Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 74
Fold uppboðshús stendur fyrir tvöföldu listmunauppboði mánu- daginn og þriðjudaginn 2. og 3. desember. Uppboðin hefjast kl. 18 báða dagana en um 200 verk verða boðin upp. Sýning á verkunum stendur yfir í húsnæði Gallerísins við Rauðar árstíg. Að þessu sinni ber til tíðinda að stórt olíumálverk eftir Georg Guðna frá 2001 verður boðið upp en afar sjaldgæft er að verk eftir þennan eftirsótta listamann séu boðin til sölu. Þá verður boðið upp verk eftir annan eftirsóttan myndlistarmann sem kemur nær aldrei í sölu, strang- flatarabstraktmynd eftir Eyborgu Guðmundsdóttur en yfirlitssýning á verkum hennar var sett upp á Kjarvalsstöðum fyrr á þessu ári og vakti mikla athygli. Mikill fjöldi annarra abstrakt- verka er boðinn upp og þar á meðal tvö glæsileg verk eftir Braga Ásgeirs- son, annað frá 1957 en hitt frá 2007, ásamt verkum eftir Karl Kvaran, Óla G. Jóhannsson, Jón Engilberts og Svavar Guðnason svo eitthvað sé nefnt. Frumherjar íslenskrar myndlistar eiga sinn sess á uppboðinu en boðin verða upp fín verk eftir þá. Má þar nefna vatnslitamynd frá Suðursveit eftir Ásgrím Jónsson frá 1907, glæsi- lega mynd af fólki í lautarferð eftir Þorvald Skúlason, mynd frá Akur- eyri eftir Kristínu Jónsdóttur auk verka eftir Jóhann Briem og Gunn- laug Blöndal. Þá verða boðin upp sex verk eftir Jóhannes Kjarval. Boðin verða upp nokkur verk eftir Karólínu Lárusdóttur, Hring Jóhannesson, Barböru Árnason og stórt olíumálverk eftir Jónas Viðar, einnig Hafstein Austmann en sex verk verða boðin upp eftir hann, þar á meðal stór og einkar glæsileg abstraktmynd. Einnig verða boðin upp verk eftir starfandi listamenn og má þar nefna Þorra Hringsson, Huldu Vil- hjálmsdóttur, Harald Bilson, Pétur Gaut, Soffíu Sæmundsdóttur og Jakob Veigar. HONUM ER LÍKA MJÖG HUGLEIKIÐ HIÐ INNRA LÍF MANNESKJUNAR, ÞAÐ SEM LIFIR Í HUGA MANNESKJUNNAR ÞÓTT MARGT BREYTIST. Kristján Þórður Hrafnsson hefur lengi verið heillaður af kveðskap Jóns Helgasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Jónsvaka Helgasonar verður haldin í Veröld – húsi Vig-dísar nú á sunnudag, 1. des-ember, kl. 14.00. Tilefnið er ný útgáfa af ljóðasafni hans og að 120 ár eru liðin frá fæð- ingu þessa merka skálds og fræðimanns. Kristján Þórður Hrafnsson, Bergsveinn Birgisson, Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Björnsdóttir munu ræða um Jón, skáldskap hans og fræði. Hljóm- sveitin Hundur í óskilum leikur lög við texta Jóns. Kristján Þórður mun tala um braglist Jóns. „Hann er að mínu viti einn mesti bragsnillingur íslenskrar tungu. Það sem mér finnst sérstak- lega heillandi er hvernig hann notar þríliðinn, það er að segja braglið sem er þrjú atkvæði og yrkir þann- ig langar ljóðlínur eins og í kvæðinu Í Árnasafni. Mér finnst líka mjög hrífandi hvernig hann notar þrílið- inn í sonnettum, bæði frumortum sonnettum og líka sonnettum sem hann þýðir. Þá lætur hann stundum skiptast á í sömu ljóðlínunni tví- liði og þríliði. Bragsnilld Jóns gefur kvæðum hans kliðmýkt og áhrifa- mikinn hljóm. Hið kjarnmikla orðfæri Jóns er Eins og falleg íslensk vetrarbirta Dagskrá á sunnudag í tilefni af nýrri út- gáfu á ljóðasafni Jóns Helgasonar sem hefði orðið 120 ára í ár. Kristján Þórður Hrafnsson ræðir þar um braglist Jóns. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is líka afar heillandi. Hugsunin er meitluð og skörp og myndmálið mjög skýrt. Mér finnst ljóð Jóns stundum vera eins og falleg íslensk vetrarbirta.“ Hryggð yfir hverfulleika Spurður um inntak kvæðanna segir Kristján Þórður: „Það má segja að sú kennd sem ríkir í ljóðum hans sé ákveðin hryggð yfir hverful- leika lífsins og forgengileika alls, en maður skynjar samt mjög sterklega ást hans á tungumálinu, skáldskapnum og náttúrunni. Mér finnst svo fallegt hvernig hann talar um í kvæðinu Í Árnasafni að fýsnin til fróðleiks og skrifta geti lyft huganum úr dustinu. Honum er líka mjög hugleikið hið innra líf manneskjunnar, það sem lifir í huga manneskjunnar þótt margt breytist. Þó að mjög víða í kvæðum hans sé að finna hugsanir um fánýti og fallvaltleika þá er skáldskapur hans líka stundum mjög innilegur, sérstaklega þegar hann yrkir um minningar, bernskuna og liðna tíð. Svo má ekki gleyma því að þótt Jón sé alvarlegt skáld þá eru mörg kvæði hans létt og skemmtileg. Hann er mikill húmoristi, eins og sést til dæmis í kvæðinu Á afmæli kattarins sem ég held alveg sér- staklega upp á. Svo verður að geta þess að Jón var alveg frábær ljóða- þýðandi og þar nýtur sín smekkvísi hans og vald yfir tungumálinu og bragnum.“ Dýrgripur fyrir alla Kristján Þórður segist hafa heillast af kveðskap Jóns um leið og hann eignaðist kvæðasafn hans frá árinu 1986 skömmu eftir útgáfu þess. „Ég hef verið hugfanginn af skáldskap hans síðan. Þessi bók hefur fylgt mér mjög lengi og ég les í henni reglulega. Mér finnst alveg sérstakt gleðiefni að nú sé búið að endur- útgefa kvæðasafn hans þannig að skáldskapur hans, bæði frumort ljóð og þýðingar, sé aðgengilegur nýjum lesendum. Kvæðasafn Jóns Helgasonar er dýrgripur fyrir alla þá sem unna íslenskri tungu og skáldskap.“ Jón Helgason skáld og fræðimaður. Tvöfalt listmunauppboð Þessi mynd eftir Eyborgu Guðmundsdóttur verður á uppboðinu. Saga Gunnars Gunnarssonar um eftirleitir Benedikts og fylgdarliðs hans á öræfum uppi hefur fylgt þjóðinni í 80 ár. Aðventa er bók sem kemur inn á metsölulistana ár hvert í desember og er gefin út á nýjum tungumálum enn þann dag í dag. Nú nýverið kom bókin út í Frakklandi hjá Zulma forlaginu sem gefur meðal ann- ars út Auði Övu Ólafsdóttur, Andra Snæ Magnason og Einar Má Guðmundsson. Þessi bók Gunnars er því til í dag á um 20 tungumálum og selst enn vel en hún kom fyrst út árið 1936. Það er orðin hefð að lesa Aðventu upphátt víða um land í desember og hefur sá siður teygt sig til annarra landa. Í sendiráði Íslands í Berlín verður hún til að mynda lesin 3. desember á þýsku. En hér heima ríður Ferðafélag Akur- eyrar á vaðið með upplestur 1. desember. Þá munu fjórir lesarar skipta með sér lestri á sögunni að Strandgötu 23 á Akureyri og hefst lesturinn kl. 14. Gunnarsstofnun og Rithöfundasamband Íslands fylgja svo í kjölfarið viku síðar, 8. desember, með lestri í húsum skáldsins að Skriðuklaustri í Fljóts- dal og Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. Að þessu sinni mun Gunnar Björn Gunnarsson, afkomandi skáldsins, lesa á Dyngjuvegi en fyrir austan verður það Benedikt Karl Gröndal, leikari sem les. Á báðum stöðum hefst lesturinn kl. 13.30. Sívinsæl Aðventa Gunnars Þessi bók Gunnars er því til í dag á um 20 tungumálum og selst enn vel. 2 9 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R60 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 9 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 F -5 4 5 4 2 4 5 F -5 3 1 8 2 4 5 F -5 1 D C 2 4 5 F -5 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 2 8 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.