Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 29.11.2019, Qupperneq 68
KONA MEÐ OFUR- KRAFTA NOTAR ÞÁ ÖÐRU VÍSI EN KARL MEÐ OFURKRAFTA OG HÚN LÆRIR FLJÓTT AÐ VERA EKKI AÐ FLÍKA ÞEIM. Hið myndræna hefur ratað í bækurnar, segir Steinunn G. Helgadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skáldsagan Sterkasta kona í heimi eftir Steinunni G. Helgadóttur fjallar um systkinin Gunnhildi og Eið sem eru mjög samrýmd en fara ólíkar leiðir í lífinu. Eiður verður friðsamur hugsjóna­ maður en Gunnhildur, sem býr yfir líkamlegum ofurkröftum, verður vinsæll líksnyrtir. Spurð af hverju hún hafi ákveðið að skrifa bók um konu sem býr yfir líkamlegum ofurstyrk segir Stein­ unn: „Ég hef alltaf verið spennt fyrir öllum sem gera eitthvað sem á að vera ómögulegt. Á tímabili var ég mjög upptekin af Houdini en svo sá ég heimildarmyndina um Reyni sterka Leósson og skildi hvað þessi karl var lítið spennandi í saman­ burði við Reyni. Um kvöldið skrifaði ég fyrstu setninguna í bókinni og ákvað að söguhetjan yrði kona. Það breytti öllu, því kona með ofurkrafta notar þá öðru vísi en karl með ofur­ krafta og hún lærir fljótt að vera ekki að flíka þeim. Gunnhildur og Eiður alast upp við fremur erfiðar aðstæður og eru aðskilin þegar móðir þeirra deyr. Umhverfið ætlast til að þau séu á ákveðinn hátt en hvorugt passar í þau form. Hann, þessi friðarins maður sem hann er, verður for­ sprakki í tætingslegum hópi að­ gerða sinna, fyrst og fremst kannski vegna þess að hann er mjög vel máli farinn og lítur vel út. Hún verður líksnyrtir vegna þess að hún vill að allar sögur endi vel. Það er sama hvað hefur gengið á í lífi þeirra ein­ staklinga sem hún snyrtir, hún sér til þess að endirinn verður góður.“ Flökkusögur dagsins Í bókinni kynnist lesandinn sögu þeirra látnu einstaklinga sem Gunn­ hildur snyrtir. „Þær sögur hugsa ég sem flökkusögur dagsins í dag en ýki þær nokkuð. Það dembast yfir okkur fréttir og upplýsingar af öllu tagi og maður reynir að skoða málin betur en kemst sjaldan til botns í þeim, það getur verið erfitt að sjá hvað er satt og hvað er lygi. Allt er svo mikið á yfirborðinu og oft verður maður bara að láta sér nægja að hafa gaman af því sem flýtur þar.“ Í bókinni blandar Steinunn Hinn góði endir sögupersónu Ný skáldsaga Steinunnar G. Helgadóttur er Sterkasta kona í heimi. Blandar saman léttleika og harmi í sögu um systkini. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is saman léttleika og því harmræna. „Svona er lífið og það er erfitt að lýsa því öðru vísi,“ segir hún og bætir við: „Talandi um Houdini, þá virðist líf hans hvorki hafa verið neitt sér­ staklega fyndið né harmrænt og því óttalega ómerkilegt miðað við líf Reynis sterka þar sem við höfum grískan harmleik í gúmmískóm og lopapeysu. Þar er alvöru harmur en það er samt margt fyndið í þeirri sögu.“ Myndræn sýn Steinunn, sem er bæði rithöf­ undur og myndlistarkona, er spurð hvort hin myndræna sýn hljóti ekki að endurspeglast í bókum hennar. „Jú, og ég átta mig æ betur á því. Facebook rifjar stundum upp gömul verk sem ég hef gert í mynd­ list og þá sé ég að þar hef ég verið að vinna mikið með orð og setningar, stundum klætt heilu rýmin með þeim og látið sýningargestum eftir að skapa myndirnar innra með sér. Hið myndræna hefur svo ratað í bækurnar og er þar sterkur þáttur.“ Bækur Guðrúnar frá Lundi njóta enn vinsælda meðal þjóðarinnar. Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inni­ heldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg. Ein af kápunum er af Dalalífi Guðrúnar frá Lundi. Dalalíf var fyrsta útgefna verk Guðrúnar og kom út árið 1946 þegar Guðrún var 59 ára. Á næstu árum kom út eitt bindi á ári uns þau urðu fimm. Öll bindin skarta sömu kápu­ mynd. Þeir sem haldið hafa nafni Guðrúnar á lofti, erfingjar hennar og fræðimenn, hafa hins vegar ekki verið vissir um hver höfundur þess­ arar myndar er. Ákveðið var hins vegar að hafa kápuna á Dalalífi með í pakkanum í von um að það yrði til að varpa ljósi á málin. Eftir umfjöllun í fjölmiðlum þar sem skorað var á þá sem hefðu vitn­ eskju um málið að setja sig í sam­ band við útgáfuna kom lausnin á gátunni smám saman í ljós. Um miðjan 5. áratuginn voru tveir upp­ rennandi listamenn, báðir fæddir og uppaldir á Sauðárkróki, komnir til Reykjavíkur til að af la sér menntunar, þeir Hannes Pétursson skáld og Jóhannes Geir listmálari. Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Bróðir Jóhannesar, Stefán Jónsson, auglýsingateiknari og arkitekt, rak teiknistofu í Reykjavík um þetta leyti og Jóhannes fékk stundum verkefni hjá bróður sínum og segir Hannes að þannig haf i þetta komið til. J ó h a n n e s G e i r fæddist 1927 og lést 2003. Hann var aðeins 19 ára þegar hann gerði kápumyndina og hafði vart hafið formlegt list­ nám en sama ár og Dalalíf kom út, 1946, h ó f h a n n nám í Hand­ íða­ og mynd­ listaskólanum. Jóhannes Geir var einkum kunnur á seinni árum fyrir málverk sín af atburðum Sturl­ ungu. Er augljós svipur með þeim verkum og Dalalífskápunni. – kb Stórskáldið kom með lausnina Hannes hefur staðfest að Jóhannes Geir hafi sagt sér þá að hann hefði málað myndina framan á Dalalífi. Hannes Pétursson skáld. 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R54 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -3 1 C 4 2 4 5 F -3 0 8 8 2 4 5 F -2 F 4 C 2 4 5 F -2 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.