Fréttablaðið - 30.11.2019, Síða 120
ÉG HELD AÐ HIÐ
PERSÓNULEGA VERÐI
EKKI UMFLÚIÐ Í LJÓÐAGERÐ
YFIRLEITT.
Brynja Hjálmsdóttir
Brynjólfur Þorsteinsson og Brynja Hjálmsdóttir senda frá sér fyrstu ljóðabækur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Brynja Hjálmsdóttir og Brynjólfur Þorsteins-son senda frá sér fyrstu ljóðabækur sínar um þessi jól. Brynjólfur hlaut í byrjun þessa árs
Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Gor-
mánuður. „Það var mikil hvatning.
Ég er ekki viss um að ég hefði gefið
þessa bók út án þeirrar viðurkenn-
ingar. Ég hafði varla kallað mig
ljóðskáld áður en ég fékk stafinn og
var ekki að yrkja neitt af viti,“ segir
hann. Aðspurður segist hann eiga í
skúffum smásagnasafn og drög að
skáldsagnahandriti. „Hann er frábær
smásagnahöfundur,“ skýtur Brynja
inn í.
Samfelld upplifun
Ljóðabók Brynjólfs nefnist Þetta er
ekki bílastæði. „Bókin skiptist í þrjá
hluta sem eru Gormánuður, Ýlir og
Mörsugur sem eru gamlir vetrar-
mánuðir. Ég kem víða við, en vetur-
inn er áberandi og kvíðinn fyrir
myrkrinu fram undan. Það er mikill
kvíði í samfélaginu þessa dagana,
loftslagsváin vegur þar þungt og ég
held að það hafi haft áhrif á ljóðin.
Mér varð líka hugsað til fortíðar-
innar við skrifin, þegar tengsl fólks
við náttúruna voru öðruvísi, nánari.
Það er mikið um dýr í bókinni og
umhverfið leikur stórt hlutverk.“
Okfruman er heiti á bók Brynju.
„Þetta er samfelldur ljóðabálkur sem
segir sögu tiltekinnar manneskju.
Mér var mikið í mun í að þarna yrði
til ein samfelld upplifun sem væri
hægt að sökkva sér ofan í.“ Spurð
hvort þarna sé byggt á eigin reynslu
segir hún: „Ljóðin eru að hluta til
persónuleg en ekki hundrað prósent
sjálfsævisöguleg. Ég held að hið per-
sónulega verði ekki umflúið í ljóða-
gerð yfirleitt.“
Bunkar af ljóðabókum
Brynja og Brynjólfur stunduðu rit-
list í Háskólanum og bæði starfa
sem bóksalar, hann í Bókabúð Máls
og menningar og hún í Eymunds-
son. „Það er óskaplega skemmtilegt
að vera bóksali í jólabókaf lóði,“
segir Brynja. Spurð hvort þau hafi
afgreitt eigin ljóðabækur svara
þau því játandi. „Bæði til fólks sem
maður þekkir og annarra sem maður
þekkir ekki neitt og það er mjög for-
vitnilegt,“ segir Brynja.
Þau eru spurð hvort þau séu miklir
ljóðaunnendur. „Ég las vísur þegar ég
var krakki og í lok menntaskólans
fór ég að lesa ljóðabækur.“ Spurð
um eftirlætisskáld nefnir hún Óskar
Árna, Kristínu Eiríksdóttur, Eirík
Örn Nordal, Stein Steinarr og Sigurð
Pálsson.
„Ég las ekki mikið af ljóðum fyrr
en ég byrjaði í ritlist. Fram að því
las ég aðallega skáldsögur og smá-
sögur,“ segir Brynjólfur. Spurður
um eftirlætishöfunda nefnir hann
Braga Ólafsson. „Það fer svo eftir
vikum hvaða ljóðskáld eru í mestu
uppáhaldi. Ég er alltaf með bunka af
ljóðabókum á náttborðinu.“
Skáld og bóksalar
í jólabókaflóði
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Brynja Hjálms-
dóttir og Brynj-
ólfur Þorsteinsson
senda frá sér fyrstu
ljóðabækur sínar.
BÆKUR
Tónlist liðinna alda.
Íslensk handrit 1100-1800.
Árni Heimir Ingólfsson
Útgefandi: Crymogea
Fjöldi síðna: 231
Karlar eiga að bera virðingu fyrir
konum og alls ekki sjá þær sem leik-
föng. Þetta er boðskapur kvæðisins
Eitt sinn fór ég yfir Rín, en þar segir
frá ungum manni sem ferðast yfir
Rínarfljót til að hitta stúlku. Hann
vill hana bara fyrir nóttina, en hún
neitar að hleypa honum inn nema
eitthvað meira hangi á spýtunni.
Loksins fá systur stúlkunnar nóg,
bjóða honum inn fyrir, en ráðast á
hann, binda hendur hans og fætur
og henda honum út um glugga.
Nóturnar við lagið sem þetta
kómíska kvæði er sungið við er að
finna í gömlu íslensku handriti,
Melódíu, sem er frá sautjándu öld.
Þar eru þýðingar við erlendan kveð-
skap, lög úr íslenskum, dönskum og
enskum sálmabókum, kaþólskir
söngvar og fleira. Árni Heimir Ing-
ólfsson segir frá handritinu í bókinni
Tónlist liðinna alda, sem er þver-
skurður íslenskra tónlistarhandrita
frá 1100-1800 með ítarlegum grein-
ingum á völdum sýnishornum.
Ekki eins rýrt og talið var
Sumir halda að menningarlífið á
Íslandi hafi verið fátæklegt, það
voru a.m.k. hughrifin sem maður
fékk á Þjóðminjasafninu í gamla
daga. Safnið hlaut andlitslyftingu
upp úr aldamótum, en áður ríkti
þar myrkur og drungi. Í hnotskurn
virtist það vera eymdarveröld fólks
sem hafði misst af síðasta strætó og
glatað tækifærum hvað eftir annað,
öld eftir öld.
Þetta var þó ekki svona. Siða-
skipti voru árið 1550 með nokkrum
aðdraganda, við vorum kaþólsk í
550 ár. Hér voru
k l au st u r og
þar var sungið
Guði til dýrðar,
l í k l e g a á t t a
sinnum á sólar-
hring, auk messu.
Bænasöngurinn
k a l l a s t t í ð a -
bænir og veglegur
hluti bókar Árna
Heimis fjallar um
handrit frá kaþ-
ólsk um tíma. Í
bókinni er að finna
sálma í nótum sem
átti að syngja við
mismunandi tíðir á
ólíkum tímabilum.
Þessi handrit eru fjölmörg. Menn-
ingarlífið dó svo ekki út eftir siða-
skipti og handritin bera vott um það.
Í stærra samhengi
Alls eru tónlistarhandritin um
hundrað talsins frá kaþólskri tíð, og
um fimmtíu eftir siðaskipti. Þar eru
laglínur í misnákvæmri nótnaskrift,
og því er ekki alltaf á hreinu hvernig
tónlistin hljómaði í flutningi. Sögu-
legar heimildir um tónlistariðkun á
Íslandi, fyrir utan sjálf nótnahand-
ritin, eru mjög af skornum skammti.
Árni Heimir hefur þó unnið ótrú-
legt þrekvirki að rekja mörg lögin
til erlendra handrita á söfnum víða
um heim og finna fyrirmyndir
þeirra. Það er eins og að leita að nál
í heystakki, því gnægð handrita er
til. Hið skýra sögulega samhengi
við evrópska tónlistar-
iðkun sem Árni Heimir
bregður upp í bókinni er
því aðdáunarvert.
Tónlist liðinna alda
er fögur bók. Hún er í
A4 broti með myndum
af f jölda handr ita
með nótnaskrift, og
höfundurinn greinir
hverja mynd, segir
frá því hvaðan lagið
kemur og við hvaða
tækifæri það hlýtur
að hafa verið sungið.
Útkoman er gríðar-
legur fróðleikur
um sögu tónlistar á
Íslandi, en hann hefur hingað
til verið takmarkaður. Margir halda
að annar hver karlmaður í gamla
daga hafi verið víkingur og að hasar
og sverðaglamur hafi verið daglegt
brauð. Svo var ekki. Sverðin sem hér
hafa fundist eru örfá; tónlistarhand-
ritin eru miklu fleiri. Það segir sína
sögu. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Frábær bók með
miklum fróðleik um íslenska tónlistar-
sögu.
Sungið frekar en að höggva mann og annan
BÆKUR
Helköld sól
Lilja Sigurðardóttir
Útgefandi: JPV útgáfa
Fjöldi síðna: 326
Skáldsagan Helköld Sól er nýjasta
glæpasagan úr smiðju Lilju Sig-
urðardóttur. Söguhetjan
að þessu sinni er Áróra,
bresk-íslensk kona sem
hefur verið búsett í Bret-
landi síðan hún var barn.
Áróra hefur litlar taugar
til Íslands og hefur lítið
verið í því að brölta á æsku-
slóðirnar nema til þess að
heimsækja eldri systur sína,
Ísafold. Eldri systirin elti
nefnilega ástina til Íslands,
til þess eins að festast í ramm-
læstum klóm ofbeldismanns.
Við upphaf sögul er Ísafold hins vegar
týnd og móðir þeirra systra grátbiður
Áróru að fara til Íslands og leita að
eldri systur sinni.
Samband Ísafoldar og Áróru er
rauður þráður í gegnum Helköld sól.
Þær systur birtast sem algjörar and-
stæður, himinn og jörð, svart og hvítt,
Bretland og Ísland. Sagan stekkur
fram og til baka í tíma og rúmi þann-
ig að lesandi fær örlitla innsýn inn í
æsku og uppvöxt þeirra systra í Bret-
landi, þótt Lilja sé ekki að eyða of
miklu púðri í það.
Áróra er skemmtilegur karakter
sem passar vel inn í glæpasöguform-
ið. Það er líka hressandi að lesa sögu
sem ekki fjallar um rannsóknarlög-
reglumann í leit að réttvísinni. Áróra
starfar nefnilega sem nokkurs konar
einkaspæjari sem eltist ekki við fólk
heldur peninga, sem hún grefur upp í
aflandsreikningum og skattaskjólum
og skilar á réttan stað hverju sinni.
Hún kallar heldur ekki allt ömmu
sína, og er lesandinn ítrekað minntur
á stærð hennar og styrk. Það
svífur helst svolítil klisja
yfir vötnum þegar kemur
að ástalífi Áróru, sem
þykir afar fögur. Henni
tekst að næla sér í, ekki
bara einn, heldur tvo
aðdáendur á skömmum
tíma á Íslandi sem báðir
vilja allt fyrir hana gera.
Rómantískt brölt sögu-
hetju í glæpasögum
þykir kannski eftirsótt
hjá lesendum og ætli
þar liggi ekki hundurinn grafinn.
Helköld sól er skemmtileg glæpa-
saga og tiltölulega auðlesin. Lilju
tekst að sauma persónuleg vandræði
og hugarrót sögupersóna saman við
fléttuna sjálfa, leitina að Ísafold, án
þess að slíkt sé endilega í forgrunni.
Söguþráðurinn er spennandi fram
á síðustu blaðsíðu þrátt fyrir að höf-
undur gefi upp á fyrstu blaðsíðum
verksins að Ísafold hafi að öllum lík-
indum verið komið fyrir kattarnef.
Bryndís Silja Pálmadóttir
NIÐURSTAÐA: Góð glæpasaga með
áhugaverðum persónum og skemmti-
legri fléttu.
Týnd systir og tveir piparsveinar
3 0 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R66 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
0
-1
1
-2
0
1
9
0
4
:5
6
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
6
1
-0
1
E
4
2
4
6
1
-0
0
A
8
2
4
6
0
-F
F
6
C
2
4
6
0
-F
E
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
4
4
s
_
2
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K