Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 79
Hann er vistaður í Lledoners-fang- elsinu. Amnesty International og skrifstofa mannréttindastjóra Sam- einuðu þjóðanna eru á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt fangelsun hans og annarra katalónskra aðgerða- sinna og stjórnmálamanna. Hér á Íslandi hefur svo forseti Alþingis lýst yfir áhyggjum af fangelsun Carme Forcadell, fyrrverandi forseta kata- lónska héraðsþingsins. Hneyksli fyrir Evrópu Ríkissaksóknari Spánar sakar Cuix- art um að hafa hvatt fólk til þátt- töku í atkvæðagreiðslunni sem fór fram þann 1. október 2017, að því er Cuixart sjálfur segir frá. „Við erum að tala um grund- vallarréttindi í lýðræðisríki. Tján- ingarfrelsið, frelsið til að mótmæla, til að greiða atkvæði. Þannig að saksóknarinn sakar mig fyrst um uppreisn og fer fram á sautján ára fangelsisdóm. Hin raunverulega ástæða þess að ég er í fangelsi er sú að ég er forseti Òmnium Cultural, samtaka sem telja rúmlega 130.000 meðlimi og einbeita sér að því að verja katalónska tungu, menningu og samheldni. Þau hafa verið virk í þessari hreyfingu sem snýst um sjálfsákvörðunarrétt Katalóna,“ segir Cuixart og bætir við: „Ég er pólitískur fangi á Spáni á 21. öldinni. Það er hneyksli fyrir alla Evrópu.“ Franco lifi enn Cuixart fékk birta grein í Frétta- blaðinu í lok október. Þar líkti hann spænskum stjórnvöldum við ógnar- stjórn einræðisherrans Franciscos Franco á Spáni á síðustu öld. En í hverju felast þessi líkindi? „Þegar Franco dó ákvað Spánn að gera ekki greinarmun á milli ger- enda og þolenda. Francoisminn, ólíkt nasismanum í Þýskalandi eða stjórn Mussolini á Ítalíu, hefur aldr- ei farið fyrir dóm. Þetta þýðir að lögreglumenn sem pyntuðu fanga héldu starfi sínu, ráðherrar sem kvittuðu upp á dauðadóma héldu áfram í stjórnmálum og dómarar Francos héldu áfram að fella dóma.“ Þrátt fyrir að Franco sé látinn lifir stjórn hans sum sé enn, heldur Cuix- art fram. Þannig hefur Francoisminn ítök í stjórnkerfinu, sérstaklega dómskerfinu. „Eins og hefur verið greint frá í skýrslum GRECO tryggja stjórnvöld ekki sjálfstæði dómstóla. Stofnun Francos er lögleg á Spáni í dag en grínistar mega ekki draga dár að fánanum eða samheldni Spánar.“ Ný stjórn Frá því Cuixart var handtekinn hefur stjórn Lýðflokksins undir for- sæti Marianos Rajoy vikið fyrir Sósí- al istaflokknum og Pedro Sán chez. Cuixart segir helsta muninn þann að sósíalistarnir séu almennilegri en grundvallaratriðin séu þó þau sömu. „Ríkisstjórn sósíalista reynir að nota vinsamlegri tón í viðræðum en leggur ekki fram neinar alvarlegar tillögur fyrir Katalóníu. Það er ekk- ert boð um raunverulegar viðræður og þaðan af síður um umbætur á stjórnarskránni. Ekkert skref í átt að ríkjasambandi, enginn raunveruleg- ur samræðuvilji og engin viðleitni til þess að binda enda á þetta hneyksli sem felst í því að læsa okkur inni, áður en mál okkar fara fyrir dóm, í rúmt ár.“ Óréttlætanlegt Aðspurður um lífið í fangelsinu segir Cuixart að komið sé fram við sig eins og alla hina fangana. Lífið í fangelsinu sé ekki sérstaklega erfitt og að hann njóti þess að stunda hug- leiðslu, lesa og skrifa. „Um þessar mundir sæki ég keramikvinnustofu og þegar við vorum í Madríd fékk ég að mála. Svo held ég líka áfram að sinna skyldum mínum sem for- seti Òmnium Cultural í fangelsinu þannig að ég hef nóg að gera. Það sem skiptir máli er hvernig maður tekst á við þessa takmörkun á líkam- legu frelsi. Frelsi er hugarástand og mér líður eins og ég sé frjáls,“ segir Cuixart. Að sögn Katalónans þjást aðstandendur hans þó meira. „Ég á son sem er eins árs og sjö mánaða gamall. Ég var sendur í fangelsi þegar hann var hálfs árs. Síðustu 410 daga hef ég fengið að vera með honum í samtals þrjá og hálfan dag. Það er óréttlætanlegt hneyksli. Ég fæ að hámarki að hringja sex símtöl í átta mínútur í hverri viku og fæ tvær heimsóknir á mánuði.“ Stuðningur Stuðningurinn sem Cuixart fær frá katalónskum aðskilnaðarsinnum hjálpar. „Þessi mikli stuðningur sem við, pólitísku fangarnir, höfum fengið er svakalegur. Þetta er kær- leikur sem við munum aldrei geta endurgoldið. Ég fæ hundruð dýr- mætra bréfa á hverjum einasta degi. Og á hverjum sunnudegi safn- ast þúsundir saman við fangelsið og syngja. Aðrir hittast einnig um gjörvalla Katalóníu,“ segir Cuixart. Ríkisstjórn Íslands ætti ekki að leyfa Spán-verjum að brjóta á mannréttindum kata-lónskra sjálfstæðis-sinna og annarra borg- ara. Þetta segir hinn 43 ára gamli Jordi Cuixart, forseti menningar- samtakanna Òmnium Cultural og einn níu Katalóna sem vistaðir eru í fangelsi vegna atburðanna haustið 2017 er stjórnvöld í Katalóníu boð- uðu til ólöglegrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði og gáfu svo út sjálf- stæðisyfirlýsingu skömmu síðar. Nokkur til viðbótar eru svo ákærð en á flótta utan Spánar. Til dæmis Carles Puigdemont, fyrrverandi héraðsforseti. Cuixart hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður. Áður en ákæra var gefin út í máli hans sagði dómari að Cuixart hefði klifrað upp á lög- reglubíl þann 20. september 2017 í mótmælum í aðdraganda atkvæða- greiðslunnar. Dómarinn sagði að Cuixart og annar ákærður, Jordi Sanchez, hefðu sagt mótmælendum að fara ekki heim, löng nótt væri í vændum. Á myndbandi sem var birt sést hins vegar hvar Cuixart og Sanchez biðja mótmælendur um að halda heim er þeir stóðu á bílnum. Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hafa gagnrýnt fangelsun Jordi Cuixart og annarra katalónskra aðgerðasinna. MYND/ÒMNIUM CULTURAL Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is ÉG ER PÓLITÍSKUR FANGI Á SPÁNI Á 21. ÖLDINNI. ÞAÐ ER HNEYKSLI FYRIR ALLA EVRÓPU. Katalónskur fangi biðlar til Íslendinga Jordi Cuixart er einn þeirra Katalóna sem voru ákærðir og fangelsaðir vegna sjálfstæðis­ atkvæðagreiðslu og ­yfirlýsingar árið 2017. Í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið segir hann stjórnarhætti Francos enn við lýði og að málið sé regin­ hneyksli fyrir alla Evrópu. 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.