Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 40
Ég hugsaði um atvik þar sem ég hafði reiðst eða verið óþolinmóð og hugsaði um hvort það gætu verið atvik sem hefðu leitt til þess að fólk hefði misst alla trú á mér. En sálfræðingar og fagaðilar sem aðstoða mig voru fljótir að leiðrétta þessa hugsun. Ábyrgðin er hinna fullorðnu. Þetta er aldrei í lagi. Áreitnin var ekki í lagi. Harkan var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjör- lega,“ segir Emilía sem segir frá því að í nokkurn tíma hafi hún viljað fá afsökunarbeiðni og stuðning frá öðrum félögum á borð við ÍSÍ og ÍSS. Engar sannanir eða merki Þjálfarinn er farinn frá Íslandi og Emilía telur að þess vegna vilji félögin enn síður leiðrétta það sem liðið er. Í yfirlýsingu Skautafélags Akureyrar sem var birt á heimasíðu félagsins en hefur nú verið fjarlægð, segir að í ljósi ásakana á þjálfara og stjórn LSA vildi félagið koma eftir- farandi á framfæri: „Skautafélagið vann málið með fagaðilum innan íþróttahreyfingarinnar en engar sannanir né merki voru um að þjálfari listskautadeildarinnar hafi brotið siðareglur eða mismunað iðkendum.“ Þá kom einnig fram að SA teldi málinu lokið af sinni hálfu og myndi ekki tjá sig frekar um málið. „Þau sögðu í þessari yfirlýs- ingu að þetta hefði verið unnið með fagaðilum en það talaði enginn við mig né foreldra mína,“ segir Emilía. Fyrir rúmu ári leitaði Emilía fyrst til Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands eftir aðstoð. Rit- stjórn Fréttablaðsins hefur undir höndum bréf hennar til formanns ÍSÍ, þar sem hún reynir af fremsta megni að lýsa aðstæðum og fram- komu við sig. „Ábyrgðin er hinna fullorðnu. Þetta er aldrei í lagi. Áreitnin var ekki í lagi. Harkan var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega,“ segir Emilía. Framhald af síðu 36 „Ég leitaði til ÍSÍ vegna þess að það var útilokað og fullreynt að fá aðstoð frá Skautafélagi Akureyrar. Ef þau hefðu staðið með mér þá hefði ég kannski getað jafnað mig á áreitninni. Ég hefði ekki þurft að f lytja suður, yfirgefa vini mína og fara úr skóla. Auðvitað var það mín ákvörðun að flytja suður en ef ég vildi halda áfram að skauta þá þurfti ég að flytja.“ Emilía þurfti að ganga á eftir við- brögðum við bréfinu. Á endanum fékk hún símtal við formanninn. „Hún spurði mig hvaða af leið- ingar þetta hefði haft fyrir mig. Ég svaraði henni og sagði henni að ég væri að glíma við mikla vanlíðan og kvíða, gæti stundum ekki sofið, fengi martraðir og forðaðist að fara í Skautahöllina á Akureyri. Hún sagði að það væri bara flott hjá mér að forðast aðstæður sem myndu valda mér vanlíðan. Ég sagði henni að ég þyrfti nú samt stundum að fara í Skautahöllina á mót og þá fyndist mér sérstaklega erfitt að mæta fólki og foreldrum sem trúa enn þjálfaranum sem áreitti mig. Þá ráðlagði hún mér að vera kurteis og sagði við mig: Þú átt að vera stærri manneskjan. Og vegna martrað- anna þá ráðlagði hún mér einfald- lega að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Mér sárnaði þetta. En hún sagðist myndu skoða þetta og hafa sam- band við formann SA fyrir norðan. Tveimur vikum síðar hafði ég ekki heyrt frá henni og hringdi til baka. Hún svaraði nefnilega aldrei tölvu- póstum frá mér. En þegar ég náði loks sambandi við hana var fátt um svör, hún sagði mér að það væri lítið hægt að gera. Ég hefði átt að hringja sjálf í barna- vernd og lögreglu þegar þetta kom upp á sínum tíma. Ég hváði? Ha? Átti ég ekki að tala við mitt eigið félag vegna kynferðislegrar áreitni? Átti ég að tilkynna það til lögreglu? Ég hafði aldrei heyrt um það áður. Hann beitti mig ekki kynferðislegu of beldi. Hann áreitti mig. Ég og foreldrar mínir vorum nokkuð viss um að slíkt félli undir félagið en ekki lög- reglu og við fengum það staðfest. Frænka mín er rannsóknarlögreglu- maður og varð mjög hissa þegar við sögðum henni frá þessu. Hún sagði að auðvitað væri hægt að bóka hjá lögreglu slíka áreitni, en það væri ekki lögreglumál.“ Emilía segist enn ekki hafa fengið leiðréttingu eða svör frá Skauta- félagi Akureyrar og engan stuðning frá ÍSÍ eða ÍSS, sem er Skautasam- band Íslands. „Þau hjá Skautasam- ÞAU SÖGÐU Í ÞESSARI YFIRLÝSINGU AÐ ÞETTA HEFÐI VERIÐ UNNIÐ MEÐ FAGAÐILUM EN ÞAÐ TAL AÐI ENGINN VIÐ MIG NÉ FORELDRA MÍNA Ein skilaboða af fjölmörgum sem þjálfarinn sendi Emilíu. Og yfirlýsingin sem félagið setti á heimasíðu sína. bandi Íslands segja mér að það sé bara undir Skautafélagi Akureyrar komið hvort þau biðji mig afsökun- ar og viðurkenni mistök. Ef ég hefði fengið stuðning þá þyrfti ég ekki að burðast með alla þessa vanlíðan og kvíða. Ég sit hins vegar uppi með skömmina og nú get ég það ekki lengur. Ég vil bara að fólk viti mína hlið málsins.“ Ritstjórn Fréttablaðsins hafði samband við Maríu Indriðadóttur, formann Listhlaupadeildar Skauta- félags Akureyrar. Hún er tiltölulega nýtekin við starfi formanns og gat því ekki tjáð sig um meðferð máls- ins á sínum tíma. En harmaði upp- lifun Emilíu. Málið sé til frekari skoðunar innan deildarinnar. Ekki náðist í formann ÍSÍ en þess ber að geta að áhersla er lögð á það í reglum að sérfélögin taki á málum sem þessum. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 0 -D A 6 4 2 4 6 0 -D 9 2 8 2 4 6 0 -D 7 E C 2 4 6 0 -D 6 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.