Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 100

Fréttablaðið - 30.11.2019, Qupperneq 100
Tómas Waage stendur á áttræðu og hætti að vinna fyrir tólf árum en situr ekki auðum höndum. Í v innu-skúrnum er hans ríki og þangað liggur leið okkar niður snúinn stiga. Handriðið kveðst hann hafa smíðað á tveimur dögum, þegar frúin ætlaði að halda afmæl- isveislu og þau sáu fram á að hafa ekki gott pláss fyrir gestina á efri hæðinni. „Ég keypti efnið tilbúið en sauð það saman og festi,“ útskýrir hann. Niðri komum við fyrst í litla stofu með myndum á veggjum. Sumar eru af þekktum andlitum. „Þessar myndir eru skornar úr gólf- dúk. Ég er gamall dúkari og vann sem slíkur á Landspítalanum í 20 ár. Þar tók ég upp á því að búa til myndskreytingar til að aðgreina deildirnar. Það gladdi starfsfólkið. Storkurinn er á fæðingarganginum, til dæmis.“ Nú erum við komin í skúrinn, þar eru fullunnir smíðisgripir og aðrir í mótun. Litla dráttarvélin dregur mann til sín. „Þessi var sláttuvél hjá borginni en var orðin ónýt og ég var að hugsa um að setja í hana rafmagnsmótor. Meðan ég beið eftir honum datt mér í hug að smíða þetta hús á hana, í því er efni sem ég átti hér í skúrnum, meðal ann- ars úr hjónarúmum, bæði okkar og nágrannanna og burðarspýtan er frá Víetnamanum hérna hinum megin.“ Allt er fellt saman. „Ég gerði þetta upp á gamlan máta, eins og gömlu jeppahúsin. Læsingin er úr verkfæri sem ég átti. Ég var með vélina á bílasýningu í Mosfellsbæ, margir gengu fram hjá henni en þau sem stoppuðu voru konur og börn sem fannst hún sæt.“ Ekkert merkilegt Annað á gólfinu vekur athygli, f lugvél sem Tómas er að smíða og á eftir að klæða með dúk. „Ég er að taka þessa vél í gegn, hún var búin að standa í 20 ár. Tíni saman upp- lýsingar um hvernig á að standa að þessu, bæði á netinu og annars staðar. Ég hef voða gaman af því að gera hluti upp sem aðrir eru búnir að henda.“ Þess má geta að á vélinni hangir blað með eftirfarandi leið- beiningum: Fyrst er spýta, svo er spýta, svo er spýta í kross. Spýta upp og spýta niður, svo fer allt í gang!“ Ekki ætlarðu að f ljúga á þessu? hrekkur út úr mér. „Jú, hér er mótorinn, hann er úr Citroën-bragga, það er þekkt að nota þá í f lugvélar af þessu tagi. Þessi er eldgamall, ég hreinsaði hann upp, sandblés og gufuþvoði. Annars er þetta svipað og svifflug- urnar sem ég flaug á í gamla daga.“ Eru engin aldurstakmörk? segi ég – ekki beint tillitssöm. „Jú, aldursmörk á svifflugurnar er 14 ár, svo þarf að standast læknis- skoðun á hverju ári. Það er ekkert merkilegt að f ljúga svona litlum vélum. Maður fer hægt á loft, er þrælbundinn og ef maður heldur sig frá apalhrauni í lendingu og öðrum heimskupörum þá labbar maður burtu frá þessu.“ Tómas bendir á viðinn í vélinni, sérvalið og bein- vaxið amerískt greni með ákveðinn þéttleika í víindunum. Hvað er langt síðan þú hefur f logið svona vél? held ég áfram, tor- tryggin. „Það er svona hálfur mánuður. Ég er reyndur flugmaður og á aðra vél sem við erum tveir saman með úti í Keflavík. Það er heilmikill félags- skapur í kringum flugið. Menn sem eru í því eru yfirleitt óskaplegir einstaklingshyggjumenn en þurfa afskaplega mikið hver á öðrum að halda. Þetta er þægilegur félags- skapur, menn eru ekkert hver ofan í öðrum en treysta hver öðrum fullkomlega. Gamli maðurinn með ljáinn er á bak við, við vitum það, þannig að það þarf að umgangast þessa hluti með mikilli virðingu.“ Fallbyssuævintýri Á borðinu er útskorin sjálfsmynd eftir Tómas sem hann er ekki ánægður með. „Þegar ég var að skera út nefið lenti ég á svo mjúkum viði, skar of mikið og lenti í veseni með hlutföllin. En mér finnst skemmti- legt að glíma við eitthvað og jafnvel gera það erfitt. Þarna var ég með einhvern skáprófíl.“ Hann rifjar upp að hafa smíðað fallbyssu úr stáli þegar hann var 15 ára. „Ég var í gagnfræðaskóla verknáms. Það kom aldrei annað til greina hjá mér, ég tók út líkam- legar kvalir við að hanga í skóla yfir stagli. Í járnsmíðadeildinni var okkur kennt að sjóða og nota renni- bekk og ég fékk leyfi kennara til að smíða fallbyssu. Var ekki búinn að smíða kassa undir hana þegar okkur strákana langaði að prófa hana og fengum leyfi til þess. Ég gat reddað púðri, gekk frá því eins og ég var búinn að lesa um í sjóræningja- ÉG HEF VOÐA GAMAN AF ÞVÍ AÐ GERA HLUTI UPP SEM AÐRIR ERU BÚNIR AÐ HENDA. Svo kom þessi ægilega bomba Tómasi Waage veggfóðrarameistara er margt til lista lagt. Mynd af Björk, gerð úr gólfdúk, og snoturt dráttar- vélarhús úr eigin hjónarúmi og nágrannanna eru til merkis um það. Nú fæst hann við flugvélasmíði. „Maður fer hægt á loft, er þrælbundinn og ef maður heldur sig frá apalhrauni í lendingu og öðrum heimskupörum þá labbar maður burtu frá þessu,“ segir Tómas. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Topphúfa, goggur, auga og fiður einkenna hnífinn sem spratt úr draumi. Framhald á síðu 48 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -5 A C 4 2 4 6 1 -5 9 8 8 2 4 6 1 -5 8 4 C 2 4 6 1 -5 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.