Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 114

Fréttablaðið - 30.11.2019, Page 114
Hjónin Gréta Björnsson og Halldór Snorrason sigruðu í samkeppni um jóladagatal Borgarbókasafns- ins 2019. Það nefnist Jólaálfurinn sem f lutti inn. Hægt er að fylgjast með því á vef safnsins daglega frá 1. desember fram að jólum. Hvernig varð sagan um jólaálf- inn til? Við sáum auglýsingu um keppnina og langaði að taka þátt. Einn daginn þegar Gréta var að hjóla heim datt henni í hug hvað það væri gaman ef jólaálfar f lyttu inn til fólks á Íslandi, eins og gerist hjá sumum í Danmörku. Haf ið þið átt heima þar? Já, við f luttum heim frá Danmörku haustið 2018 eftir að hafa búið þar í rúman áratug. E r  Jól a á l f u r i n n s e m f lu t t i inn fyrsta sagan ykkar? Hún er sú fyrsta sem birtist einhvers staðar. Okkur fannst þetta svo skemmti- legt að við værum alveg til í að gefa hana út sem bók líka. Hvað er skemmtilegast við að gera sögur? Að skapa eitthvað nýtt, vinna með hugmyndir og finna hvert þær vilja fara. Svo var líka gaman að bera hugmyndirnar undir syni okkar, fjögurra og sjö ára, sem gripu þær og urðu spennt- ir, leiðir eða sprungu úr hlátri, allt eftir því sem var að gerast. Hafið þið oft séð jólaálfa? Hall- dór: Ég hef séð helling af þeim og  umgekkst þá  daglega f yrir nokkrum árum þegar ég vann að danska sjónvarps-jóladagatalinu Tinkas juleeventyr. En eru þeir á Íslandi? Við höfum sterkan grun um það! Eru líka krakkar í sögunni? Já. Aðallega hún Urður. Hvernig stelpa er hún og hvað er hún gömul? Urður er sjö ára, býr með mömmu sinni og pabba og elskar jólin. Hún er líka frekar forvitin, klár og umhyggjusöm en finnst leiðin- legt að taka til. Hver eru þín áhugamál, Gréta? Ég er arkitekt og helsta áhugamál mitt er arkitektúr en ég elska líka handbolta og að eiga notalegar fjölskyldustundir. Helst úti í nátt- úrunni. En þín, Halldór? Ég er hönnuður og safna áhugamálum!  Ég f lýg dróna, þrívíddarprenta, hjóla, laser-sker, smíða, laga, geri og græja. Svo er svo heppilegt að mér finnst líka gott að eiga notalegar fjölskyldustundir í náttúrunni. Ef jólaálfar flyttu inn Gréta fékk fyrstu hugmyndina að sögunni en þau Halldór útfærðu hana saman og byrjuðu á texta og myndum á sama tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR URÐUR ER SJÖ ÁRA, BÝR MEÐ MÖMMU SINNI OG PABBA OG ELSKAR JÓLIN. HÚN ER LÍKA FREKAR FORVITIN, KLÁR OG UMHYGGJU- SÖM EN FINNST LEIÐINLEGT AÐ TAKA TIL. Aðventan hefst á morgun, hún byrjar alltaf á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Oft er hún líka nefnd jólafasta. Það helgast af því að fyrr á öldum mátti ekki borða hvað sem var, til dæmis ekki kjöt, þessar síðustu vikur fyrir jól. En þessum tíma fylgir margt skemmtilegt og þá sérstaklega eftirvæntingin eftir jólahá- tíðinni. Eitt af því sem tilheyrir jólaföstunni er að kveikja á einu kerti á hverjum sunnu- degi. Margir setja upp kransa, svokallaða aðventukransa og þeir geta verið úr greni, könglum, tré, járni, jafnvel brauði. Svo er líka hægt að stilla kertunum upp á bakka og skreyta hann með ýmsu jólalegu sem til er. Fyrsta kertið, sem við kveikjum á á morg- un, heitir spádómskertið. Það minnir á fyrir- heit spámanna sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans.  Þetta fallega erindi sem kennarinn Lilja S. Kristjánsdóttir þýddi úr norsku tilheyrir fyrsta kertinu: Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum einu kerti á „Hér er sko alvöru stafasúpa Róbert,“ sagði Lísaloppa. „Þetta er orðarugl og við eigum að nna orðin sem eru falin í gátunni. En við þurfum að passa okkur,“ bætti hún við íbyggin. „Því orðin geta líka verið skrifuð lóðrétt, nú eða á ská.“ Róbert horfði á orðaruglið drykklanga stund. „Og hvaða orð á ég að nna?“ spurði hann vonleysislega og bætti við. „Þetta er bara hrærigrautur af stöfum?“ „Það eru falin níu orð yr snjó í gátunni,“ sagði Lísaloppa. „Hvaða orð eru það, það eru til óteljandi orð yr snjó á Íslensku,“ sagði Róbert og var við það að gefast upp áður en þau voru einu sinni byrjuð að leita. „Orðin sem við eigum að nna eru: dri, fönn, gaddur, hjarn, ísskán, mjöll, ska og snær,“ sagði Lísaloppa. „En þetta eru bara átta orð, þú sagðir að við ættum að nna níu orð?“ Róbert varð æ ringlaðri á þessu stafarugli. „Já,“ sagði Lísaloppa. „Það er eitt leyniorð og við þurfum að nna hvaða orð það er.“ Róbert horfði vonleysislega á orðaruglið. „Allt í lagi, förum að leita.“ Konráð á ferð og ugi og félagar 380 G N Ó V Ú A L L T É Ý F Á Ú É A K S B R F J S U M J D S Í Í D Ó L Ó A H I Í T E J T Á Í Í D Ý S K Y H T Ú X P É Á U Ú S U O S P L T A K H Y Ý V S X S R D É Ý G U Ú R D N L A R V K O D R Ó P Ý Ð T Ð H Á K F B Á Y S O I G R Ú Ú F F H R F J N É S Ó E F D Ú F J Ö E É Ó L Ó P T N Í D T B Ý H N B N Ó Ó Y R T Í Æ O Ú T N Ú N Ó O N Ð Ý D O Ý K R Y R Ó Í É U L I I Í K U B S D A G X V R Ó F Ú K G G V Á É J M J Ö L L B N I Ý Y Ú Ý Ó H K É H V R B R B H M P Getur þú fundið þessi níu orð og h vert skyldi leyni orðið vera? ? ? ? Lausn á gátunni Níunda orðið sem vantar er harðfenni? 3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R60 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR 3 0 -1 1 -2 0 1 9 0 4 :5 6 F B 1 4 4 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 6 1 -2 E 5 4 2 4 6 1 -2 D 1 8 2 4 6 1 -2 B D C 2 4 6 1 -2 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 2 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.