Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.01.2019, Blaðsíða 2
Veður Snýst í vestan 10-18 m/s, fyrst vestan til á landinu með slyddu og kólnar, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Úrkomulítið um landið vestanvert. SJÁ SÍÐU 42 Kirkjugarður jólaandans Þau hafa vafalaust, hvert á sinn hátt, fært fjölskyldum jólaanda og gleði yfir hátíðarnar. En hjá Sorpu hefur nú þegar safnast saman mikill haugur jólatrjáa sem útskrifuð hafa verið af heimilum landsmanna. Talin hafa skilað sínu þetta árið. Jólaandinn endar í bláum gám. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9. Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Hefst 10. jan. ALÞINGI „Ég datt í veikindi rétt fyrir þingfrestun í byrjun desember og var heima í einhverja daga. Þá bjó ég bara til Þingspilið í einhverju hita­ móki. Ég er búinn að gera nokkrar prótótýpur og byrjaður að prófa spilið,“ segir Jón Þór Ólafsson, þing­ maður Pírata. Jón Þór er búinn að gera 72 mis­ munandi spil en þar á meðal eiga allir átta flokksformennirnir á þingi sitt eigið spil. Einnig er að finna spil eins og hneykslismál, stefnumál til að leggja fram og atvik eins og bús­ áhaldabyltinguna eða að fá pólit­ íska blóðgjöf. „Ég vildi hafa þetta svona eins og vinsælustu spilin eru í dag. Þú verður bara að geta tekið spilið upp og byrjað að spila þannig að allir skilji það eins og skot. Þá má bara taka svona korter til hálftíma að hámarki. Um leið og ég var kominn með formið þá rammaði það inn alla möguleikana sem ég hafði. Það er svo rosalega margt hægt að gera. Ég er búinn að vera að leikja­ væða Alþingi í hausnum á mér mjög lengi.“ Hann ákvað að nota skopmyndir Halldórs Baldurssonar í prótótýp­ una. „Ég fór að skoða myndirnar hans en hann er búinn að vera með samfélagsgrín síðan 2005 og tók í rauninni bara þessa stjórnmálasögu sem hann er búinn að taka saman í þessum myndum. Svo sá ég að ég gat leikjavætt hverja myndina á fætur annarri.“ Þannig varð til dæmis til spil sem sýnir fjórflokkinn en þegar því spili er spilað út tapa allir þeir flokkar fylgi. Svo eru nýju framboðin með sitt spil en þá eru helmingslíkur á því að sá sem fær það detti út af þingi. „Ég var núna að klára ansi góða útgáfu af prótótýpunni og sýndi Halldóri. Honum fannst þetta bara frábært og er með í þessu. Við erum bara að skoða næstu skref.“ Jón Þór segir að spilið sé einfalt, bara spilin en ekkert leikborð. „Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili.“ Jón Þór viðurkennir að hafa skemmt sér konunglega við gerð spilsins. „Þetta var geggjað stuð. Ég prófaði það svo fyrst með börn­ unum mínum. Það gekk fínt hjá stelpunni sem er að verða níu ára en var aðeins erfiðara hjá stráknum sem er sex ára.“ Aðspurður segist Jón Þór telja að hægt verði að spila Þingspilið í hliðar sölum Alþingis en varla í sjálfum þingsalnum nema í algjöru hljóði. „Ég sýndi öllum formönnun­ um sín spil fyrir jólin og þeim fannst þetta drepfyndið. Mig langar að gera þetta þannig að þetta sé eitthvað sem allir geti spilað. Það sé enginn kvikindisháttur heldur bara verið að hafa gaman af stjórnmálasögunni.“ sighvatur@frettabladid.is Nýtti veikindaleyfi til að búa til Þingspilið Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, notaði veikindaleyfi í desember til að búa til Þingspilið. Hann segist lengi hafa verið að leikjavæða Alþingi í hausnum á sér og hugar nú að framleiðslu ásamt Halldóri Baldurssyni skopmyndateiknara. Jón Þór notaði tækifærið og sýndi forseta lýðveldisins Þingspilið í nýársmót- töku á Bessastöðum. Að sögn Jóns Þórs leist Guðna vel á. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sum spilin krefjast reyndar hlutkestis og þá var ég að hugsa um að hafa eina íslenska krónu með hverju spili. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata RÍKISÚTVARPIÐ Magnús Geir Þórð­ arson verður áfram útvarpsstjóri næstu fimm árin en hann hefur gegnt starfinu síðan í mars 2014. Þetta staðfestir Kári Jónasson, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, í samtali við Fréttablaðið. Kjarninn greindi fyrst frá. Ráðningartími útvarpsstjóra er fimm ár en stjórn RÚV hefur heim­ ild til að endurráða útvarpsstjóra til fimm ára aftur, en þó aðeins einu sinni. Það ákvæði hefur stjórnin nýtt sér. „Þetta er þannig að ef stjórnin vill ekki framlengja við hann samning­ inn þá þarf að segja honum upp með tólf mánaða fyrirvara og hefði þurft að gera það í apríl á síðasta ári,“ segir Kári. Þar sem staðan var ekki aug­ lýst þá framlengist ráðningin um önnur fimm ár. Hann segir stjórnina mjög ánægða með störf Magnúsar Geirs sem útvarpsstjóra. „Já, hann er öflugur og er að gera marga góða hluti og það er margt í pípunum í Efstaleiti sem kemur í ljós á árinu.“ Aðspurður segir Kári að kaup og kjör útvarpsstjóra séu þau sömu og áður en laun hans voru hækkuð af stjórninni síðast árið 2017 og eru um 1.800 þúsund krónur á mánuði. – smj Magnús áfram útvarpsstjóri Magnús Geir Þórðarson, útvarps- stjóri RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Kári Jónasson, stjórnarfor- maður RÚV. ALMANNATRYGGINGAR Trygginga­ stofnun ríkisins hefur hlunnfarið stóran hóp öryrkja um milljarða á undanförnum árum að sögn Öryrkjabandalags Íslands. Þann­ ig hafi stofnunin skert bætur yfir þúsund einstaklinga á grundvelli búsetu, sem standist ekki. ÖBÍ segir bréf velferðarráðu­ neytisins til velferðarnefndar Alþingis fyrir jól staðfesta að TR hafi samtals haft hálfan milljarð af öryrkjum á hverju einasta ári í mörg ár. ÖBÍ metur tjónið á 5­6 milljarða. ÖBÍ segir að fjölmargir munu nú fá greiddar vangoldnar bætur aftur í tímann. „Ríkið er að gæla við þá hugmynd að greiða bara hluta til baka af því sem haft var ólöglega af fólki. Ég trúi því ekki að þetta endi þann­ ig,“ segir Daníel Isebarn, lögmaður Örykjabandalagsins.– smj Öryrkjar urðu af milljörðum 5 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.