Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 50

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 50
„Ég get dáið sátt því ég veit að börnin mín fjögur eru komin í öruggt skjól,“ sagði Harriet, fyrrum skjólstæðingur Hjálparstarfs kirkjunnar í Rakai- héraði í Úganda, þegar hún lá þungt haldin á sjúkrahúsi árið 2010. Í vor sagði hún við framkvæmdastjóra Hjálparstarfsins að nú væri hún komin í sveitarstjórn þar sem hún beitti sér fyrir bættum hag HIV-smitaðra og barna þeirra. „Sjáið mig bara, ég var búin að missa alla von en nú eru börnin mín orðin stór og ég er leiðtogi í samfélaginu,“ sagði Harriet. Í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segir að öll börn eigi rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska og að foreldrar beri höfuðábyrgð á lífsskilyrðum og framfærslu barna sinna. Í sveitahéruðum Úganda í Lyantonde og Rakai veitir Hjálparstarf kirkjunnar börnum sem búa við örbirgð aðstoð. Foreldrar barnanna eru annað hvort látnir af völdum alnæmis eða mjög lasburða og eru ekki færir um að tryggja heilsu þeirra og tækifæri til mannsæmandi lífs. Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoðina í samstarfi við innlendu grasrótarsamtökin RACOBAO sem hafa starfað í þágu HIV-smitaðra í meira en áratug. Aðstoðin felst fyrst og fremst í því að reist eru einföld múrsteinshús fyrir börnin, sem oft eru í umsjón aldraðrar ömmu, að tryggja þeim drykkjarvatn með 4000 lítra vatnstanki fyrir rigningarvatn, sem reistur er við hlið húsanna, og að tryggja hreinlæti með því að reisa útikamar. Til þess að stuðla að góðri heilsu barnanna fá fjölskyldurnar geitur, áhöld og útsæði til að hefja matjurtarækt. „Ég var búin að missa alla von en nú er ég leiðtogi í samfélaginu“ Móðir barnanna á myndinni, sem eru 10, 12, 15 og 18 ára gömul, lést af völdum alnæmis í maí síðastliðnum og eru þau nú munaðarlaus. Þau njóta aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar en auk múrsteinshúss, kamars og vatnstanks hafa þau fengið geitur til að tryggja fæðuöryggi sitt með ræktun þeirra. Börnin fá rúm, dýnur, moskítónet og eldhúsáhöld með húsinu. Þau fá fræðslu um mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir sjúkdóma og njóta sálræns stuðnings starfsfólks RACOBAO. Þegar Harriet naut aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar árið 2010 var hún mjög veikburða af völdum alnæmis og gerði sér engar vonir um að lifa af. Henni var þá huggun í að vita að börnin fjögur hefðu fengið húsaskjól og aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu. Harriet náði hins vegar heilsu á ný með því að taka lyf og er nú í sveitarstjórn þar sem hún leggur áherslu á að efla þjónustu við HIV-smitaða og börn þeirra. Börnin sem Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar í sveitahéruðum í Úganda búa við örbirgð af völdum alnæmis. Foreldrarnir eru látnir úr sjúkdómnum eða mjög veikburða og geta ekki séð börnum sínum farborða. Fjölskyldurnar búa í hreysum og hafa hvorki nægan aðgang að vatni né hreinlætisaðstöðu. 4 – Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -6 E 8 4 2 4 6 1 -6 D 4 8 2 4 6 1 -6 C 0 C 2 4 6 1 -6 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.