo að engum þurfti að líða illa, utangátta eða heyra eitthvað ljótt. „Verndarsvæði“ hafa sprottið upp innan háskóla þar sem boðið er upp á róandi tónlist, faðm- lög, litabækur, leir og myndbönd af hvolpum. Það er þó ekki aðeins unga fólkið sem leitast við að vopnvæða eigin viðkvæmni í baráttunni um að ná sínu fram. Nýverið komst upp um mútugreiðslur sjávarút- vegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Þótti ýmsum afhjúpunin ósvífnari en glæpurinn. Til að vernda fórnarlömb umræðunnar kröfðust stórlaxar landsins, allt frá sægreifum til ráðherra, þess að aðgát yrði höfð í nærveru sálar. „Þessir menn eiga börn,“ sagði Gunn- ar Bragi Sveins son. „Árásir á starfsmenn Samherja,“ sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. „Við eigum ekki að vera að hlusta á neikvæðar fréttir um félagið,“ sagði nýr forstjóri Samherja. Sjávarútvegsráðherra hringdi í gamla forstjórann til að spyrjast fyrir um hvernig honum liði. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, mætti í Silfur Egils með móðgunargirni sem framlag sitt til rökræðna um málið. Bjarni Benedikts- son strunsaði sár út úr þingsal þegar málið var rætt á Alþingi – hugmynd sem hann kann að hafa fengið frá hinum virta háskóla University College London sem tilkynnti nýverið um að nemendum í námskeiðinu „fornleifafræði styrjalda“ sé nú frjálst að ganga út úr tíma valdi námsefnið þeim uppnámi. Úthverfi sálarinnar Ekki eru allir á eitt sáttir við mátt móðgunargirninnar. „Við megum ekki leyfa háskólum að breytast í einhæft, bragðdauft úthverfi sálarinnar þar sem það eina sem er á matseðlinum er andlegur hafragrautur,“ sagði heiðursrektor Oxford háskóla um ritskoðunartilburði innan skólans. Snjókorn í íslenskri valdastétt krefjast „verndar- svæðis“. Hvort sem er á götum Garðabæjar eða sölum Alþingis telja þau sig hafa rétt á að heyra ekkert ljótt. Afnemum RÚV, tökum Helga Seljan af dagskrá, setjum lögbann á Stundina, stöðvum styrki til fjölmiðla uns ekkert er eftir nema veðurfréttir, Mogginn og blað Sjálfstæðiskvenna. Því það er heilagur réttur ríkustu manna landsins að sjá sveltandi börn í Afríku aðeins á sparibaukum Hjálparstofnunar kirkjunnar er þeir tæma vasana af klinki en ekki í Sjónvarpsfréttum yfir kvöldmatnum eða í eigin martröðum. Það er réttur þeirra að fá skjól gegn orðum sem misbjóða; vinalán, veiðigjöld, skattaskjól, auðlindaákvæði. Því þeir eru fórnarlömb; fórnarlömb eigin ágætis, eigin yfirburða. Það er ekki þeim að kenna að þeir fæddust hvorki í Namibíu né Efra-Breiðholti. Þeir skulu faðmaðir, hylltir – ekki með lófataki sem styggt gæti viðkvæma lund heldur með „djass-höndum“ – því það sem við hin í einfeldni okkar skiljum ekki er að ef þeir væru ekki til staðar til að mylja ofan í okkur brauðmola, hvar myndum við þá fá brauðmola? Það er því öllum fyrir bestu að við hreiðrum um okkur í hlýju úthverfi sálarinnar, litum, leirum, föðmumst og horfum á hvolpamyndbönd. Má bjóða þér hafragraut? Næst verða sagðar veðurfréttir. Verndarsvæði fyrir valdafólk Fréttablaðið hefur flutt fréttir á síðustu mán-uðum af vonlítilli baráttu blómabúða í landinu gegn gríðarháum blómatollum. Alls skoruðu 25 blómabúðir meðal annars á stjórnvöld að lækka blómatolla. Fáránleiki núverandi regluverks hefur kristallast í máli í kringum innflutning, viðskipta- hindranir og tolla á túlípönum. Á árunum 2016 og 2017 var hrint í framkvæmd áformum um niðurfellingu tolla á öllum vörum nema matvörum. Tollar á blóm urðu af einhverjum ástæðum eftir, þótt blóm verði seint flokkuð sem matvara. Ofur- tollar liggja í annars vegar 30 prósenta verðtolli og hins vegar 95 króna stykkjatolli sem leggst á hvern afskorinn túlípana. Tíu túlípana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að inn- kaupsverðið þrefaldast hér um bil. Búnt af innfluttum túlípönum kostar nú 3.000 krónur út úr búð, saman- borið við um 1.000 krónur í öðrum norrænum löndum. Innlend framleiðsla á afskornum blómum annar ekki eftirspurn. Því gefa íslenskir kommissarar náðarsam- legast heimildir tvisvar á ári til innflutnings tollkvóta á lægri tollum. En það hefur ekki dugað til. Kerfið sem hefur verið komið á til að meta hvort skortur sé á vörum, þannig að lækka megi tolla á þeim, er einkennilegt. Opinber nefnd spyr innlenda fram- leiðendur og dreifingaraðila hvort þeir eigi eitthvað til af vörunni. Svör þeirra eru tekin góð og gild. Svo virðist sem ekki sé farið til dæmis í verslanir og kannað hvað sé til af vörunni og á hvaða verði. Óralangt er á milli nýlegrar niðurstöðu opinberu kommissaranna, að ekki sé skortur á túlípönum, og þess veruleika sem allir neyt- endur sjá í búðunum. Ýmsum kann að finnast þetta blómatollamál ómerki- legt. Eru blóm ekki óttalegur óþarfi og lúxus? Hömlur og skattar geta raunar gert tilteknar vörur að lúxus. Á Norðurlöndum eru blóm ekki talin munaðarvara. Fólk grípur með sér búnt úr búðinni án mikillar umhugsunar til að gleðja einhvern nákominn eða prýða heimilið. En hér virðist sú skoðun samt eiga einhverju fylgi að fagna að blóm eigi að selja í svipuðu viðskiptaumhverfi og ávexti þegar þeir fengust bara fyrir jólin. Svo má spyrja hvern sé verið að vernda með tollunum. Íslenskir túlípanar fást í um 4-5 mánuði á ári. Er ekki hægt að hafa innflutning frjálsan afganginn af árinu? Í grunninn lýtur þetta mál að sjálfsagðri neytenda- vernd og sanngjörnum kröfum gegn bjánalegum við- skiptahindrunum. Það er hvorki vit né sanngirni í því að láta íslenska neytendur borga þrisvar sinnum meira fyrir einhverja vöru en tíðkast í nágrannalöndunum. Hvar eru nú stjórnmálamennirnir sem kjörnir eru til að gæta hagsmuna almennings en ekki til að fórna þeim í hendur kommissara? Eigum við virkilega að trúa því að þingmenn og ráðherrar telji hag almennings best borgið með þessu móti? Koma svo! Ofurtollaðir túlípanar 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 0 -D F 5 4 2 4 6 0 -D E 1 8 2 4 6 0 -D C D C 2 4 6 0 -D B A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.