Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 95

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 95
Á opnum fundi í viðburðaröð Háskóla Íslands um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þann 19. nóvember síðastliðinn ræddu Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, og fræðafólkið Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við deild menntunar og margbreytileika og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands um fyrsta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að útrýma fátækt í allri sinni mynd, alls staðar, eigi síðar en árið 2030. Þau beindu sjónum sínum fyrst og fremst að stöðu mála hér á landi. Á Íslandi eru nú 9% íbúa undir lágtekjumörkum eða 31.400 manns og á það fólk á hættu að búa við fátækt. Fjögur prósent íbúa, eða 14.514 manns, búa við skort á efnislegum gæðum og 0,7%, eða 2.540 einstaklingar, búa við verulegan skort hér á Íslandi. Hagstofan segir að í evrópskum samanburði búi hér hlutfallslega fáir við skort og að þeim hafi fækkað um 2,1 prósentustig frá árinu 2016. Það er vel en eitt barn sem býr við efnislegan skort í velferðarsamfélagi er einu barni of mikið. Sigrún Ólafsdóttir sagði félagsfræðikenningar skýra fátækt með hegðun einstaklingsins, hvernig samfélaginu er skipt upp og með ákvörðunum stjórnmálafólks. Hún sagði rannsóknir sýna að mikill ójöfnuður gæti haft neikvæð áhrif á heilsufar, afbrotatíðni, lífsstíl, samfélagsþátttöku og átök í samfélaginu. Berglind Rós Magnúsdóttir minnti á að árið 2014 hefðu 9% barna á Íslandi skort efnisleg, andleg og tilfinningaleg gæði sem eru börnum nauðsynleg til að lifa, þroskast og dafna í hverju samfélagi. Berglind sagði að menntun foreldra og ráðstöfunartekjur hefðu áhrif á árangur barna í skóla. Þá sagði hún að á Íslandi væri stéttskipting í menntakerfinu og félagsleg aðgreining. Berglind sagði að aukin markaðsvæðing menntunar leiddi til kerfislægs aðstöðumunar. Hún sagði nauðsynlegt að huga að börnum sem ekki hefðu íslensku að móðurmáli jafnt sem þeim sem glímdu við fötlun. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, sagði að fólkið sem hefur leitað til stofnunarinnar samfleytt í mörg ár og væri fast í fátæktargildru ætti það margt sameiginlegt að hafa upplifað áfall, koma frá brotnum fjölskyldum, hafa stutta skólagöngu að baki og búa við vanvirkni. „Það kostar peninga að taka þátt í samfélaginu og fátæktin getur haft þær afleiðingar að fólk verður félagslega einangrað. Einhvers staðar á leiðinni hafa draumar fólksins dáið og þá hefur það ekkert til að stefna að í lífinu,“ sagði Vilborg. „Til þess að þeir sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar verði ekki enn fastir í fátæktargildru árið 2030 verðum við sem samfélag að beita sértækum úrræðum. Við þurfum að hækka lægstu laun en það dugar ekki eitt og sér. Við getum notað barnabótakerfið betur, það þarf að fá fleira fagfólk inn í grunnskóla til að vinna með kennurum og við þurfum fleiri virkniúrræði fyrir þá sem búa við örorku,“ sagði Vilborg og bætti við að meiri samvinna þyrfti að vera á milli ráðuneyta og síðast en ekki síst þyrfti alvöru notendasamráð þar sem fólkið sem býr við fátækt tæki þátt í að taka ákvarðanir sem það varðar. Ásgeir Jónsson sagði hagvöxt forsendu aukinnar velmegunar en hagsveiflur hafa farið verst með þá sem höllum fæti standa. Hann sagði góða hagstjórn og stöðugleika því skipta mestu máli. Ásgeir tók undir með Vilborgu um að staðfesta þyrfti orsakasamhengi og skilgreina mælanleg markmið með sértækum aðgerðum í þágu þeirra sem búa við fátækt. „Einhvers staðar á leiðinni hafa draumarnir dáið“ Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við deild menntunar og margbreytileika, Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, og Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar, fjölluðu um baráttuna við að útrýma fátækt á opnum fundi í Háskóla Íslands þann 19. nóvember síðastliðinn. Hátíðar- messa í Hallgrímskirkju fyrsta sunnudag í aðventu 1. desember kl. 11:00 Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, prédikar og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Gjöfum til Hjálparstarfs kirkjunnar verður veitt móttaka. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Margt smátt ... – Jólablað Hjálparstarfs kirkjunnar – 9 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 6 1 -6 E 8 4 2 4 6 1 -6 D 4 8 2 4 6 1 -6 C 0 C 2 4 6 1 -6 A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.