Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 50
„Ég get dáið sátt því ég veit að börnin mín fjögur eru
komin í öruggt skjól,“ sagði Harriet, fyrrum
skjólstæðingur Hjálparstarfs kirkjunnar í Rakai-
héraði í Úganda, þegar hún lá þungt haldin á
sjúkrahúsi árið 2010. Í vor sagði hún við
framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins að nú væri hún
komin í sveitarstjórn þar sem hún beitti sér fyrir
bættum hag HIV-smitaðra og barna þeirra. „Sjáið mig
bara, ég var búin að missa alla von en nú eru börnin
mín orðin stór og ég er leiðtogi í samfélaginu,“ sagði
Harriet.
Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
segir að öll börn eigi rétt á að búa við aðstæður sem
stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum
þroska og að foreldrar beri höfuðábyrgð á
lífsskilyrðum og framfærslu barna sinna. Í
sveitahéruðum Úganda í Lyantonde og Rakai veitir
Hjálparstarf kirkjunnar börnum sem búa við örbirgð
aðstoð. Foreldrar barnanna eru annað hvort látnir af
völdum alnæmis eða mjög lasburða og eru ekki færir
um að tryggja heilsu þeirra og tækifæri til
mannsæmandi lífs.
Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoðina í samstarfi
við innlendu grasrótarsamtökin RACOBAO sem hafa
starfað í þágu HIV-smitaðra í meira en áratug.
Aðstoðin felst fyrst og fremst í því að reist eru einföld
múrsteinshús fyrir börnin, sem oft eru í umsjón
aldraðrar ömmu, að tryggja þeim drykkjarvatn með
4000 lítra vatnstanki fyrir rigningarvatn, sem reistur
er við hlið húsanna, og að tryggja hreinlæti með því
að reisa útikamar. Til þess að stuðla að góðri heilsu
barnanna fá fjölskyldurnar geitur, áhöld og útsæði til
að hefja matjurtarækt.
„Ég var búin að missa alla von en nú er ég leiðtogi í samfélaginu“
Móðir barnanna á myndinni, sem eru 10, 12, 15 og 18 ára gömul, lést af völdum alnæmis í maí
síðastliðnum og eru þau nú munaðarlaus. Þau njóta aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar en auk
múrsteinshúss, kamars og vatnstanks hafa þau fengið geitur til að tryggja fæðuöryggi sitt með
ræktun þeirra. Börnin fá rúm, dýnur, moskítónet og eldhúsáhöld með húsinu. Þau fá fræðslu um
mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir sjúkdóma og njóta sálræns stuðnings starfsfólks RACOBAO.
Þegar Harriet naut aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar árið 2010 var hún mjög veikburða af
völdum alnæmis og gerði sér engar vonir um að lifa af. Henni var þá huggun í að vita að
börnin fjögur hefðu fengið húsaskjól og aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu. Harriet
náði hins vegar heilsu á ný með því að taka lyf og er nú í sveitarstjórn þar sem hún leggur
áherslu á að efla þjónustu við HIV-smitaða og börn þeirra.
Börnin sem Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar í sveitahéruðum í Úganda búa við örbirgð af völdum alnæmis. Foreldrarnir eru látnir úr sjúkdómnum eða mjög veikburða
og geta ekki séð börnum sínum farborða. Fjölskyldurnar búa í hreysum og hafa hvorki nægan aðgang að vatni né hreinlætisaðstöðu.
4 – Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
6
1
-6
E
8
4
2
4
6
1
-6
D
4
8
2
4
6
1
-6
C
0
C
2
4
6
1
-6
A
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K