Fréttablaðið - 29.11.2019, Side 42
Gagnsæi er versti óvinur spillingar. Fréttir af háum mútugreiðslum Samherja
til namibískra ráðherra vekja
almenna hneykslun þegar fólk
heyrir af þeim. Nýlega var einnig
gefin út ákæra í milljóna mútu-
máli hjá Isavia.
Þrífst svona spilling hjá opin-
berum aðilum á Íslandi? Í ljósi
nýlegra frétta væri barnaskapur
að halda að Ísland sé algerlega
laust við slíka spillingu. Hér hafa
heyrst sögusagnir um spillingu
tengda skipulagsmálum enda
vélað um tuga eða hundraða millj-
óna króna hagsmuni.
Þótt gagnsæi sé öf lugasta af lið
gegn spillingu er íslenskt stjórn-
kerfi yfirleitt andsnúið gagnsæi.
Embættismenn eru oft tregir til
að láta frá sér gögn, íslensk stjórn-
sýsla er frekar ljósfælin. Samt
gilda hér upplýsingalög með þeirri
meginreglu að almenningur á rétt
á aðgangi að öllum gögnum stjórn-
valda. Stjórnkerfið beitir oft und-
antekningarákvæðum laganna,
það getur tekið marga mánuði eða
jafnvel ár að fá gögn af hent.
Árið 2015 tók Reykjavíkurborg
það jákvæða skref að setja sér mjög
metnaðarfulla upplýsingastefnu.
Samkvæmt henni áttu almenning-
ur og aðrir hagsmunaaðilar að geta
verið vel upplýstir um forsendur
ákvarðana borgarinnar. Markmið
Reykjavíkurborgar var sagt fullt
gagnsæi og því átti ákvarðana-
taka að vera gagnsæ og rekjanleg.
Borgin markaði sér þarna stefnu
sem gengur lengra en lagaskylda,
beinlínis til þess að auka gegnsæi.
Því miður er eitt að setja sér
stefnu og annað að standa við
hana. Þegar á reynir hefur Reykja-
víkurborg nefnilega ekki farið
eftir þessari upplýsingastefnu
sinni. Í nóvember 2016 keypti
Reykjavíkurborg byggingarrétt af
verktakafyrirtæki í eigu dæmds
kókaínsmyglara á 63 milljónir.
Greiðslan var aldrei skráð í bók-
hald Reykjavíkurborgar á netinu
og þrátt fyrir ábendingar hefur
það ekki verið lagfært. Afar óljóst
er um ástæður þess að borgin
greiddi þessar 63 milljónir.
Þegar málið var kannað kom í
ljós að borgin hafði óskað sérstak-
lega eftir áliti borgarlögmanns á
málinu. Borgarlögmaður skrifaði
sérstakt minnisblað um málið og
eru vísbendingar um að þar hafi
alfarið verið lagst gegn kaupum.
Engin lagaskylda hvíldi á borginni
til slíks og mun borgarlögmaður
hafa rökstutt það í minnisblaðinu.
Þrátt fyrir það ákvað Reykjavíkur-
borg samt að kaupa byggingarrétt-
inn fyrir 63 milljónir.
Þegar eftir því var óskað neitaði
Reykjavíkurborg að afhenda þetta
minnisblað borgarlög manns.
Þessu neitaði borgin þrátt fyrir
að minnisblaðið hafi verið af hent
m.a. formanni og varaformanni
skipulagsráðs borgarinnar. Borgin
gaf þá skýringu að þótt heimilt
væri að láta minnisblaðið af hendi
væri það ekki skylt. Ákvörðunin
var kærð til úrskurðarnefndar um
upplýsingamál sem tók „aðeins“ 8
mánuði að úrskurða. Niðurstaðan
var að borginni væri ótvírætt
heimilt að af henda minnisblaðið
en væri það ekki skylt.
Ég leitaði því til hins unga emb-
ættis umboðsmanns borgarbúa
sem skoðaði málið. Niðurstaða
hans var að neitunin væri „ekki
fyllilega í samræmi“ við upplýs-
ingastefnu borgarinnar. Einnig
benti umboðsmaður borgaryfir-
völdum á að setja sér verklags-
reglur þegar neitað er að af henda
gögn. Á þetta var ekki hlustað,
Reyk jav ík urborg tek ur álíka
mikið mark á umboðsmanni
borgarbúa og þessari upplýsinga-
stefnu sinni. Enn þann dag í dag
hefur Reykjavíkurborg ekki séð
sér fært að gera umrætt minnis-
blað opinbert.
Gagnsæi er ekki aðeins aflið sem
vinnur gegn spillingu, gagnsæi
dregur úr tortryggni. Auðvitað
geta verið eðlilegar skýringar á
því að Reykjavíkurborg greiði
verktakafyrirtæki í eigu dæmds
kókaínsmyglara 63 milljónir. En
þá er líka mikilvægt að allt sé uppi
á borðinu. Þegar Reykjavíkurborg
gengur gegn upplýsingastefnu
sinni og neitar að upplýsa um for-
sendur ákvörðunarinnar verður
málið afar tortryggilegt. Haf i
Reykjavíkurborg skipt um skoðun
og telji leyndarhyggju betri en
gagnsæi þá væri heiðarlegra að
afturkalla upplýsingastefnuna.
Annað gefur væntingar um eitt-
hvað sem ekki er innistæða fyrir.
Leiddar hafa verið líkur að stórkostlegum skattaundan-skotum Samherja í Namibíu
í þeirri umræðu sem farið hefur
fram undanfarna daga.
Er hugsanlegt að eitthvað svipað
sé í gangi hér heima?
Í áraraðir hafa fyrirtæki innan
raða SFÚ, sem eru fiskvinnslufyrir-
tæki sem sérhæfa sig í vinnslu fisks
en eru ekki í útgerð, bent á að hætta
geti verið á slíku.
Á hverju byggist þessi skoðun?
Jú, á Íslandi ríkir tvöföld verð-
myndun á hráefninu fiski. Þessi
tvöfalda verðmyndun leiðir af
sér þá áhættu að nákvæmlega
það sama eigi sér stað á Íslandi
og í Namibíu. Þ.e. að undirverð-
lagning eigi sér stað í viðskiptum
fyrirtækja og íslenskir sjómenn,
íslenskar hafnir og íslenska ríkið í
heild séu snuðuð um milljarða.
Virðiskeðjan, sem svo f jálg-
lega hefur verið rætt um í hinum
lóðrétt samþættu sjávarútvegs-
fyrirtækjum, sé þannig fullkomið
verkfæri til undirverðlagningar,
þar sem sömu aðilar haldi á öllum
liðum keðjunnar, frá veiðum að
sölu. Hagnaðurinn komi svo mögu-
lega fram hjá tengdu fyrirtæki í
einu af skattaskjólum heimsins.
Hér skal ekki fullyrt að svo sé, en
kerfið í núverandi mynd býður upp
á freistingar.
Það hefur margítrekað komið
fram að þessi fyrirtæki í skatta-
skjólum, ýmist dótturfyrirtæki,
tengd fyrirtæki eða sölufyrirtæki í
eigu sömu aðila, eru til. Það væri að
æra óstöðugan að telja þau dæmi
upp.
Tökum nokkur dæmi um þessa
tvöföldu verðlagningu. Sumir kjósa
að kalla þetta félagsleg undirboð,
aðrir kalla þetta skattaf lótta en
á erlendu fagmáli er þetta oftast
nefnt „transfer pricing“.
Dæmin hér til hliðar byggjast
á meðalverði októbermánuðar
á öllum fiskmörkuðum landsins
annars vegar og hins vegar á við-
miðunarverði Verðlagsstofu fyrir
sama tímabil.
Til útskýringar er verð á fisk-
mörkuðum það verð sem myndast
á frjálsum markaði. Hins vegar er
viðmiðunarverð Verðlagsstofu
það verð sem oftast er notað hjá
útgerðum sem ekki landa á fisk-
mörkuðum landsins heldur ýmist
hjá sjálfum sér eða öðrum fisk-
kaupendum.
Til útskýringar á orsakasam-
henginu, þá reiknast laun sjó-
manna og af leiddir skattar út frá
þessu verði, sem og hafnargjöld.
Talan aftast í töf lunni er möguleg-
ur verðmunur í krónum sem kalla
mætti mögulega undirverðlagn-
ingu, byggt á gefnum forsendum.
Í töf lunni má sjá að möguleg
Ísland – Namibía
Þurfum við að hlaupa
hraðar? Lean aðferðir við
styttingu vinnuvikunnar
Arnar Atlason
formaður Sam
taka fiskfram
leiðenda og
útflytjenda
Fisktegund Verð á fiskmörkuðum Verðlagsstofa Möguleg undirverðl.
Slægður þorskur 8 kg 539 kr. 309 kr. 43 % (230 kr.)
Slægður þorskur 4 kg 432 kr. 281 kr. 35 % (151 kr.)
Slægður þorskur 2 kg 344 kr. 219 kr. 36 % (125 kr.)
Óslægður þorskur 8 kg 520 kr. 297 kr. 43 % (223 kr.)
Óslægður þorskur 4 kg 404 kr. 256 kr. 37 % (148 kr.)
Óslægður þorskur 2 kg 300 kr. 191 kr. 36 % (109 kr.)
Slægð ýsa 2 kg 306 kr. 198 kr. 35 % (108 kr.)
Slægð ýsa 1 kg 243 kr. 131 kr. 46 % (112 kr.)
Óslægð ýsa 2 kg 305 kr. 189 kr. 38 % (116 kr.)
Óslægð ýsa 1 kg 210 kr. 124 kr. 41 % (86 kr.)
Óslægður karfi 2 kg 245 kr. 192 kr. 22 % (53 kr.)
Óslægður karfi 1 kg 244 kr. 169 kr. 31 % (75 kr.)
Slægður ufsi 8 kg 199 kr. 149 kr. 25 % (50 kr.)
Slægður ufsi 2 kg 181 kr. 135 kr. 25 % (46 kr.)
Óslægður ufsi 8 kg 199 kr. 125 kr. 37 % (74 kr.)
Óslægður ufsi 2 kg 134 kr. 113 kr. 16 % (21 kr.)
Upplýsingar koma af eftirfarandi heimasíðum: rsf.is og verdlagsstofa.is.
Valdar tegundir eru þær tegundir sem Verðlagsstofa birtir viðmiðunarverð fyrir.
undir verðlag ning er á bilinu
16-46%.
Freistnivandi sjávarútvegsins
kristallast í þessum mun. Verkefni
ráðamanna þjóðarinnar endur-
speglast að sama skapi í nákvæm-
lega sama viðfangsefni. Að tryggja
að sama verð gildi í viðskiptum og
félagsleg undirboð séu ekki mögu-
leg.
Það er yfirlýst skoðun Samtaka
fiskframleiðenda og útflytjenda, að
með því að ráðast að rótum freistni-
vandans sem hér hefur verið nefnd-
ur megi auka stórkostlega arðsemi
auðlindar þjóðarinnar.
Kerfinu þarf ekki að kollvarpa,
það er útúrsnúningur. Laga þarf
gallana. Það hlýtur að vera vilji
ráðamanna að þjóðin fái sem
mestan arð af auðlindinni.
Þennan hluta kerfisins þarf að
endurskrifa þannig að það stuðli
að því að útgerðarmenn auki virði
auðlindarinnar, í stað þess að tala
hana niður.
Hvort Kristján Þór Júlíusson
hæstvirtur sjávarútvegsráðherra sé
rétti maðurinn í verkið skal ósagt
látið.
Byggt á reynslu okkar af því að vinna með fyrirtækjum af ólíkum stærðum og gerðum
þá er mikið vinnuálag á starfs-
fólki frekar regla en undantekn-
ing. Á síðustu árum hefur orðið
vitundarvakning þar sem mikið
vinnuálag og áreiti er talin ein af
megin ástæðum kulnunar í starfi.
Mörg fyrirtæki hafa brugðist við
með því að bjóða starfsfólki með-
ferðarúrræði en sjaldgæfara er
að fyrirtæki ráðist í markvissar
aðgerðir til að ráðast að rótum
vandans. Á sama tíma er krafa í
samfélaginu um styttingu vinnu-
vikunnar og í síðustu kjarasamn-
ingum var stigið fyrsta markvissa
skrefið í þá átt.
En hvað gerist ef við styttum
vinnuvikuna? Bíða þá ekki verk-
efnin bara næsta dags og hlaðast
upp?
Breytt vinnuskipulag og inn-
leiðing lean vinnukerf is geta
verið gagnlegar leiðir við stytt-
ingu vinnuvikunnar. Dreifing og
forgangsröðun daglegra verkefna
er miklu skilvirkari með lean verk-
lagi og styður teymi og deildir við
að halda betur utan um sína vinnu
og deila upplýsingum. Einnig er
gagnlegt að skoða fyrirtækið í
heild sinni þar sem óskilvirk ferli
milli deilda skapa oft óþarfa en
um leið ósýnilega vinnu.
Þessa dagana eru mörg fyrirtæki
að finna leiðir til að útfæra stytt-
ingu vinnuvikunnar og því nauð-
synlegt að skoða verklag og dreif-
ingu verkefna í leiðinni. Stytting
vinnuvikunnar má ekki verða til
þess að auka álag í vinnunni með
því að fólk þurfi að hlaupa hraðar.
Ávinningurinn þarf að skila sér að
fullu og styðja við frekari stytt-
ingu vinnuvikunnar og fyrir-
byggja kulnun á komandi árum.
Því hvetjum við vinnuveitendur til
að nota tækifærið og taka skrefið
í átt að bættu vinnuskipulagi um
leið og stytting vinnuvikunnar
verður að veruleika.
Höfundar hafa sérhæft sig í að hjálpa
fyrirtækjum við ofangreint.
Að standa við stefnu
Friðjón
Guðjohnsen
kerfis
fræðingur
Þótt gagnsæi sé öflugasta
aflið gegn spillingu er
íslenskt stjórnkerfi yfirleitt
andsnúið gagnsæi. Emb-
ættismenn eru oft tregir til
að láta frá sér gögn, íslensk
stjórnsýsla er frekar ljós-
fælin. Samt gilda hér upp-
lýsingalög með þeirri megin-
reglu að almenningur á rétt
á aðgangi að öllum gögnum
stjórnvalda.
Guðmundur
Ingi
Þorsteinsson
eigandi Lean
ráðgjafar
Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir
ACC markþjálfi
og mannauðs
ráðgjafi
Því hvetjum við vinnuveit-
endur til að nota tækifærið
og taka skrefið í átt að bættu
vinnuskipulagi um leið og
stytting vinnuvikunnar
verður að veruleika.
2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R40 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
9
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
5
F
-6
D
0
4
2
4
5
F
-6
B
C
8
2
4
5
F
-6
A
8
C
2
4
5
F
-6
9
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
9
6
s
_
2
8
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K