Hlynur - 15.12.1962, Page 16

Hlynur - 15.12.1962, Page 16
Tryggvi Jóhannesson er hér viS litunartækin Þetta er 6 ári3 sem hann er hjá Gefjuni, og kvaðst hann kunna ágætlega við sig þarna nema hvaS hit- inn og hávaðinn væri stundum dálítið þreytandi. Og svo er auðvitað ekki alltaf gaman að vera inni þegar úti er sól og sumar, en sumarfríið bætir það upp, og það að geta verið inni þegar úti er bylur og frosti. Kjartan Sumarliðason hitt- um við þar sem hann stóð við spunavéiina. Kjartan hefur verið í 14 ár á Gefj- un. Er við inntum hann eftir hvort ekki væri nokk- ur vandi að hugsa um svona miklar vélasamstæð- ur sem spunavélarnar, sagði hann að það yrði allt af að hafa vakandi auga með þráðunum, skeyta saman, og greiða úr flækj- um ef eitthvað útaf bæri. Jóhann Guðmundsson var nýorðinn aðstoðarverk- stjóri í loðbandsdeild þeg- ar HLYNUR hitti hann að máli Jóhann sem verið hefur í 28 ár í Gefjun sagðist byrja að vinna kl. 5 á morgnana og ynni til 5 á daginn, nema á laugar- dögum þá væri byrjað kl. 5 á morgnanna og unnið til kl 1. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.