Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 21

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 21
Við mældum nú um hríð götur, sem ýmist hétu í höfuðið á Karli Marx eða Lenín; voru þær auðar að mestu, líkt og allur mannskapurinn væri stunginn af vestur fyrir tjald. Og svipmót þeirra, sem eftir höfðu orð- ið, var ósköp lítið upplífgandi. Ég hafði alltaf haldið, að Þjóðverjar yrðu sem nýir menn við að klæðast einkennisbúningi, en jafnvel alþýðu- löggan hérna er eins fýld og þreytu- leg og hún væri búin að marséra hvíldarlaust í gegnum alla þýzka heri allt ofan frá lífverði Friðriks mikla. Kvenfólkið var séráparti druslulega til haft. líkt og það væri ekki ennþá búið að laga sig til eftir allsherjar- nauðganir rússneska hersins fyrir seytján árum. Höfðu margar sér til skjóls kápur eða mussur úr ein- hverju hnausþykku efni, sem minnti á þæft vaðmál. Jafnvel húsunum virtist leiðast. Þau eru þó mörg ný og dável upp byggð, jafnvel með sjónvarpsstangir á þaki, og vakti það aðdáun sænskra samferðamanna minna, því í Svíþjóð er sjónvarps- tæki eitt af frumskilyrðum þess að geta talist með fólki. En litur bygg- inganna er yfirleitt eins: grár o' þreytulegur. Þessi grámi hvíldi hér yfir öllu og öllum, rétt eins og öll borgin hefði tekið sig saman um að fara í fýlu. Hið eina, sem skar sig úr, voru blóðrauð áróðursskilti, sem löfðu hingað og þangað utan húss og innan. Á einu stóð: Fyrir friðinn og sósíalismann, enda hékk það ofan við glugga einhverrar opinberrar skrifstofu. Fyrir innan gluggan sat, hamrandi á ritvél með einum fingri, boldangskvenmaður í rauðri gol- treyju, lauslega hnepptri utan um voldugan stuðarann. Annað skilti, á stærð við meðal fjárhúshurð, hékk uppi á vegg í póststofu staðarins. Voru á það skráðar þær upplýsingar, að aðeins væri til eitt þýzkt ríki, er bæri það nafn með réttu: Die Deutsche Demo- kratische Republik. Einnig hér var kvenmaður í rauðri treyju. Þar eð við höfðum ekki gert ráð fyrir landgönguleyfi, vorum við harla fátæk af austur-þýzkri mynt, en það skipti raunar heldur litlu máli, því hér var fátt að kaupa. Nokkrar samvinnuverzlanir sáum við þó, er höndluðu með matvörur, en hræddur er ég um, að honum Guð- mundi mínum Ingimundarsyni í KRON hefði ekki litist á innrétting- arnar þar. Þá sáust söluturnar einn eða tveir, er seldu rit eftir Úlbrikt og bæklinga, í hverjum talað var illa um Frakka og þeirra athæfi í Alsír. Bílar sáust fáir og flestir af ævagömlum módelum. Líklega er fólk í Sassnitz fremur óvant útlendingum. því það virti okk- ur fyrir sér með töluverðri forvitni, einkum ungmenni. Smásveinn einn gaf sig á tal við okkur og spurði hvort við værum Tékkar. Fólk, sem við gáfum okkur á tal við undir því yfirskyni að spyrja til vegar, var ósköp viðmótsgott og viðræðufúst, en væri talinu vikið að landsmálum, vildi það sem minnst segja. Á leiðinni niður að höfninni gekk ég, ásamt Svía nokkrum, framá stærðarbyggingu, er virtist vera sjó- mannaheimili. Á hlaði þess trónaði minnismerki í stíl við legstein. og var á það klöppuð mynd af Lenín. Námum við þar staðar og vildum taka mynd af karli, en þá laukst upp gluggi á þriðju eða fjórðu hæð hæl- isins og útum hann þrengdi sér helmingurinn af digrum Þjóðverja, sem skók að okkur hnefa og bað okkur aldrei þrífast. Gáfum við rausi hans lítinn gaum, fyrr en hann ympraði á orðinu „polizei", hinu ógurlegasta í þýzkri tungu. Urðum við þá fljótir að hypja okkur og lét- um Lenín eftir ómyndaðan. Og innan skamms erum við á leið frá þessu alræðisríki öreiganna til Framhald á bls. 28. HLYNUR 21

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.