Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 28
Ríki með ólund
Framhald af bls. 21.
lands, þar sem öreigar eru ekki leng-
ur til. Loftið er hreint og lýðræðis-
legt eins og áður og sólin slær hóg-
látar bylgjur Eystrasaltsins gylltu
hreistri. En kolgrár skýjabakki hvíl-
ir yfir landinu að baki. dþ.
í raun og veru
Framh. af bls. 13
niðri í Hafnarstræti og hlær að
þessum beinaberu fingrum, þessari
vonlausu leit, þessum nístandi kulda,
— og ég hlæ með tölunni. En ég hlæ
ekki lengi, ég bíð í ofvæni, fingurnir
teygja sig oní frakkavasann, grípa
dauðahaldi um háls, það koma aðrir
fingur og skrúfa tappa af, og bera
síðan stút að vörum. Ég tek viðbragð,
og stekk í líkamann, til að missa ekki
af neinu. Og ég teyga nýjan straum
affögnuði og gleði. Ég flýg af stað,
ég syng og dansa, hraðara, hraðara,
hraðara, þar til sál mín leysist upp í
hundruð milljóna örsmárra fagnað-
arbrota, sem fljúga til himins og
sameinast hinni eilífu sál alheimsins.
Starfsaldursmerki
Framhald af bls. 5.
25 ár. Sigursteinn Magnússon og
Ingveldur Einarsdóttir voru ekki við-
stödd afhendingu og tók Jón Arn-
þórsson starfsmannastjóri við merkj-
un um fyrir þeirra hönd.
Samtals hafa 3 starfsmenn Sam-
bandsins hlotið gullmerki SÍS en
silfurmerkið hafa hlotið 53 starfs-
menn. Það er gleðilegt til þess að
vita að fyrirtækið sýnir þessum trúu
og dyggu starfsmönnum sínum slík-
an þakklætisvott sem þessi heiðurs-
merki eru því ekkert er fyrirtækj-
um nauðsynlegra en góðir starfs-
menn og það er kannski þess vegna
sem samvinnuhreyfingin er svo öfl-
ug sem raun ber vitni um í dag, að
hún hefur ávallt haft hinum beztu
og færustu starfskröftum á að skipa.
Hlynur vill óska hinum nýju merk-
isberum til hamingju með heiðurinn
og vonar að þeir eigi enn eftir um
mörg ókomin ár að leggja hönd á
þann plóg og vinna á þeim akri, sem
fyrst var plægður norður í Þing-
eyjarsýslu fyrir rúmum áttatíu ár-
um síðan, og æ síðan hefur verið
yrktur af fjölda samvinnumanna.
Allt veltur ....
Framhald af bls. 25.
Innflutningsdeildin hefur haft mik-
ið og gott úrval af vörum, og þar
hefur verið hægt að gera langmestan
hluta innkaupanna. Mér er sagt að
vöruúrvalið hafi aldrei verið meira
þar, og er það góðs viti að hægt er
að fullnægja óskum kaupfélaganna
svona vel.
— Eru fleiri aðilar með verzlan-
ir á Hólmavík en Kaupfélagið?
— Það er að vísu ein verzlun önn-
ur en hún hættir um áramótin eftir
því sem ég bezt veit.
— Að lokum Jónas, hvað get’i
þú nú sagt mér um þýðingu kaup-
félagsins á stað eins og Hólmavík.
— 'Flestallir íbúarnir hafa lífs-
framfæri sitt af kaupfélaginu, ann-
aðhvort beint eða óbeint. Kaupfé'
lagið rekur frystihús þar sem margir
vinna á vegum kaupfélagsins, og svo
náttúrlega sjómennirnir sem leggja
aflann inn í frystihúsið, og kaup-
félagið sér síðan um verkun og sölu
á honum Það má því segja að allt
velti á kaupfélaginu.
— k
28 HLYNUR