Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 32
Við hjá Landsvirkjun erum þak k lát f y rir þá viður-kenningu sem við hlutum
á dögunum, þegar okkur voru
veitt Hvatningarverðlaun jafn-
réttismála. Verðlaunin eru okkur
hvatning til að halda áfram á sömu
braut, því jafnréttismál eru ekki
tímabundið átak heldur eiga þau
að vera eðlilegur hluti af starfsemi
fyrirtækja, alltaf. Þótt við höfum
náð árangri að undanförnu erum
við þó ekki enn orðin „góð í jafn-
rétti“. Enn er verk að vinna, en við
vitum hvert við ætlum að komast.
Algjört jafnrétti er ekki bara
æskilegt. Það er nauðsynlegt. Um
það er sem betur fer ekki lengur
deilt í samfélaginu. Í orði kveðnu
er það löngu afgreitt mál að við
eigum öll að sitja við sama borð,
hvort sem við erum konur, karlar
eða tilheyrum öðrum kynjum.
Jafnrétti er orðið sjálfsagt mál.
En þótt tíðarandinn hafi breyst
með þessum jákvæða hætti hafa
raunverulegar breytingar víða
látið standa á sér. Við hjá Lands-
virkjun áttuðum okkur á því að
við þyrftum að gera miklu betur,
þegar við skoðuðum stöðu jafn-
réttismála hjá okkur með gagn-
rýnum augum árið 2017. Gras-
rótin í fyrirtækinu hvatti okkur
til dáða – myndast hafði hópur
kvenna sem voru ekki nægjanlega
ánægðar með stöðu jafnréttismála
hjá okkur.
Frá orðum til aðgerða
Við ákváðum þess vegna að gera
eitthvað í málunum. Við gerðum
jafnrétti að einni af aðaláherslum
Landsvirkjunar. Forstjóri fyrir-
tækisins, undirritaður, gerðist
eig a nd i á her slu verke f n i si n s
innan fyrirtækisins og tók við for-
mennsku í jafnréttisnefnd, auk
þess sem við fengum forstöðu-
mann á starfsmannasviði til þess
að leiða jafnréttisvinnuna.
Fram að þessu höfðum við haft
frekar þröngt sjónarhorn á jafn-
rétti og einblínt á kynjahlutföll og
laun. Við víkkuðum út sjóndeildar-
hringinn og fórum að horfa á þætti
eins og menningu, samskipti og
vinnuumhverfi – tókum upp eins
konar 360° nálgun á jafnrétti í fyr-
irtækinu. Við réðumst í umfangs-
mik ið jafnréttisverkefni með
Capacent – Jafnréttisvísinn – og
gerðum heildstæða úttekt á stöðu
jafnréttismála innan Landsvirkj-
unar. Við fengum allt starfsfólkið
með okkur í vegferðina, héldum
starfsdag í Hörpu og þangað mætti
nánast allt starfsfólk fyrirtækisins,
um 300 talsins.
Aðgerðaáætlun jafnréttismála
Í k jölfa r st a r fsdagsins vor u
umbótatillögur starfsfólks f lokk-
aðar og þeim forgangsraðað. Úr
varð aðgerðaáætlun jafnréttismála
til þriggja ára, með skýrum mark-
miðum, mælikvörðum og umbóta-
verkefnum.
Ávinningur verkefnanna er nú
þegar orðinn áþreifanlegur. Meðal
annars hefur verið farið yfir starfs-
heiti út frá kynjasjónarmiðum,
farið hefur verið yfir kynningar-
efni fyrirtækisins með jafnrétti
í huga, innleitt hefur verið nýtt
ráðningarferli sem hannað er til að
stuðla að jöfnum kynjahlutföllum,
innleitt nýtt ferli um viðbrögð við
kynferðislegri og kynbundinni
áreitni, kynjahlutföll eru höfð
til hliðsjónar við skipulagningu
opinna funda, stofnaður hefur
verið verkefnahópur sem horfir á
vinnuumhverfi með tilliti til jafn-
réttis og svo má lengi áfram telja.
Í ár hefur áhersla verið lögð á
menningu, enda var ljóst að fara
þyrfti betur í saumana á henni,
greina hana og breyta ákveðnum
þáttum hennar, ef við ætluðum að
ná markmiðum okkar í jafnréttis-
málum.
Jafnrétti er ekki átak
Það er mikilvægt að hafa í huga
að jafnrétti er ekki átak. Jafn-
rétti á að vera ástand. Við tölum
ekki um jafnréttisátak hjá Lands-
virkjun, heldur jafnréttisvegferð,
sem heldur áfram. Við höfum þó
bætt okkur mikið og erum með-
vituð um að við þurfum áfram að
halda vel á spöðunum. Við vitum
hvar við erum og hvert við viljum
komast. Það er forsenda þess að ná
árangri í jafnréttismálum.
Jafnréttið er að hraða þróun fyrirtækisins
Hörður
Arnarson
forstjóri
Landsvirkjunar
Við víkkuðum út sjón-
deildarhringinn og fórum
að horfa á þætti eins og
menningu, samskipti og
vinnuumhverfi – tókum
upp eins konar 360° nálgun
á jafnrétti í fyrirtækinu.
Opnunartími: Mán-föst kl. 10-18 • Lau kl. 12-15 • Lokað sunnudaga.
Sími utan opnunartíma • S. 861 2165
Black Friday
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
2.1
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
3.2
50.
00
0
REYNSLA OG TRAUST Í 30 ÁR
SUBARU Forester premium. Árgerð
2017, ekinn 155 Þ.KM, bensín, sjálf-
skiptur. Black Friday Tilboð 2.190.000.
Rnr.213940.
KIA Sportage ex. Árgerð 2018, ekinn 123
Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 6 gírar.
Black Friday Tilboð 3.250.000.
Rnr.213939.
MERCEDES-BENZ Gle 250 d 4matic.
Árgerð 2018, ekinn 67 Þ.KM, dísel,
sjálfskiptur 9 gírar. Black Friday Tilboð
7.990.000. Rnr.117103.
KIA Soul ex. Árgerð 2017, ekinn 101
Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 7 gírar.
Black Friday Tilboð 1.790.000.
Rnr.213783.
KIA Sorento ex 7manna. Árgerð 2018,
ekinn 108 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur 8 gírar.
Black Friday Tilboð 4.690.000.
Rnr.213918.
BMW X6 xdrive30d m-tech. Árgerð
2015, ekinn 68 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur
8 gírar. Black Friday Tilboð 7.990.000.
Rnr.115421.
TOYOTA Hilux double cab sr5. Árgerð
2008, ekinn 188 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur
4 gírar. Black Friday Tilboð 2.390.000.
Rnr.213898.
SKI-DOO Summit sp 154. Árgerð 2014,
ekinn 4100 .KM, bensín, sjálfskiptur.
Black Friday Tilboð 1.190.000.
Rnr.114170.
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
7.9
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
7.9
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
1.7
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
2.3
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
4.6
90.
00
0
Bla
ck
Fri
da
y T
ilb
oð
1.1
90.
00
0
Eftir að ég varð atvinnulaus í sumar sótti ég ekki um önnur störf. Í sumar þurfti ég að
segja starfinu mínu upp þar sem
ekki voru nægir peningar í verk-
efninu til að borga mér laun en ég
tala meira um það hér. Það fyrsta
sem ég gerði var að meta stöðuna
og reyna komast að þvi hvað mig
langaði að gera - vegna þess að
ekkert fyrirtæki kallaði til mín. Í
staðinn ákvað ég að vinna að verk-
efninu Reboot Hack sem ég hafði
stofnaði ári áður ásamt skóla-
systrum mínum. Reboot Hack er
hakkaþon fyrir háskólanema en
hakkaþon er nýsköpunarkeppni
sem fer fram á 24 tímum þar sem
fyrirfram ákveðnar áskoranir frá
íslenskum fyrirtækjum eru lagðar
fyrir sem þátttakendur þurfa svo
að þróa og að lokum kynna hug-
myndir sínar að lausnum.
Eftir að hafa lokið fyrsta fjár-
mögnunarfasa Reboot Hack í
byrjun september komust við að
því að jarðvegurinn er grýttari
en við höfðum talið og mér ljóst
að ég gæti ekki fengið greitt fyrir
vinnuna mín hjá Reboot Hack.
Ég opnaði því fyrir það að taka
að mér auka verkefni til að halda
mér uppi.
Fyrsta verkefnið sem ég tók að
mér var í gegnum fyrri samstarfs-
aðila Reboot Hack 2019. Verkefnið
fólst í því að vera ráðgjafi við
framkvæmd hakkaþons á vegum
Snjallborgarinnar, verkefnis á
vegum Reykjavíkurborgar. Þar
gat ég nýtt þá þekkingu og færni
sem ég hef öðlast í gegnum störf
mín við hakkaþon ásamt færni
mína í samskiptum og viðburðar-
stjórnun. Það fréttist út og stuttu
seinna fékk ég annað hakkaþons
verkefni í hendurnar en í það
skipti var mér falið að sjá um alla
framkvæmd hakkaþonsins. Þegar
á leið það verkefni kom í ljós að
ekki var til nægt fjármagn ásamt
því að ekki var nægjanlegur tími
til stefnu til þess að klára allt sem
þurfti. Því var ákveðið að hætta
við framk væmdina. Þá sömu
viku kom upp í hendurnar á mér
annað hakkaþon - í þetta skipti
fyrir Tónlistarborgina Reykjavík
en hakkaþonið fór fram undir
leiðsögn MIT Bootcamps sem
byggir á hugmyndafræði frá sér-
fræðingum við MIT-háskólann og
einblínir á hvernig á að leiða hópa
í hugmyndavinnu.
Starf mitt síðustu mánuði hefur
því þróast í það að vera hakka-
þonráðgjafi, sem er blanda af verk-
efnastjórnun, viðburðarstjórnun,
markaðsstörfum og almanna-
tengslum. Ég hef þróað með mér
enn betri færni til þess að vinna
sjálfstætt sem og hæf ileikann
til þess að koma inn í í teymi og
vinna samhliða þeim á mest krefj-
andi tímum verkefnisins. Starfið
felur í sér að geta haldið mörgum
boltum á lofti frá mismunandi
verkefnum. Það felur í sér mikið
skipulag og úthald þar sem fjöldi
funda er mikill þegar nær líður
hakkaþonunum sjálfum, sem og
hakkaþonin sjálf krefjast mikill-
ar viðveru þegar að þeim loksins
kemur. Ég hef kynnst fjölmörgu
fólki innan nýsköpunarsenunnar
ásamt því að hafa myndað tengsl
milli þeirra verkefna sem finna
má í mínu umhverfi og hvatt fólk
til þess að taka þátt í gegnum það
sterka tengslanet sem ég hef þróað
í gegnum störf mín. Það skiptir
mig miklu máli að tengja þessi
verkefni saman og hakkaþon-
áhugafólk ætti að geta sótt öll þau
hakkaþon sem eru í boði á Íslandi.
Þegar ég var yngri dreymdi mig
alltaf um að vinna við eitthvað
sem hafði ekki enn verið fundið
upp. Síðustu ár hef ég síðan stefnt
að því að vinna við krefjandi og
síbreytilegt starf sem krefst þess
að ég leggi mig stöðugt fram um að
læra nýja hluti. Að geta fylgt þessu
eftir, uppfylla markmiðin og hafa
skapað mér mín eigin tækifæri
hefur verið gríðarlega lærdóms-
ríkt. Í dag er ég gríðarlega stolt af
því að hafa tekist að skapa mér
tímabundna atvinnu sem hakka-
þonráðgjafi. Ef þú hefur áhuga á
því að halda hakkaþon, kynnast
hugmyndafræðinni betur eða taka
þátt í Reboot Hack ekki hika við að
hafa samband.
Ég er hakka þon ráð gjafi, en þú?
Kristjana Björk
Barðdal
framkvæmda-
stjóri Reboot
Hack Þegar ég var yngri dreymdi
mig alltaf um að vinna við
eitthvað sem hafði ekki enn
verið fundið upp. Síðustu
ár hef ég síðan stefnt að því
að vinna við krefjandi og
síbreytilegt starf sem krefst
þess að ég leggi mig stöðugt
fram um að læra nýja hluti.
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R30 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-1
9
1
4
2
4
5
F
-1
7
D
8
2
4
5
F
-1
6
9
C
2
4
5
F
-1
5
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K