Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 66
Það verður mikið að gera hjá Garðari Cortes og félögum í næstu viku.Sálumessur Mozarts og Verdis verða f luttar a f Óper u kór nu m í Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit og einsöngvurum undir stjórn Garðars. Requiem Verdis verður í Norðurljósasal Hörpu, þriðju- daginn 3. desember klukkan 19.30. Requiem Mozarts verður f lutt á miðvikudag, 4. desember, í Lang- holtskirkju. Húsið verður opið frá 23.50 og tónleikarnir hefjast 00.30. „Óperukórinn hefur í mörg ár f lutt Requiem Mozarts upp úr mið- nætti, á dánarstundu tónskáldsins. Þannig viljum við heiðra minningu Mozarts og sömuleiðis þeirra tón- listarmanna íslenskra, sem fallið hafa frá á árinu. Við gerum þetta á hverju ári, lesum upp nöfn látinna og kveikjum á kerti í minningu hvers og eins,“ segir Garðar Cortes. Handbragð Mozarts Nokkur breyting er nú á f lutningn- um frá fyrri árum. „Öll þessi ár höfum við sleppt þremur köf lum úr Sálumessunni: Sanctus, Bene- dictus og Agnus Dei. Ástæðan er sú að álitið hefur verið að Mozart hafi ekki komið nálægt því að semja þá heldur séu þeir verk nemanda hans, Süssmayr. Ég hef verið að lesa mér til og sé að bent er á að hand- bragð Mozarts sé að finna í öllum köf lunum. Þessir kaf lar halda sér því núna og er þetta í fyrsta sinn sem við f lytjum messuna alla,“ segir Garðar. Um Sálumessu Verdis segir Garðar: „Þegar tónskáldið Ross- ini dó fékk Verdi ýmis fræg ítölsk tónskáld í lið með sér til að setja saman messu tileinkaða Rossini. Sjálfur samdi Verdi síðasta kaf l- ann. Þessa messu átti að f lytja ári seinna en þegar til kom reis upp ágreiningur meðal tónskáldanna. Messan var lögð til hliðar og gleymdist. Hún fannst svo ekki fyrr en fyrir einhverjum árum. Þegar ljóðskáldið Alessandro Manzoni dó ákvað Verdi að búa til sálumessu fyrir hann og notaði sinn hluta úr messunni um Rossini sem uppistöðu. Þannig varð Verdi- sálumessan til.“ Óperukórinn er ekki eini kórinn sem Garðar mun stjórna á næst- unni því hann stjórnar Karlakór Kópavogs, sem verður með jóla- tónleika sunnudaginn 8. desember í Digraneskirkju klukkan 17.00. Þá hefur Garðar stefnt saman kórum eldri borgara af höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og Akranesi. Þeir koma saman á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 1. desember, klukkan 16.00. „Þarna verða 300 eldri borgarar á sviði og munu stilla saman lúna strengi, rifja upp gömlu uppáhaldslögin og syngja af hjartans list í þessu nýreista söng- musteri allra íslenskra listamanna hver sem kennitalan kann að vera. Þetta verður frábær upplifun fyrir alla,“ segir Garðar. VIÐ GERUM ÞETTA Á HVERJU ÁRI, LESUM UPP NÖFN LÁTINNA OG KVEIKJ- UM Á KERTI Í MINNINGU HVERS OG EINS. ÞESSIR KAFLAR HALDA SÉR ÞVÍ NÚNA OG ER ÞETTA Í FYRSTA SINN SEM VIÐ FLYTJUM MESSUNA ALLA. Sálumessan öll Óperukórinn flytur sálumessur Mozarts og Verdis undir stjórn Garðars Cortes. Hann stefnir síðan saman kórum eldri borgara. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Það er sannarlega nóg að gera hjá Garðari Cortes við kórstjórn á aðventunni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BÆKUR Halldór Ásgrímsson, ævisaga HHHHH Guðjón Friðriksson Útgefandi: Mál og menning/For- lagið Fjöldi síðna: 668 Ævisaga Halldórs Ásgrímssonar, eftir Guðjón Friðriksson sagn- fræðing er komin út hjá Máli og menningu. Eins og við er að búast af höfundi er það mikið rit og ríku- lega myndskreytt. Fyrir utan að vera merkur fræðimaður í sinni grein er Guðjón Friðriksson prýðilega ritfær og lesturinn er því fremur átaka- laus. Á sömu lund verður lesandinn að nálgast ritið með það í huga að höfundur þess er sagnfræðingur og heldur þar til haga fjölmörgum stað- reyndum og upplýsingum sem eru fróðlegar, en ekki öldungis nauðsyn- legar til að draga upp mynd af við- fangsefninu. Öðrum þræði er bókin spegill þess tíðaranda þegar Hall- dór var uppi og fléttar höfundur inn atriðum úr samtímanum sem rifjast upp fyrir þeim lesendum sem komn- ir eru yfir miðjan aldur og rámar í sitthvað af því sem þar er lýst. Í upphafi er lýst í bókinni því fólki sem að Halldóri stóð, uppruna hans og æsku á Vopnafirði. Kaupfélags- stjóranum og þingmanninum, afa Halldórs og nafna og ömmu Hall- dórs, Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur, er lýst og farið um þau lof- samlegum orðum eins og reyndar á við um flest skyldmenni Halldórs sem við sögu koma. Föður Halldórs, Ásgrími, eru gerð vinsamleg skil og sama á við um Guðrúnu Ingólfs- dóttur, móður Halldórs, og systkin. Tengsl þessa fólks við Framsókn- arflokkinn og kaupfélögin í landinu eru sem rauður þráður í gegnum fyrri hluta bókarinnar og blasir við lesandanum að uppeldi Halldórs og aðstæður allar leiddu til þess að hann fetaði þá braut sem síðar varð, þó hann hafi ekki stefnt að því upp- haflega. Í bókinni er vikið að átökum og deilum innan Framsóknarf lokks- ins á ýmsum tímum og ætti sá hluti bókarinnar að milda áhuga þeirra sem hafa áhuga á frama í pólitík. Einn merkasti hluti bókarinnar er sá sem fjallar um setu Halldórs í stóli sjávarútvegsráðherra. Í hans tíð var lögum um fiskveiðistjórnun breytt og kvótakerfi tekið upp. Það gekk ekki átakalaust og bókin lýsir snerr- um sem Halldór tók um málefni sjávarútvegs, allt frá hagsmunum smábátaeigenda til fjölþjóðlegrar hvalveiðideilu. Ævi Halldórs er um margt merki- leg. Hann var nálægur eða bein- línis þátttakandi í mörgum málum sem áttu sinn þátt í að færa íslenskt samfélag í það horf sem við sem nú lifum þekkjum og teljum sjálfsagt. Lýsingar á aðdraganda og framvindu mála munu mörgum þykja fróðlegar og ýmsu er þar haldið til haga sem ýmist er gleymt eða ekki var vitað. Bókin verður því að einhverju leyti heimild um þessa tíma þegar fram líða stundir. Nægir þar að nefna einkavæðingu ríkisfyrirtækja á borð við Íslenska aðalverktaka, málefni Pósts og síma, einkavæðingu ríkis- banka og fleira. Í heild verður að segja að bókin er löng og ítarleg og því skýtur upp hvort ekki hefði mátt gera hana úr garði þannig að ítarlegum lýsingum og ummælum væri sleppt eða styttar verulega án tjóns. Lætur að þessu leyti nærri að hún sé fremur sagn- fræðirit þó það kunni ekki að hafa verið ætlan höfundar. Jón Þórisson NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð ævisaga en virkar stundum fremur sem sagnfræðirit en ævisaga. Spegill tíðaranda 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R52 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -1 E 0 4 2 4 5 F -1 C C 8 2 4 5 F -1 B 8 C 2 4 5 F -1 A 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.