Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 8
Sigurður Ingi segir að stefnt sé að þvi að gera heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi . MYND/GÍSLI BERG N O R Ð U R L A N D Sveit a r st jór n i r Skagafjarðar og Akureyrarbæjar fólu vegamálastjóra að gera grein- argerð um jarðgangakosti á Trölla- skaga, til að stytta vegalengdina á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Var henni skilað í haust og fýsileg- asti kosturinn talinn göng á milli Hóla og Barkárdals. Myndi hann stytta leiðina um 30 kílómetra og hringvegurinn færast þá leið. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Akureyrar, segir að sveitar- stjórnirnar hafi ekki frekar aðhafst í málinu að svo stöddu en að til standi að funda með samgöngu- nefnd Alþingis til að ræða göngin. „Styttingin er í sjálfu sér ekki mikil en stóra málið er að við myndum losna við erfiðan fjall- veg,“ segir Ásthildur. „Jarðgöngin myndu einnig tengja þessi vaxtar- samfélög betur saman, þannig að þau yrðu að einu atvinnusvæði.“ Nefnir hún Vaðlaheiðargöngin í þessu samhengi. „Við erum að sjá að með tilkomu þeirra eru Eyja- fjörðurinn og Þingeyjasýslurnar að verða eitt atvinnusvæði. Göng yfir í Skagafjörðinn myndu þétta Norðurlandið og það yrði miklu sterkara svæði.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráð- herra, segir að stefnt sé að því að gera heildstæða greiningu á jarð- gangakostum á Ísland. Þar verði valkostir á einstaka leiðum metnir með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar verði hægt að forgangsraða jarðgangna- kostum til lengri tíma. „Göng milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakostum sem verið hafa í umræðunni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða,“ segir Sigurður Ingi. Málið er þegar komið inn á borð Alþingis því að fyrir liggur þings- ályktunartillaga Stefáns Vagns Stefánssonar og Bjarna Jónssonar um að hefja vinnu við rannsóknir, frumhönnun og mat á hagkvæmni Tröllaskagaganga. Stefán Vagn, varaþingmaður og sveitarstjórnarmaður Framsóknar- f lokksins í Skagafirði, er sammála Ásthildi um að Skagafjörðurinn og Eyjafjörðurinn yrðu eitt atvinnu- svæði með tilkomu ganga og þjónusta myndi batna. „Hér hafa verið miklar breytingar á sjúkra- húsþjónustu svo að dæmi sé tekið og við erum að leita í meiri mæli inn á Akureyri. Þetta myndi auka öryggi okkar mjög mikið segir,“ Stefán Vagn. Nefnir hann einnig umferðar- öryggi og að verið sé að skoða Akureyrarf lugvöll sem nýtt hlið inn í landið. Myndi bæði hring- vegurinn og tengingin við f lug- völlinn auka ferðaþjónustu í Skaga- firði. „Ég myndi ekki segja að það hái Sauðárkrók að vera ekki hluti af hringveginum, en það myndi styrkja bæinn að vera kominn á Þjóðveg 1,“ segir hann. Þar sem málið er enn á umræðu- stigi liggja engar tölur fyrir um kostnað eða hagkvæmni ganga. Ljóst er þó að göngin yrðu enginn smábiti, enda allt að 20 kílómetra löng. Til samanburðar eru Vaðla- heiðargöng in 7,4 k ílómetrar. Reikna má því með að göngin kosti að minnsta kosti 40 eða 50 millj- arða króna. „Við höfum óskað eftir að Vegagerðin skoði þessa kosti, f inni bestu veglínuna og reikni kostnaðinn,“ segir Stefán Vagn. kristinnhaukur@frettabladid.is Vilja skoða fýsileika Tröllaskagaganga Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að jarðgöng á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar myndu stórefla atvinnusvæðið á Norðurlandi. Ráðherra gerir fast- lega ráð fyrir að göngin verði einn af þeim möguleikum sem skoðaðir verða. Göng milli Eyja- fjarðar og Skaga- fjarðar, Tröllaskagagöng, eru einn af þeim gangakost- um sem verið hafa í umræð- unni sem mögulegir kostir og má því fastlega gera ráð fyrir að þau verði einn af þeim kostum sem skoðaðir verða. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra klippingu? Tími fyrir Afgreiðslutímar á www.kronan.is SAMFÉLAG Rauði krossinn vekur athygli á sjóð sem veitir neyðar- styrki til þeirra sem búa við sára- fátækt og setur af stað kynningar- herferð undir slagorðinu „Ég sé þig, í dag“. „Þetta er tímabundið átaks- verkefni sem hófst í vor en við töldum rétt að vekja athygli á því núna fyrir jól og á svörtum föstu- degi. Þetta er sérstaklega erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna,“ segir Brynhildur Bolla- dóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, og bendir á að um sex þúsund manns glími við fátækt hér á landi. „Þetta er stór hópur fólks. Tekju- viðmiðin eru mjög þröng en mán- aðarlegar tekjur einstaklings verða að vera undir 200 þúsund krónum og maður vonaði nú að enginn þyrfti að fá úthlutað úr sjóðnum, en 254 hafa fengið neyðarstyrk,“ segir hún frá. „Við erum að grípa fólk sem er í millibilsástandi. Stundum lendir fólk í erfiðum aðstæðum, er til dæmis að bíða eftir örorkumati eða eitthvað slíkt. Það er hætta á því að fólk festist í fátækt ef enginn grípur það. Þetta er mikilvægt því að hætta er á að börn sem alast upp við fátækt verði fátæk sjálf.“ Brynhildur segir fátækt falinn vanda í íslensku samfélagi. Við viljum varpa ljósi á þá staðreynd að það er stór hópur fólks sem glímir við fátækt og okkur fannst þetta gott umhugsunarefni á svörtum föstudegi.“ Þeir sem telja sig eiga rétt á neyðarstyrk geta kannað málið á sarafataekt.raudi. krossinn.is. – khg Neyðarstyrkir til sárafátækra Brynhildur Bolladóttir, upp- lýsingafulltrúi Rauða krossins. N E Y TE N D U R Neytendasamtök- unum hafa borist ábendingar um að smávöruverslanir hækki verðið í aðdraganda svarts föstudags, eða Black Friday. Ólíkt því sem gerðist í fyrra hafa lánafyrirtæki í auknum mæli auglýst í tilefni dagsins. „Við höfum fengið nokkuð margar ábendingar frá einstaklingum um að verslanir hafi verið að hækka verð til þess að lækka þennan dag,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna. Samtökin fylgdust einnig með í fyrra og var það sama uppi á teningnum þá, það er að versl- anir hækki verð nokkrum dögum fyrir svartan föstudag. Hvetur hann fólk til að tilkynna slíkt til Neytendastofu, enda sé ólöglegt að auglýsa afslætti nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. „Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega,“ segir Breki. Jafn framt má afsláttur ekki vara lengur en sex vikur, heldur er það þá orðið hið nýja verð. Breki segir helsta muninn milli ára vera fjölgun auglýsinga frá smá- lánafyrirtækjum, bæði þeim sem bjóða löglega og ólöglega vexti. „Það sem við viljum koma áleiðis er að þessi svarti föstudagur hefur verið tromm aður upp á undanförnum árum sem einn helsti kaupgleði- leikur ársins, eins og að verslun sé að fara úr móð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann telji að neytendur séu að hagnast á þess- um degi segir Breki það misjafnt. „Eflaust er hægt að gera góð kaup en fólk þarf að spyrja sig hvort það virkilega vanti þær vörur sem það er að hugsa um að kaupa.“ Einnig að það kanni verðið, bæði hvernig það var áður en afsláttur var kynntur og hvernig þau er erlendis. – khg Hækka verð til að lækka það á svörtum föstudegi Lánafyrirtæki auglýsa í tilefni svarts föstudags. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Verslun verður að geta sýnt fram á að hafa selt vörur á því verði sem hún segir hið venjulega. 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -4 F 6 4 2 4 5 F -4 E 2 8 2 4 5 F -4 C E C 2 4 5 F -4 B B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.