Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 36
Skautahöllin á Akureyri var eins og mitt annað heimili frá því ég var lítil stúlka, að skauta var það sem líf mitt snerist um,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir. Emilía er fædd og uppalin á Akur- eyri en býr nú í Reykjavík og starfar sem skautaþjálfari og stundar nám í lífefna- og sameindalíffræði við Háskóla Íslands. Hún f lutti til Reykjavíkur á síð- asta ári eftir að hafa reynt að sporna við kynferðislegri áreitni þjálfara síns hjá Skautafélagi Akureyrar og finnst erfitt að heimsækja heimabæ sinn. Hún fékk ekki stuðning frá skautafélaginu sem sendi frá sér yfirlýsingu sem er birt hér með við- tali við Emilíu. Í yfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við þjálfarann. Mikil harka í skautaheiminum „Það er mikil harka í skautaheim- inum, óhefðbundnar og harkalegar þjálfunaraðferðir hafa viðgengist við þjálfun barna og ungmenna. Ekki bara hér á Íslandi, heldur alls staðar í heiminum,“ segir Emilía. „Kannski er það þess vegna sem áreitnin var ekki tekin alvarlega, en ég veit að þetta var rangt og ég vil segja frá því sem gerðist. Ég og fjölskylda mín getum ekki lengur borið þetta ein, þetta hefur verið ofsalega erfitt. Fólk þarf að vita allan sannleik- ann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna. Það sé ég sem sé svo erfið, geðveik eða með hegðunarvanda- mál. Um tíma trúði ég því jafnvel að ég hefði átt þetta skilið. Ég hef hins vegar verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreitu og vanlíðunar og þar hef ég fengið stuðning og styrk til að segja frá. Því að það sem gerðist. Það gerðist, það er ekki hægt að draga það í efa,“ segir Emilía og fer ítarlega yfir samskipti þjálfarans við sig. „Hann er búlgarskur en kom hingað frá Hollandi og kom fyrst sem gestaþjálfari í lok árs 2016. Hann kom vel fyrir og var hress og jákvæður. Það hafði verið erfitt andrúmsloft í Skautafélagi Akur- eyrar um tíma og því tóku honum allir fagnandi í fyrstu. Ég var meidd á þessum tíma og skautaði lítið, fylgdist með og reyndi að jafna mig. Sumarið 2017 voru æfingabúðir í Svíþjóð. Mamma var að fara með tveimur yngri systrum mínum sem voru líka að skauta hjá félaginu og ég ákvað að fara með þótt það væru litlar líkur á því að ég gæti tekið fullan þátt. Ég tók að mér að aðstoða í æfingabúðunum. Það var þá sem hann byrjaði óviðeigandi samskipti við mig. Þetta byrjaði á saklausan hátt, hann sendi mér skilaboð á Face- book og byrjaði oft spjallið á því að tala um æfingaprógrammið en svo færði hann sig yfir í að bjóða mér út. Hann byrjaði að hringja í mig líka og fljótlega vatt þetta upp á sig og hann fór að senda mér skilaboð á öllum tíma sólarhringsins. Mér fannst óþægilegt hvernig hann talaði við mig og athugasemdir um líkama minn og fegurð vöktu með mér ótta og óþægindatilfinningu.“ Vildi fara á afvikinn stað Þegar heim var komið hélt áreitnin áfram. Hann bauð henni í bíó og í göngutúra. Vildi fá hana í heim- sóknir heim til sín og lagði til að þau færu út að borða á afviknum stað fyrir utan bæjarmörkin þar sem þau gætu fengið frið. Hann gaf henni konfekt í hjartalaga öskju, skartgripi, ilmvatn og f leiri gjafir í hennar óþökk og Emilía leitaði til foreldra sinna eftir aðstoð. „Við vissum ekki hvað við áttum að gera. Fjölskylda mín hafði hingað til reynst honum vel. Aðstoðað hann við að laga sig að lífi í nýju landi. Lánuðu honum hjól og hjálp- uðu honum að kaupa nýjan bíl. Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjör- lega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálf- ara síns fyrir um ári en uppskar andúð. „Fólk þarf a ðvita allan sannleikann en því miður hafa öll viðbrögð félagsins verið á þá leið að það sem gerðist sé einhvern veginn mér að kenna,“ segir Emilía um upplifun sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Þegar hann fór svona yfir strikið gagnvart mér fylltust þau vanlíðan og reyndu að tala við hann. Þegar hann bauð mér í bíó þá fannst mér erfitt að segja nei og því komu mamma og systir mín með til að verja mig. Ég vildi ekki fara neitt með honum og ég vissi að ég væri í ömurlegri stöðu. Ég veit ekki hvort annað fólk áttar sig á því að þegar þú ert iðkandi í skautafélagi er þetta hrikaleg staða að vera í. Ég vissi að þetta myndi enda illa. Mamma spurði hann hvort hann vildi ekki frekar reyna að kynnast fólki á hans aldri. Hann var 31 árs og ég sautján ára að verða átján. En hann lét ekki segjast fyrr en að þremur mánuðum liðnum. Þá hafði ég neitað honum mjög oft og foreldrar mínir voru búnir að tala nokkrum sinnum við hann um að virða mörk mín. Þegar ég hafði með mjög ákveðnum hætti sagt honum að ég vildi ekki vera í sambandi með honum eða að hann væri að gefa mér gjafir og senda mér skila- boð, þá loksins hætti hann. En þá snerist hann gegn mér og hefndi sín. Ég vissi í raun alltaf að það myndi gerast,“ segir Emilía. Snerist gegn henni „Ég var byrjuð að skauta aftur eftir langvarandi meiðsli og stefndi á að keppa á móti í Ríga í Lettlandi í byrjun nóvember. Framkoma hans var skelfileg. Hann sagði mér að ég væri vonlaus, það væri ömurlega leiðinlegt fyrir hann að horfa upp á hvað ég væri léleg. Hann hefði engan áhuga á því að þjálfa mig eða hafa nokkuð með mig að gera. Ég reyndi bara að forðast hann eins og ég gat. Ég gætti þess að hann næði ekki augnsambandi við mig og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Framhald á síðu 36 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -0 1 E 4 2 4 6 1 -0 0 A 8 2 4 6 0 -F F 6 C 2 4 6 0 -F E 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.