Hlynur - 15.12.1962, Page 17

Hlynur - 15.12.1962, Page 17
Gunnar Vigfússon Gunnar Vigf ússon skrifstofustjóri hjá Kaupfélagi Ár- sextugur nesinga Selfossi varð sextugur 13. okt. s. 1. Gunnar er einn af elztu og þrautreyndustu starfsmönnum samvinnusamtak- anna á Suður- landi, og hefur unnið hjá þeim í rúm 40 ár. Gunnar er fæddur að Flögu í Skaftártungu, fór í Samvinnuskól- ann og útskrifaðist þaðan vorið 1922. Gekk þá þegar um haustið í þjón- ustu Kaupfélags Hallgeirseyjar og var þar þangað til hann í nóvember 1936 réðst til K.Á. á Selfossi hvar hann hefur starfað síðan og lengst af sem skrifstofustjóri. Gunnar er tvíkvæntur, fyrri konu sína Maríu Brynjólfsdóttur missti hann. Seinni kona hans er Oddbjörg Sæmundsdóttir. Óð skal hefja hugdjarfur glatt sé á góðri stund. Hyllum Gunnar heiðursmanninn, sextuga sæmdarkempu. Borinn nær mörkum nýrrar aldar anda og almanaks í nálægð vatna og svartra sanda vormaður, verkglaður. Vænn meiður af völdum stofni tryggur við föðurtún, þótt tvítugur leggði und fót lönd á öðrum slóðum. Sat hesta söng rímur síst með stúrna brá. Fjóra tygi frjóstu ára samvinnu liðsemd iagði. Vopnfimur víða barðist vettvangi hugar á. Pennahagur, tafltraustur, bridge garpi lýðir lutu. Hnýsinn í einkalíf liðinna. Hver er ái hvers? Ættfróður ættum kunnur seggja á Suðurlandi. Neitaði ei víni í vinahópi, vísur þá vífum kenndi. Hjálpsamur, hlýlyntur, starfsbræðrum styrkur góður. Reisti Hvol við Heljarslóð. á og eyjum nær. Heimili traust húsbónda bjuggu húsfreyju listahendur. Megir þú, Gunnar, gengi fagna lífs um langa daga. Brosi þér sól af björtum himni, lýsi þér mildur máni. Virðing okkar allra áttu óskipta, alla stund. Hyllum svo Gunnar, heiðursmanninn, sextuga sæmdarkempu. Árni Guðmundsson. HLYNUR 17

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.