Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 44

Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 44
um áratugum var sú að það ætti að beita hörku í refsingum. Þegar þessi hugmyndafræði var rannsökuð og spurt hvort hún gagnaðist í því að draga úr brotum kom í ljós að svo var ekki. Heldur þvert á móti. Við vitum í dag að dómharka og útskúf- un leiðir til verri útkomu fyrir alla. Þorbjörg: Ísland hefur eins og Norðurlöndin fylgt annarri hug- myndafræði í refsistefnu en til dæmis Bandaríkin. Dómar fyrir nauðgun og fyrir kynferðisbrot gegn börnum hafa hins vegar þyngst á undanförnum áratug eða svo og það er mikilvægt að refsingar endurspegli alvarleika brota. Ákæruvaldið hefur verið að fara fram á þyngri refsingar og dómstólar hafa tekið undir. Ísland er með víðustu refsimörkin af öllum Norðurlöndum til dæmis hvað varðar nauðgun. Löndin skil- greina brotið ekki öll eins sem gerir samanburð f lóknari en dómar fyrir nauðgun eru í efri mörkum á Íslandi. Þetta eru auðvitað einhver alvarlegustu brot sem hægt er að fremja gegn annarri manneskju og við vitum að af leiðingarnar geta verið langvarandi og þær eru alvar- legar. Hvað börnin varðar þá eykur það á sársaukann að brotin skuli oftast vera framin af fólki sem á að vera í því hlutverki að vernda þau. Sólveig Fríða: Það virðist vera að í f lestum kynferðisbrotum á börnum séu þau framin af nánum aðilum. Ef við notum hörð orð og erum með harkalega fordæmingu eða nálgun getur það haft þau áhrif að börn veigri sér við því að segja frá. Þau vilja bara að of beldið hætti og oft líka að sá sem beitir þau of beldi fái aðstoð og hjálp. Þorbjörg: Skiljanlega valda þessi brot mikilli reiði og sú staðreynd að þau eiga sér stað er okkur öllum erfið. Ég hef stundum velt fyrir mér þegar gagnrýni kemur fram á refs- ingar, hvort hægt sé að finna þann árafjölda sem er á pari við glæpinn, til dæmis þegar um kynferðis- brot gegn barni er að ræða. Hvaða dæmda refsing er jafn alvarleg og brotið? Fyrir hverju erum við þá að tala? Mér finnst mestu máli skipta að við náum þessum brotum upp á yfirborðið, að kerfið hafi burði og getu til að vinna að þeim faglega, brotaþolar fái þann stuðning sem þarf, að fangelsi standi undir því að geta talist betrunarvist og síðast en ekki síst að okkur takist að koma í veg fyrir þessi brot. Dómstólar hafa réttilega þyngt refsingar en það er ekki hið eina rétta svar. Sólveig Fríða: Við vitum miklu meira um það í dag hvernig má sporna við brotum. Til dæmis að ef við veitum einstaklingi sem er met- inn í lágri áhættu mikið inngrip, þá getum við verið að auka áhættu á að hann brjóti af sér aftur. Þetta er spurning um jafnvægi og þessu fylgir mikil ábyrgð. Meðferð í fangelsum er einn þáttur af mörgum í að aðlaga einstaklinga sem hafa brotið af sér aftur að samfélaginu. Nálgun sem meðal annars er notast við er RNR-módelið (Risk – Need – Responsivity) sem metur þætti sem spá fyrir um brotahegðun. Þá er líka hægt að nota Good Lives-módelið þar sem lögð er áhersla á að styrkja þætti sem hafa áhrif á hvernig hann EF VIÐ NOTUM HÖRÐ ORÐ OG ERUM MEÐ HARKALEGA FORDÆMINGU EÐA NÁLGUN GETUR ÞAÐ HAFT ÞAU ÁHRIF AÐ BÖRN VEIGRI SÉR VIÐ ÞVÍ AÐ SEGJA FRÁ. Sólveig Sólveig Fríða Kjærnested, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsv iðs Fang-elsismálastofnunar, Halla Gunnarsdóttir, formaður st ý r i hóps u m hei ld- stæðar úrbætur að því er varðar kynferðisof beldi og ráðgjafi ríkis- stjórnarinnar í jafnréttismálum, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, eru sammála um að jákvæð teikn séu á lofti og að dulúð og dómharka vinni gegn hagsbótum þolenda. Þá sé æskilegt að beita mun víðtækari forvörnum og það sé þörf á úrræði fyrir einstaklinga með óæskilegar langanir. Hvernig finnst ykkur umræðan um kynferðisbrot vera? Þorbjörg: Umræðan er vaxandi og það er jákvætt. Hvað varðar réttarkerfið þá finnst mér þó að umræðan mætti vera breiðari. Það er mikill fókus á þyngd dóma en það eru svo mörg mikilvæg álita- efni í tengslum við refsipólitík og ég sakna þess stundum að umræðan fari dýpra, að við förum til dæmis lengra með samtalið um hvers vegna svo mörg brot eiga sér stað og að við horfum ekki bara á það hvernig við bregðumst við brotum, heldur hvernig við komum í veg fyrir að þau eigi sér stað. Sólveig Fríða: Þetta eru tilfinn- ingaþrungin brot og ég hef fullan skilning á því að fólk vilji helst að þessum einstaklingum, sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot og jafn- vel gegn börnum, sé mætt af hörku. Því gæti það hljómað sérkennilega fyrir suma að heyra að það gagnast okkur ekki í því að gæta að öryggi í samfélaginu. Hlutverk okkar á Fangelsismála- stofnun er mjög vítt, eitt af því er að draga úr líkum á ítrekun brota og annað að tryggja að almenn og sérstök varnaðaráhrif refsingar nái fram að ganga. Inngrip okkar tekur mið af því að gæta almannaöryggis en við þurfum líka að tryggja öryggi þeirra sem eru í afplánun. Það er augljóst að þessi hlutverk skarast oft. Hugmyndafræðin fyrir nokkr- Dómharka og útskúfun gerir illt verra Þorbjörg Sigríð- ur Gunnlaugs- dóttir, Halla Gunnarsdóttir og Sólveig Fríða Kjærnested. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kynferðisofbeldi 5. hluti af 5 Stöðug fjölgun tilkynntra kynferðisbrota, lágt hlutfall kæra og enn lægra hlutfall mála sem fara fyrir dóm er þekkt staðreynd þegar kemur að kynferðisofbeldi. Sérfræðingar í málaflokknum ræða stöðu og lausnir. 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -4 B F 4 2 4 6 1 -4 A B 8 2 4 6 1 -4 9 7 C 2 4 6 1 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.