Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 38
Þá styttist í jólin og því ekki úr vegi að rifja upp heimildirnar um fæðingu Jesú, en jólin, eða Kristsmessa eins og hátíðin heitir upp á ensku, er fæðingarhátíð hans. Það eru tveir guðspjallamenn sem geyma heimildirnar um fæðingu hans í Betlehem, þeir Matteus og Lúkas. Samkvæmt Biblíunni fædd- ist Jesús á meðan Heródes mikli var leppkonungur Rómverja í Ísrael. Nú er það svo að Heródes dó árið fjögur fyrir Krist. Matteus segir svo frá að Heródes hafi sent hermenn til Betlehem til að myrða öll sveinbörn tveggja ára og yngri, eftir að hann hafði fengið fréttina af fæðingu meistarans. Þess vegna hlýtur Jesús að hafa fæðst að minnsta kosti 5-6 árum fyrir tímatal okkar, 5-6 árum fyrir fæðingu sína. „Fæðing Jesú“ er hugtak sem er notað í sambandi við tímatal. Við teljum frá fæðingu Jesú, „á því Herrans ári“ eins og sagt er. Þetta hugtak er ekki sagnfræðilegt heldur tilbúið, tímapunktur sem menn ákváðu í byrjun 6. aldar. Þá misreiknuðu menn fæðingu Jesú um 5- 6 ár. Dionysius Exiguus hét sá er var falið þetta reiknihlutverk. Hann bjó í Róm. Áður höfðu Róm- verjar gefið árunum tölu og heiti miðað við upphaf Rómaborgar eða heiti rómversku keisaranna. Eftir árið 500 var miðað við fæðingu Jesú. En fæðingarár hans var fest við árið 754 frá upphafi Rómaborgar – sem er sem sagt nokkrum árum of seint. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir að Jesús hafi fæðst árið sem Kýren- íus var landstjóri í Sýrlandi og kall- aði alla til skráningar fyrir hönd Ágústusar keisara. Eitthvað ruglar Lúkas þar saman árum, því Kýren- íus varð fyrst landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir Krist. Líklegast hefur Jesús þá verið orðinn 12 ára gamall. Svo aftur sé nú vikið að guðspjöll- unum tveimur eftir þá Matteus og Lúkas, þá ber frásögnum þeirra af fæðingu Jesú og uppruna hans á engan hátt saman. Það eina sem þeir virðast vera sammála um er að María hafi verið meyja, trúlofuð Jósef, sem var ekki líffræðilegur faðir barnsins – og að Jesús hafi fæðst í Betlehem. Matteus lætur til dæmis fjölskyldu Jesú koma frá Betlehem. Hvergi minnist Matteus á fjárhús eða skráningu skattayfirvalda. Þegar stjörnuspekingarnir hans koma til Betlehem til að heiðra barnið, ganga þeir beint „inn í húsið“ (Matt. 2:11). Stjörnuspekingarnir (vitringarnir) og sér í lagi stjarnan sem þeir fylgdu, hafa reyndar verið tilefni mikilla vangaveltna í gegnum aldirnar. Hvað var eiginlega þessi stjarna, jóla- stjarnan sem blikar yfir Betlehem? Það er ekki gott að segja, en hitt er staðreynd að halastjarna sást á himninum um tveggja mánaða skeið árið 5 fyrir Krist – eða með öðrum orðum um það leyti sem Matteus segir frá að Jesús hafi fæðst. Sam- kvæmt kínverskum stjörnuspek- ingum var ferill hennar skráður að vori, í mars til apríl – en á þeim tíma hefur Jesús þá líklegast fæðst. Sögunum um fæðingu Jesú í guð- spjöllunum er þannig ekki ætlað að flytja sagnfræðilega annála, heldur leiða okkur í sannleikann um að Jesús sé Frelsarinn, Kristur og Drott- inn. Líklegast fæddist Jesús í Nasaret. Pabbi hans hét ef til vill Jósef. Móðir Jesú hét María – eða Mirijam – lík- lega fæddist Jesús árið 6-4 fyrir Krist. Að vori. Alla vega örugglega ekki 25. desember. Annað vitum við ekki um fyrstu æviár Jesú, bernsku og æsku – í raun og veru – ekki fyrr en hann kemur til Jóhannesar skírara fullorðinn maður og lætur skírast í ánni Jórdan. En þar hefst einmitt Jóhannesarguðspjall. En 25. desember var ákveðinn fæðingarhátíð Krists samkvæmt kirkjunni í hinu gamla rómverska ríki. Sú kirkja varð seinna rómversk- kaþólska kirkjan og lútersku kirkj- urnar, þar með íslenska þjóðkirkjan, eru sprottnar frá henni. 25. desem- ber hafði verið hátíð hinnar miklu sólar í hinni fornu Róm fyrir daga Jesú. Rök kirkjunnar fyrir að helga þann dag fæðingunni voru þau, að Jesús hafi verið fullkominn maður og því hlyti hann að hafa verið get- inn á fullkomnum degi. 25. mars var talinn fullkomnasti dagur ársins í Rómaveldi, því þá var álitið að heimurinn hefði verið skapaður. Jesús hlaut því að hafa verið getinn þann dag. Sögðu kirkjubændur. Sem þýddi að hann hlaut að hafa fæðst 9 mánuðum síðar, 25. desember. Auk þess er Jesús hin nýja sól heimsins og því vel við hæfi að fagna honum á hinum forna hátíðisdegi sólarinnar. Aðfangadagur, 24. desember, verð- ur dagur fæðingarhátíðarinnar hjá okkur því það er eini dagur ársins þar sem miðað er við hið forna daga- tal Gyðinga. Samkvæmt Gyðingum byrjar nýr dagur kl. 18.00 að kveldi. Þannig hefst 25. desember kl. 18.00 þann 24. desember – en einmitt þá hringjum við jólin inn á Íslandi! Gleðileg jól! Rök kirkjunnar fyrir að helga þann dag fæðingunni voru þau, að Jesús hafi verið full- kominn maður og því hlyti hann að hafa verið getinn á fullkomnum degi. 25. mars var talinn fullkomnasti dagur ársins í Rómaveldi, því þá var álitið að heimurinn hefði verið skapaður. Jesús hlaut því að hafa verið getinn þann dag. Sögðu kirkjubændur. Fæddist Jesús árið 6 fyrir Krist? Þórhallur Heimisson prestur og fararstjóri „LESTRARNAUTN.“ EGILL HELGASON / KILJAN Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Þessi saga hittir okkur beint í hjartastað.“ STEFÁN PÁLSSON Leiftrandi skemmtileg og listavel skrifuð örlagasaga eftir Sigrúnu Pálsdóttur. „Afbragsgóð og afar forvitnileg skáldsaga.“ BJÖRN ÞÓR VILHJÁLMSSON / VÍÐSJÁ „Skrifuð af sjaldséðu listfengi.“ GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON „Stóð mig að því að vilja spara mér lesturinn.“ VERA KNÚTSDÓTTIR / BÓKMENNTABORGIN.IS „Þrælspennandi og tilvalin jólanæturbók.“ ÞORGEIR TRYGGVASON / KILJAN 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R36 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 F -7 1 F 4 2 4 5 F -7 0 B 8 2 4 5 F -6 F 7 C 2 4 5 F -6 E 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.