Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 20
Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, nýtingu þara og ræktun þörunga. Þór Sigfússon Sjávarklasanum Bláa hag ker f ið, eða öl l st a r f s em i s em við kemur haf inu í kringum Ísland, getur þrefaldast að umfangi á næstu tveimur ára- tugum. Í bláa hagkerfinu felast því mörg tækifæri til að skapa verðmæti og áhugaverð störf til framtíðar. Þetta er m.a. það sem kemur fram í nýju riti Íslenska sjávarklasans sem nefnist „Bak við yztu sjónarrönd“ og kemur út innan tíðar. „Bróðurpartur veltu bláa hag- kerfisins í dag er tengdur hefð- bundnum fiskveiðum,“ segir Þór Sigfússon sem er annar höfunda ritsins ásamt Þórlindi Kjartans- syni. „Að mati okkar kann að vera að allt að helmingur veltu bláa hag- kerfisins sé lítið eða ekkert tengdur sjávarútvegi innan 20 ára. Nýjar atvinnugreinar, sem nýta auðlindir hafsins, munu skjóta enn frekar rótum og verða fyrirferðarmiklar á komandi árum ef rétt er á málum haldið,“ segir Þór. „Tækifærin liggja meðal annars í aukinni fiskirækt, líftækni, full- vinnslu aukaafurða, vaxandi stofn- um nýrra veiðitegunda við Ísland eins og skelfiski, nýtingu þara og ræktun þörunga svo eitthvað sé nefnt.“ Hann segir ógnanirnar felast fyrst og fremst í aukinni mengun í hafinu í kringum Ísland, hitnun og súrnun sjávar og plastmengun. Í ritinu eru nefnd nokkur atriði sem leggja ber kapp á til að efla enn frekar bláa hagkerfið. Þar er meðal annars nefnt mikilvægi þess að Íslendingar skynji þau tækifæri sem felast í því að taka sér stöðu sem for- ystuland í nýsköpun og umhverfis- vernd. Þá þarf að efla rannsóknir og menntun á þessum sviðum, styrkja enn frekar samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu Íslands og efla nýsköpunar- og frumkvöðlaum- hverfið hérlendis. Umhverfismál í brennidepli Spurningar sem settar eru fram í ritinu lúta að því hvernig bláa hag- kerfið á Íslandi komi til með að líta út eftir fáeina áratugi. Verða nýjar fisktegundir áberandi, hvaða áhrif hefur aukin súrnun sjávar á hafið okkar, verða þari eða skelfiskur orðnir verðmætari en núverandi sjávarauðlindir? Munum við keppa í auknum mæli við grænkerafisk sem búinn er til á landi? En stærsta spurningin er því hvort við verðum þekkt sem fiskveiðiþjóðin sem býr við ríkar og hreinar sjávarauðlindir eða þjóðin í súra hafinu? Mark Kurlansk y, höf undur „Ævisaga þorsksins; fiskurinn sem breytti heiminum“, er einn af 26 álitsgjöfum sem skrifa í ritið. Mark segir þar meðal annars: „Engir hafa sterkari röksemdir fyrir því að bjarga þorskinum heldur en Íslendingar, þar sem bæði efna- hagur og menning eru háð honum. Og ég efast um að nokkur hafi barist harðar fyrir því að bjarga honum. Í dag getum við saknað þeirra tíma þegar ábyrg stjórnun fiskveiða var fullnægjandi. Það er ekki lengur nóg,“ segir Mark. Hann segir að hinn ískyggilegi sannleikur sé að Norður-Atlantshafið geti ekki lengur séð öllum sínum fiski fyrir æti. Þetta muni hafa sérstök áhrif á stærri fiska, eins og þorskinn. Þrefaldast bláa hagkerfið á næstu 20 árum? Í ritinu er rætt um líklega þróun í veltu einstakra greina sem tengjast bláa hagkerfinu hérlendis næstu tvo áratugina. Sú spá byggist bæði Hafsjór af tækifærum Bláa hagkerfið, eða öll starfsemi sem við kemur hafinu í kringum Ísland, getur þrefaldast að um- fangi á næstu tveimur áratugum. Í dag byggir bláa hagkerfið að mestu á hefðbundnum sjávarútvegi. Innan 20 ára mun allt að helmingur veltu byggjast á nýjum atvinnugreinum sem nýta auðlindir hafsins. Greina má tíu framtíðartækifæri fyrir hið bláa hagkerfi á Íslandi n Íslensk hátækni- fyrirtæki geta verið leiðandi í innleiðingu nýjunga og umbreytingu sjávarútvegs á heimsvísu. n Framleiðsla á vistvænum fiski með um- hverfisvænum aðferðum getur aukist hérlendis. n Tæknikunn- átta Íslendinga við fullnýtingu hliðarafurða fisks getur nýst um allan heim n Sjávarlíftækni getur orðið stór atvinnugrein á Íslandi. n Þörungasvifið í sjónum er ein stærsta auðlind landsins og hana má nýta marg- falt meira. n Íslensk fyrirtæki geta leitt þróun í rekjanleika fisks og annarra mat- væla á heims- vísu. n Ísland hefur möguleika á að vera mið- stöð flutninga á Norður Atlants- hafi. n Íslendingar geta laðað til sín frumkvöðla með því að bjóða alþjóðlega menntun og gott nýsköpunarum- hverfi. n Aðstæður til ræktunar á ýmsum verð- mætum skel- dýrum og öðrum lindýrum í sjó og í landstöðvum eru einstaklega góðar á Íslandi. n Íslendingar geta leitt rafvæðingu fiskiskipa í okkar heimshluta Bláa hagkerfið býður okkur Íslendingum gríðarleg framtíðartækifæri á næstu árum . Til þess að svo megi verða verður Ísland að taka sér stöðu sem forystuland í nýsköpun og umhverfisvernd. Efla þarf rannsóknir og menntun á sviðum haftengdra greina, styrkja samkeppnissjóði, treysta hafréttarlega stöðu landsins og efla nýsköpunarumhverfið hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ✿ Framtíðartækifæri á áætlunum sem gerðar hafa verið um veltuaukningu þessara atvinnu- greina á heimsvísu og á viðtölum við ýmsa frumkvöðla og forsvars- menn fyrirtækja hérlendis. „Bláa hagkerfið talið geta þrefald- ast á næstu 20 árum, farið úr tæp- lega 400 milljarða veltu í rösklega 1300 milljarða,“ segir Þór. „Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast haf- inu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarút- vegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára.“ Þór segir að með útgáfunni sé verið að kynna tugi hugmynda um áhugaverð tækifæri fyrir hugvits- fólk til að hagnýta hafsins gæði og skapa um leið verðmæti og spenn- andi störf. Þá eru raktar í ritinu mikilvægustu leiðir til að efla Ísland sem leiðandi þjóð í haftengdum greinum. ✿ Áætlaður vöxtur hins bláa hagkerfis Íslendinga næstu 20 árin 1.400.000.000.000 kr. 1.200 1.000 800 600 400 200 Eins og sést á þessari mynd er talið að bláa hagkerfið geti rösklega þrefaldast á næstu 20 árum, farið úr tæp- lega 400 milljarða veltu í rösklega 1.300 milljarða. Mikill vöxtur er talinn geta orðið áfram í tæknifyrirtækjum sem tengjast hafinu, fiskeldi, líftækni og fullvinnslu, þara og þörungum svo eitthvað sé nefnt. Ef svo fer þá kann sjávarútvegur að verða einungis helmingur af veltu haftengdra greina hérlendis innan 20 ára. n Sjávarútvegur n Fiskeldi n Fullnýting aukaafurða og líftækni n Ráðgjöf n Tæknifyrirtæki n Þörungar n Haftengd ferðaþjónusta 2018 2023 2028 2033 2038 Davíð Stefánsson david@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -3 1 C 4 2 4 5 F -3 0 8 8 2 4 5 F -2 F 4 C 2 4 5 F -2 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.