Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 29
Í DAG Þórlindur Kjartansson Tryggðu þér áskrift DOMINO’S DEILD KARLA Í KVÖLD 20:10 KAUPTU STAKAN LEIK: DOMINO’S KÖRFUBOLTAKVÖLD Í KVÖLD 22:10 Frægt er hversu illa lottóvinnings-höfum gengur oft að haldast á því ríkidæmi sem þeim áskotnast í svip- hendingu þegar tölurnar þeirra sogast upp í plaströr í sjónvarpinu. Algengt er að jafnvel fólk sem vinnur tugi og hundruð milljóna sólundi því öllu á undra- skömmum tíma og standi eftir jafn slyppt og snautt og það var áður. Eins eru mörg dæmi um samfélög þar sem verðmætar auðlindir uppgötvast en happafengurinn snýst á örstuttum tíma upp í sannkallaða hefndargjöf. Peningar og ríkidæmi Það er ágætt kappsmál hjá bæði einstakl- ingum og þjóðum að öðlast efnahagslegt sjálfstæði og jafnvel ríkidæmi. En hvort sem litið er til einstaklinga eða samfélaga, þá skiptir ekki bara máli hvort það tekst að verða auðugur. Það skiptir líka máli hvernig það er gert. Það eru ýmsar leiðir sem þjóðir geta farið til þess að öðlast efnahagslega velsæld; þá sem mælist í landsframleiðslu á mann og ýmsum öðrum þjóðhagslegum útreiknistærðum. Samkvæmt slíkum tölum eru olíurík lönd við Persaf lóa meðal þeirra allra auðugustu en líka ýmis smáríki sem eru þekktari fyrir að bjóða upp á ýmiss konar siðferðislega vafasama fjármálaþjónustu. En þessi samfélög eru ekki endilega „rík“ þótt þar sé mikið af peningum. Í hagfræðinni er gjarnan talað um „hol- lensku veikina“ sem lagst getur á sam- félög sem skyndilega komast yfir mikil efnahagsleg verðmæti. Þegar það gerist þá dregur mjög úr hvatanum til þess að skapa nýjungar, beita hugviti og sköp- unargáfu. Þá er nefnilega hægt að græða miklu meira á því að koma sér í góða aðstöðu til að hafa aðgang að peningum heldur en að búa til eitthvað sjálfur. Sem sagt, það verður miklu meira upp úr því að hafa að reyna að ná til sín verðmætum heldur en að skapa þau. Þetta hefur marg- háttuð áhrif á samfélög; og allf lest mjög neikvæð. Ýmiss konar spilling er líkleg til þess að byrja að grassera í þannig sam- félögum; og ekki einungis sú sem felst í ólöglegum og siðlausum athöfnum heldur er hætta á því að samfélögin verði mátt- laus og fólkið sjálft framtakslítið, hikandi og hrætt. 2000 bólan og bankabólan Í framúrskarandi grein eftir Rögnvald J. Sæmundsson og Örn D. Jónsson í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál árið 2010 er fjallað á einstaklega aðgengilegan hátt um stöðu frumkvöðla á Íslandi. Í greininni benda þeir á að í kringum aldamótin 2000 hafi á Íslandi orðið til vísir að viðskipta- umhverfi þar sem fólk með nýjar hug- myndir og djarfar áætlanir hafi fengið tækifæri til þess að fylgja úr hlaði nýsköp- unardrifnum frumkvöðlahugmyndum. Bankabólan sem varð til f ljótlega upp úr aldamótum var hins vegar þess eðlis að hún snerist ekki um að skapa raunveruleg verðmæti heldur einmitt að ná þeim til sín. Því má segja að ein af af leiðingum hennar hafi verið að stíf la farveg raun- verulega gagnlegrar nýsköpunar. Og það er staðreynd að enn er staðan þannig á Íslandi að bestu dæmin um alþjóðlega samkeppnishæfa nýsköpun eru fyrir- tæki sem eru orðin að minnsta kosti 30 til 40 ára; og langf lest stærstu fyrirtæki landsins eru miklu eldri en það. Hér á landi þurfum við líka að vera mjög á varð- bergi gagnvart þeim hættum sem fylgt geta ríkulegum náttúruauðlindum; því af þeim eigum við sannarlega nóg. Vandmeðfarið vald Íslenskur sjávarútvegur er vissulega starfsemi sem byggist á nýtingu auð- lindar, en það er þó blessun Íslendinga að nýting auðlindarinnar krefst mikillar hugvitssemi, þekkingar og sköpunar- gáfu. Og enn meiri lukka (eða forsjálni) gerði það að verkum að á tuttugustu öldinni stóð Ísland mjög framarlega í hvers kyns nýsköpun sem tengist sjávar- útvegi, og enn í dag njótum við góðs af því. En jafnvel þrátt fyrir þetta þá hefur íslenska hagkerfið mikil, og kannski vaxandi, einkenni auðlindahagkerfis um þessar mundir. Á áratugnum frá hruni hefur orðið mikil auðs- og valdasöfnun á höndum öf lugustu útgerðarfyrirtækj- anna. Slíkt vald er mjög vandmeðfarið og getur verið hættulegt bæði þeim sem með það fara og hinum sem fyrir því verða. Ein mesta hættan sem fylgt getur auð- söfnun sem byggist á nýtingu auðlinda er þó líklega sú að svigrúmið til nýsköp- unarstarfsemi getur þrengst. Til þess að sporna við því þarf að hlúa sérstaklega að umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla- starfsemi. Sem betur fer eru til fjölmörg dæmi um samfélög sem hefur tekist að halda hvoru tveggja í blóma—nýtingu auðlinda og hugvits. Það má ekki bregðast hér á landi. Fleiri tækifæri Hér á landi þarf að standa vörð um jákvætt hugarfar í garð frumkvöðla, tryggja fjárhagslega innviði nýsköpunar, byggja upp þolinmæði gagnvart áhættu, beina fjármunum frekar í átt að sköpun verðmæta heldur en gjörnýtingu auð- linda, og gæta þess að Íslendingar eigi þess kost að taka óhindrað þátt í alþjóð- legum viðskiptum. Velmegun og lífsgæði á Íslandi á næstu árum og áratugum mun ekki byggjast á því að veiða f leiri fiska, virkja f leiri fallvötn eða traðka niður f leiri stíga í viðkvæmri náttúru. Hér á landi þurfa að verða til f leiri ný fyrirtæki sem hafa tækifæri til þess að gera stóra hluti á alþjóðlegum markaði og veita f leira fólki tækifæri til þess að starfa í spennandi og skapandi umhverfi. Að skapa eða taka Sem betur fer eru til fjölmörg dæmi um samfélög sem hefur tekist að halda hvoru tveggja í blóma—nýt- ingu auðlinda og hugvits. Það má ekki bregðast hér á landi. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F Ö S T U D A G U R 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -3 1 C 4 2 4 5 F -3 0 8 8 2 4 5 F -2 F 4 C 2 4 5 F -2 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.