Fréttablaðið - 30.11.2019, Side 104

Fréttablaðið - 30.11.2019, Side 104
Það er óhætt að segja að Dallas Mavericks hafi hitt naglann á höfuðið þegar félagið fékk slóv-enska bakvörðinn Luka Doncic  á nýliðavals- kvöldi NBA-deildarinnar á vor- dögunum í fyrra. Dallas náði að fá Atlanta Hawks til að skipta á Trae Young og Doncic á kvöldi nýliða- valsins og þó að Young hafi slegið í gegn með liði Hawks er Doncic ein af stjörnum deildarinnar. Töl- fræðilega er Doncic að skila tölum sem aðeins LeBron James hefur sýnt á öðru tímabili leikmanns í deildinni og hefur hann verið nefndur til sögunnar sem hugsan- legur verðlaunahafi sem verð- mætasti leikmaður deildarinnar (e. Most valuable player). Doncic mun ásamt Giannis Antetokounmpo sinna hlutverki kyndilbera Evrópu í NBA-deildinni í Evrópu næstu árin og  þar eru þeir  verðugir arftakar Dirks Nowitzki sem hætti eftir 21 árs feril í Dallas í vor. Stóð undir væntingunum Doncic vakti ungur athygli er pabbi hans lék fyrir stærsta liðið í Sló- veníu, Union Olympija. Luka æfði með yngri f lokkum félags- ins og þrettán ára gamall sló hann í gegn með U14 ára liði Union á alþjóðlegu móti. Það vakti athygli stærstu liða Evr- ópu og bauð spænska stórveld- ið Real Madrid þrettán ára tán- ingnum fimm ára samning og flutti hann til Spánar með móður sinni eftir að foreldrar hans skildu nokkrum árum áður. Hjá Real fór hann fyrir unglinga- og varaliðum félagsins þrátt fyrir ungan aldur og stuttu eftir sextán ára afmælisdag- inn lék hann fyrstu mínútur sínar með varaliði Madrídinga. Það vakti mikla athygli enda varð hann um leið yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins og sá þriðji yngsti í sögu ACB-deildarinnar á Spáni. Tveimur árum síðar lék hann lyk- ilhlutverk í sóknarleik Madrídinga og blómstraði þegar Real Madrid vann deildina og EuroLeague. Doncic var valinn besti leikmaður Evrópudeildarinnar og besti leik- maður spænsku deildarinnar og til- kynnti um leið að hann myndi taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar sama vor. Atlanta Hawks valdi Doncic með 3. valrétti en stuttu seinna bárust fréttir um að Atlanta og Dallas hefðu skipt á Doncic og Young ásamt því að Atlanta myndi fá fyrsta valrétt Dallas í nýliðavali ársins 2019. Segja má að Dallas hafi greitt hátt verð fyrir að skipta á leik- mönnum sem voru teknir með 3. og 5. valrétti nýliðavalsins en í þetta skiptið stórgræddu bæði félög. Dall- as fékk leikmann sem var tilbúinn að leiða liðið og Atlanta fékk leik- mann og valrétti til að byggja upp ungt og spennandi lið. Stórt stökk á öðru ári Doncic var fljótur að láta til sín taka á fyrsta tímabili sínu í NBA-deild- inni og fór yfirleitt fyrir liði Dallas í stigaskorun í fyrstu leikjum tíma- bilsins. Þegar líða tók á tímabilið fóru varnir andstæðinganna að leggja aukna áherslu á að stöðva Slóvenann unga en þá fór hann að finna liðsfélaga sína betur og byrjaði að gefa f leiri og f leiri stoð- sendingar. Dallas áttaði sig snemma á því að þarna væri á ferðinni leik- maður framtíðarinnar og skipti öllu byrjunarliðinu út í byrjun þessa árs  til að ná í Kristaps Porziņģis frá New York Knicks þrátt fyrir að hann væri meiddur og myndi ekki koma aftur fyrr en í haust. Með því var Dallas komið með meðreiðar- svein fyrir Doncic til framtíðar. Slóveninn hefur tekið annað stórt stökk fram á við á þessu tímabili eins og algengt er og er gengi liðsins samkvæmt því. Dallas hefur unnið Doncic gaf Lebron ekkert eftir í einvígi Dallas og Lakers á dögunum. LEIKVANGURINN ellefu af fyrstu sautján leikjum tímabilsins og er í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni þegar um fimmtungur tímabilsins er að baki en Doncic er að skila tölum sem sjást afar sjaldan hjá leikmanni á öðru ári NBA-deildar- innar. Hann er nálægt því að vera með þrefalda tvennu (e. triple double) að meðaltali með 30,1 stig, 10 fráköst og 9,5 stoðsendingar. Til samanburðar skilaði LeBron James, einn af bestu körfuboltamönnum allra tíma sem Doncic leit upp til sem pjakkur, meðaltali upp á 27,2 stig, 7,4 frákast og 7,2 stoðsendingar á öðru tímabili sínu í deildinni. Aðeins tveir leikmenn í sögu NBA-deildarinnar hafa náð að vera með þrefalda tvennu að meðaltali yfir tímabil, Oscar Robertson náði því fyrir tæpum fimmtíu árum síðan og Russell Westbrook hefur náð því undanfarin þrjú ár. Fy r i r v i k ið er u þjá l f a r a r deildarinnar duglegir að lofsama Luka og er honum iðulega líkt við LeBron James og Larry Bird sem þykja tveir af bestu körfu- bolt a mönnu m a l l r a t íma . „Hann er einhvers konar blanda af James Harden, Larry Bird og LeBron James en þegar ferli hans lýkur mun hann vera eins og Luka,“ sagði Doc Rivers, þjálfari Los Angeles Clippers, aðspurður hvernig hann myndi lýsa Doncic sem leikmanni. Fór illa með Hlyn Hinn tvítugi Doncic gat valið á milli landsliða Spánar, Serbíu og Slóveníu til að spila fyrir en ákvað að velja lið Slóveníu, þá sautján ára gamall. Hann fór fyrir liði Slóveníu á EuroBasket 2017 þar sem Slóvenar unnu til gullverðlauna í körfubolta í fyrsta sinn og unnu meðal annars lið Íslands á vegferð sinni í úrslita- leikinn. Doncic sem var átján ára þegar hann mætti Íslandi í Helsinki setti niður stórar þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik. Ein þeirra kom þegar hann nýtti hraðann vel og fór illa með Hlyn Bæringsson og fékk gal- opið skot enda var Hlynur kominn langleiðina undir körfuna. Doncic skilaði þrettán stigum í leiknum ásamt sex fráköstum og þremur stoðsendingum þegar Sló- venar unnu öruggan 27 stiga sigur á Íslandi á leið sinni í úrslitaleikinn. Slóvenska ungstirnið í Dallas Hinn tvítugi Luka Doncic fer fyrir liði Dallas Mavericks í NBA-deildinni og er strax orðinn einn besti leikmaður deildarinnar. Miklar vænting- ar voru gerðar til Doncic frá ungum aldri og hann ætlar að standa undir þeim öllum. Mirjam Poterbin, mamma Luka, er fastagestur á hliðar- línunni á leikjum Luka og fluttist með honum til Madr- ídar til að elta draum hans. MYND/INSTAGRAM-SÍÐA MIRJAM Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -3 3 4 4 2 4 6 1 -3 2 0 8 2 4 6 1 -3 0 C C 2 4 6 1 -2 F 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.