Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 10
icewear.is Icewear janúarútsala 2019-3.pdf 1 17/12/2018 09:31 Átt þú erindi í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna? VR auglýsir eftir stjórnarmönnum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kjörtímabilið 2019 - 2023. Fulltrúaráð VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna skipar í stjórn lífeyrissjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn kynningarbréf með rökstuðningi, starfsferilsskrá og yfirlýsingu sem finna má www.vr.is á skrifstofu VR fyrir kl. 12.00 á hádegi mánu- daginn 21. janúar 2019, merkt „Umsókn LIVE“, eða á umsokn@vr.is. Valið verður um fjóra stjórnarmenn og einn til vara. Þeir sem gefa kost á sér skulu: Vera launamenn sem greiða skyldubundið iðgjald af aðalstarfi í Lífeyris- sjóð verzlunarmanna, æskilegt er að þeir séu félagsmenn í VR. Ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. Búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stjórnar- störfum á tilhlýðilegan hátt skv. 6. gr. reglna FME nr. 180/2013. Uppfylla skilyrði 31. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða um fjárhagslegt sjálfstæði, óflekkað mannorð o.fl. Auk þess þurfa þeir að gangast undir munnlegt hæfismat hjá FME sbr. 16. gr. reglna FME nr. 180/2013. Við mat á hæfi umsækjenda verður litið til reynslu og þekkingar, m.a. á lífeyrismálum, kjarasamningum, stjórnun, áætlanagerð, lögfræði og fjármálamörkuðum. Nánari upplýsingar og yfirlýsing sem þarf að skila með umsókn eru á www.vr.is/live VR | KRINGL UNNI 7 | 103 R EYKJAVÍK | SÍM I 510 1700 | WW W.VR .IS FLUGMÁL Boeing 737 Max 8 þota flugfélagsins Norwegian er enn föst á flugvellinum í Shiraz í Íran eftir að hafa nauðlent þar á leið frá Dúbaí til Óslóar 14. desember síðastliðinn. Önnur þota var send eftir farþeg- unum og þeir fluttir til Óslóar. Staðan er sérstaklega flókin þar sem Íran sætir efnahagsþvingunum og viðskiptabanni þannig að ekki er hægt að selja þangað varahluti í Boeing-þotur sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Eins og Fréttablaðið sagði frá daginn sem Norwegian-þotunni var lent í Íran, kom upp bilun í öðrum hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtak frá Dúbaí þannig að þotan lét ekki vel að stjórn og flugið var nokkuð skrykkjótt. Slökkt var á hreyflinum og síðan lent eðlilega í Shiraz. Um var að ræða aðeins tveggja mánaða gamla þotu, af gerðinni Boeing 737 Max 8 – sömu nýju teg- undinni og hrapaði þrettán mínút- um eftir flugtak frá Djakarta í Indó- nesíu 29. október eftir að flugmenn Lion Air misstu stjórn á vélinni. Allir um borð í Lion Air-þotunni, 189 manns, fórust. Af þessum sökum er áríðandi að skera úr um orsakir neyðarlendingarinnar í Íran. Til dæmis að svara því hvort um sams konar bilun var að ræða í þotunum tveimur, sem báðar voru svo gott sem nýjar úr kassanum. Icelandair hefur tekið hinar nýju Boeing 737 Max 8 þotur í notkun. Ein þeirra hefur verið úr leik í ellefu daga eftir að hún fauk á landgang í Leifsstöð á jóladagskvöld. „Þú verður að hafa samband við Norwegian varðandi stöðuna á flugvél þeirra,“ segir í svari frá Paul R. Bergman, fjölmiðlafulltrúa Boeing, í svari við fyrirspurn Frétta- blaðsins um ástæður þess að þota Norwegian lenti í Íran, hvers vegna vélin er þar enn og hvort rekja megi bilunina til hins sama og grandaði Boeing þotu Lion Air. Fréttablaðið hefur einmitt  frá því fyrir áramót ítrekað óskað eftir upplýsingum frá Norwegian um það hvers vegna þotu félagsins var nauð- lent í Íran og hvað valdi því að þotan er þar enn. Svör hafa ekki borist frá flugfélaginu. Fyrirspurn blaðsins frá því á miðvikudag til Rannsóknar- nefndar flugslysa í Noregi um hvaða upplýsingum um atvikið nefndin býr yfir hefur heldur ekki verið svarað enn. Fjallað var um málið á frétta- vefnum airlive.net á fimmtudag. Þar kemur meðal annars fram að útlit væri fyrir að viðgerðarliði sem Norwegian sendi til Shiraz hefði ekki tekist að gera við bilaða hreyfil- inn og að skipta þyrfti hreyflinum út.  Vegna fyrrgreinds viðskipta- banns þurfi hins vegar að koma til sérstakir samningar milli yfirvalda í Íran og Bandaríkjunum til að koma nýjum hreyfli inn í Íran. Neyðarlendingin í Íran gæti einnig haft í för með sér óþægi- legar afleiðingar fyrir þá sem voru um borð í Norwegian-vélinni. Þar sem þetta fólk, sem flest er norskt, hefur farið til Írans gæti það fram- vegis þurft að sækja um vegabréfs- áritanir til að komast til Bandaríkj- anna vegna reglna sem gilda nú þar í landi. gar@frettabladid.is Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. Nýja Boeing 737 Max 8 sést hér í einkennislitum Norwegian. MYND/BOEING REYKJAVÍK Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavík- ur, hóf í gær að auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra fyrirtækisins en starfinu hefur Berglind Rán Ólafs- dóttir sinnt til bráðabirgða síðan um miðjan september. Sem kunnugt er var Bjarna Má Júlíussyni sagt upp sem fram- kvæmdastjóra ON þann 13. septem- ber vegna ósæmilegrar framkomu við starfsfólk og Bjarni Ásmunds- son ráðinn tímabundið í hans stað. Hann tók hins vegar ekki við starf- inu eftir að stjórn Orkuveitu Reykja- víkur höfðu borist upplýsingar um alvarlegar ásakanir á hendur honum. Málefni ON voru mikið í kastljósi fjölmiðla síðan og lauk málinu með úttekt innri endurskoð- unar Reykjavíkurborgar á vinnu- staðamenningu OR í nóvember. Ein af hæfniskröfum nýs fram- kvæmdastjóra samkvæmt aug- lýsingu er geta og vilji til að vinna markvisst að jafnréttismálum og óumdeildir leiðtoga- og stjórn- unarhæfileikar. Nánar má lesa um starfið í aukablaði um Atvinnu sem fylgir Fréttablaðinu í dag.  – smj ON auglýsir eftir nýjum stjóra Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp 13. september. 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.