Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 56
NBA Fara þarf aftur til vormánað- anna 1997 til að f inna síðustu úrslitakeppnina í NBA-deildinni sem San Antonio Spurs tók ekki þátt í en það stefnir allt í að 22 ára þátttöku Spurs sé lokið. Vel- gengni Spurs-liðsins hefur verið með ólíkindum síðustu áratugi og hefur félagið aðeins misst fjórum sinnum af úrslitakeppninni síðan það f luttist til San Antonio árið 1973. Sem dæmi um hversu langt er liðið síðan Spurs tók ekki þátt í úrslitakeppninni var Bill Clinton að hefja aðra stjórnartíð sína sem forseti Bandaríkjanna þegar Spurs missti síðast af úrslitakeppninni en eftir tólf tapleiki í síðustu fjór- tán leikjum eru lærisveinar Pop- ovich í nýjum kringumstæðum. Neyðarleg byrjun tímabilsins hjá Golden State Warriors skyggir aðeins á byrjun Spurs sem er komið langleiðina með að tapa jafn mörgum leikjum í vetur (13) og allt tímabilið 2015-16 þegar Spurs tapaði fimmtán leikjum. Hinn sjötugi Popovich tók við liðinu um mitt tímabil árið 1996 Viðvörunarbjöllur hringja í Texas San Antonio Spurs hef- ur byrjað tímabilið afar illa í NBA-deildinni og er í hættu á því að missa í fyrsta sinn af úrslita- keppninni á þeim 22 árum sem Gregg Popov- ich hefur stýrt liðinu. Eftir fína byrjun á tíma- bilinu hefur lítið gengið síðasta mánuðinn og er erfitt að sjá Popovich galdra fram töfralausn á vandræðum liðsins. LaMarcus Aldridge og DeMar DeRozan hafa ekki náð að halda sigurgöngu San Antonio Spurs áfram síðan Tim Duncan, sem sést hér fyrir neðan, ákvað að láta staðar numið. NORDICPHOTOS/GETTY og var því þjálfari liðsins síðast þegar það missti af úrslitakeppn- inni en þessi sigursælasti þjálfari sögunnar þarf að finna lausn á vandamálum Spurs hið snarasta. Tvíburaturnarnir sem byrjuðu gullöldina í San Antonio Þegar David Robinson kom inn í lið Spurs á haustdögunum 1990 var skyndilega kominn leikmaður sem hægt var að byggja lið í kringum og komst liðið í úrslitakeppnina sjö ár í röð með Robinson sem var yfirleitt titlaður „aðmírállinn“ í fremstu röð. Meiðsli Robinsons og f leiri lykilleikmanna árið 1996 gerði það að verkum að Spurs missti af úrslitakeppninni og hlaut fyrsta valrétt í nýliðavalinu en það reyndist heillaskref. Með fyrsta valrétt tók Spurs hinn unga Tim Duncan sem ásamt Robinson myndaði ógnarsterkt tvíeyki sem var kallað „tvíburaturnarnir“. Saman unnu Robinson og Duncan fyrstu tvo meistaratitlana í sögu félagsins árin 1999 og 2003 en þá lét Robinson staðar numið. Við það tækifæri tóku Tony Parker og Manu Ginobili við kef linu og sáu til þess að Spurs ynni tvo meistara- titla, árið 2005 og aftur 2007. Spurs átti eftir að vinna einn meistaratitil til viðbótar þegar hinn lítt þekkti Kawhi Leonard skaust fram á sjónarsviðið og Spurs náði að stöðva sigurgöngu Miami Heat-liðsins sem LeBron James leiddi. Þríeykið Duncan, Parker og Ginobili átti enn nóg eftir til að skila góðum sóknarleik en varnar- leikur Leonards færði Spurs 4-0 sigur í einvíginu. Dýrkeypt skipti við Toronto Í Leonard var Spurs með öf lugan leikmann á báðum endum vallar- ins sem hægt væri að byggja fram- tíðarlið á og var Spurs fastagestur í úrslitakeppninni næstu árin þrátt fyrir að Duncan léti staðar numið líkt og Manu Ginobili. Næst komst Leonard því að koma Spurs í úrslit- in á vordögunum 2017 en meiðsli í fyrsta leik úrslita Vesturdeildar- innar komu í veg fyrir að hann tæki þátt gegn Golden State Warri- ors sem sópaði Spurs í sumarfrí. Ári síðar voru meiðsli að hrjá Leonard sem lenti í útistöðum við forráðamenn Spurs og krafðist þess að sér yrði skipt frá félaginu. Að lokum tókst Spurs að komast að samkomulagi við Toronto Raptors um að senda Leonard og Danny Green til Kanada í skiptum fyrir DeMar DeRozan til að koma í veg fyrir að Leonard yrði áfram í Vesturdeildinni. Í DeRozan fékk San Antonio fínan leikmann sem var ekki þekktur fyrir afrek sín í úrslitakeppninni og féll Spurs út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Á sama tíma náði Leonard að leiða lið Raptors að fyrsta meistaratitl- inum í sögu félagsins í vor. Vandræði Spurs hafa haldið áfram á þessu tímabili en eftir f jóra sigurleiki í fyrstu f imm umferðunum gegn lakari liðum deildarinnar hefur liðið nú aðeins unnið sex leiki af nítján, þar af tvo þeirra gegn slakasta liði deildar- innar, New York Knicks. Varnar- leikurinn sem var aðalsmerki liðs- ins hefur hrunið og er lið Spurs við botninn í f lestum tölfræðiþáttum þegar kemur að varnarleik. Sókn- arleikur liðsins gengur enn eins og vel smurð dísilvél og er liðið í fimmta sæti deildarinnar þegar kemur að tölfræði yfir sóknarleik en varnarleikurinn veldur þjálf- arateyminu höfuðverk. „Það er engin töfralausn á þessum vanda- málum. Á þessum tíma í fyrra vorum við líka í vandræðum en þá vorum við miðlungslið í vörn. Í ár erum við lélegasta lið deildarinnar í vörn á mörgum sviðum og það er að kosta okkur. Við erum að setja nógu mörg stig til að vinna leiki en það þarf líka að verjast sem er eitt- hvað sem við erum ekki að gera,“ sagði Popovich, aðspurður út í vandamál liðsins á dögunum. kristinnpall@frettabladid.is 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R42 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 8 Spurs tapaði á dögunum átta leikjum í röð í fyrsta sinn í 23 ár. Nokkrum vikum síðar tók Pop­ ovich við liðinu. 22 ár eru liðin síðan San Antonio missti síðast af úrslita­ keppninni. Spurs deilir því meti með Phila­ delphia 76ers frá árunum 1950­1971. 7 Spurs hefur aldrei endað neðar en í 7. sæti á heilu tíma­ bili í Vestur­ deildinni undir stjórn Popovich. 5 Meist­aratitla hefur Spurs unnið undir stjórn Pop ov­ ich. Aðeins Lakers hefur unnið jafn marga titla síðan 1996. 1 Spurs hefur leikið sex sinnum til úrslita og aðeins tapað einu sinni undir stjórn Popovich, gegn Miami Heat vorið 2013. 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -6 8 1 4 2 4 5 F -6 6 D 8 2 4 5 F -6 5 9 C 2 4 5 F -6 4 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.