Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 88

Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 88
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Innritun stendur yfir. Ný námsleið: Fjarnám í ferðafræðum með þremur staðbundnum helgarlotum í janúar, febrúar og apríl. Spennandi nám sem býður upp á fjölda nýrra tækifæra. Innritun stendur yfir. Á hátíðinni sem kallast RVK Feminist Film Festival verða eingöngu sýndar kvikmyndir eftir kvenkyns leik­ stjóra. Lea segir að boðskapur hátíðarinnar sé einfaldur, að jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda. „Efni kvikmyndanna er ekki endi­ lega femínískt, þetta er aðallega spurning um að fá sjónarhorn konu,“ segir hún. „Ég held að konur séu oft upp­ teknar af því að allt þurfi að vera fullkomið og það kannski spili inn í að þær leikstýri ekki eins mikið og karlmenn. Þess vegna einmitt vantar okkur f leiri fyrir­ myndir á þessu sviði. Það er ótrú­ lega mikilvægt fyrir ungar konur að sjá fyrirmyndir í bransanum.“ Þegar Lea kom heim úr námi fannst henni hana vanta tengsla­ net á Íslandi þar sem hún lærði úti. Hún fór að leita fyrir sér og komst á snoðir um Stockholm Feminist Film Festival og setti sig í samband við stjórnanda þeirrar hátíðar. „Sú hátíð er í raun fyrirmyndin að þessari hátíð sem verður haldin hér,“ segir Lea. Lea segir að í raun sé það manninum hennar að þakka að hún hafi farið út í að halda þessa hátíð. „Hann sagði mér að kýla bara á það. Ég var líka kannski komin með sjálfstraust til þess að láta af þessu verða en hef fengið mikla hvatningu og stuðning frá fjölskyldu og vinum. Eins og stendur munum við sýna sjö bíómyndir í Bíói Paradís en við ákváðum nýlega að sam­ einast Nordisk Film Fokus sem Norræna húsið heldur. Þau ætluðu líka að sýna myndir eingöngu eftir kvenleikstjóra í ár og stungu upp á að við myndum slá þessum hátíðum saman. Það þýðir að við fáum enn f leiri myndir eftir konur svo það er virkilega gaman að hafa getað sameinast þeim.“ Myndirnar sem sýndar verða í Norræna húsinu koma frá Norðurlöndunum en í Bíói Para­ dís verða meðal annars myndir frá Japan, Taílandi, Póllandi og Suður­Ameríku. „Þetta eru sem sagt myndir héðan og þaðan eftir ólíkar konur frá ólíkum heimshornum,“ segir Lea „Við eigum von á að minnsta kosti tveimur leikstjórum til landsins og mögulega f leirum í tengslum við Norræna húsið og norrænu myndirnar. Elísabet Ronalds­ dóttir verður sérstakur heiðurs­ gestur hátíðarinnar.“ Stuttmyndakeppni Á hátíðinni sem fer fram dagana 16.­19. janúar 2020 verður ýmis­ legt annað í boði en hefðbundnar kvikmyndasýningar. Á Hótel Marina verður ýmiss konar dag­ skrá. Þar verður svokallað „net­ work“ partí fyrir konur í kvik­ myndabransanum til að hittast og spjalla saman. „Mögulega skapast eitthvert samstarf milli landa út frá því,“ segir Lea. Þá verður haldin handrits­ smiðja sem kallast Fabúlera. „Við fáum til okkar mjög f lotta konu frá Bandaríkjunum. Hún heitir Gabrielle Kelly, er handrits­ höfundur og vinnur hjá Amer­ ican Film Institute. Hún ætlar að kenna á smiðjunni“ Einnig standa skipuleggjendur hátíðarinnar fyrir stuttmynda­ samkeppni undir yfirskriftinni „Systir“. „Við veitum verðlaun fyrir bestu íslensku og bestu erlendu stuttmyndina. Verð­ launagripirnir eru búnir til af tveimur konum, Hallgerði Kötu Óðinsdóttur sem er járnsmiður og Gerðu Kristínu Lárusdóttur sem er gullsmiður. Þetta er sem sagt verðlaunagripur og hálsmen og hönnunin á þessum gripum tengist. Ég var bara að sjá gripinn um daginn og hann er mjög f lottur,“ segir Lea. Lea segir að mikill fjöldi stuttmynda hafi þegar borist í keppnina og fimm kvenna dóm­ nefnd muni velja sigurvegarana. Kynning á hátíðinni fer fram á Hótel Marina í dag og hefst hún klukkan 17.00. „Við höfum ekki enn getað sett upp lokadagskrá. Það er alltaf eitthvað nýtt að poppa upp en við ætlum að kynna það sem er öruggt að verði. Svo verðum við líka með nútímadans­ sýningu, ljóðalestur og ein ætlar að syngja frumsamin lög svo það verður góð stemning,“ segir Lea. Hún bætir því við að lokum að mikið af góðu fólki komi að hátíð­ inni með henni. Nara Walker er listrænn stjórnandi, Sonia Sars er samhæfingarstjóri, Marta Kol­ buszewska er almannatengill og efnissmiður og Katla Gunnlaugs­ dóttir sér um samfélagsmiðla. Tæknimaður er Alexander Hrafn Ragnarsson og Róbert Stefánsson sér um vefstjórn ásamt því að vera grafíker. Kvikmyndir eftir konur frá flestöllum heimshornum María Lea Ævarsdóttir eða Lea eins og hún er alltaf kölluð, kom heim úr kvikmyndanámi frá LA og var með þann draum að stofna femíníska kvikmyndahátíð. Draumurinn er nú orðinn að veru- leika. RVK Feminist Film Festival verður haldin í janúar en kynning verður á Hótel Marina í dag. Lea segir mikilvægt að ungar konur sjái fyrirmyndir í kvikmyndabransanum. MYND/ALEXANDER HRAFN RAGNARSSON Á Hótel Marina verður ýmiss konar dagskrá. Þar verður svo kallað „net- work“ partí fyrir konur í kvikmyndabransanum til að hittast og spjalla saman. Ég held að konur séu oft uppteknar af því að allt þurfi að vera fullkomið og það kannski spili inn í að þær leikstýri ekki eins mikið og karlmenn. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -3 D 2 4 2 4 6 1 -3 B E 8 2 4 6 1 -3 A A C 2 4 6 1 -3 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.