Hlynur - 15.12.1962, Page 31

Hlynur - 15.12.1962, Page 31
Um félagslíf og fleira hjá KEA Framhald af bls. 12. byggðu skálann í upphafi því þeir þurftu að bera allt efnið í hann langar leiðir. Þá byrjaði núna í haust nýr þátt- ur í félagsiífi okkar, föndurnám- skeið þar sem stunduð er bastvinna og ýmislegt annað föndur. Þátttak- endur fyrsta kvöldið voru 14 og má telja það góða byrjun. -—Þetta er nú töluvert félagslíf finnst mér. En hvað með árshátíð og Þorrablót hjá ykkur? — Við höfum haft þann hátt á að slá þessum tveim skemmtunum sam- an í eina mikla hátíð. Það er bara orðið erfitt vegna fólksfjölda nú- orðið, það er varla hægt að koma því öllu fvrir á einum stað. það því trúa mín, að aldreigi hafi skálinn verið betur varinn en nú er, þar sem konur þessar standa fremst í fylkingunni, en hið vasklegasta riddaralið að baki þeirra, að verja skálasölumönnum vegarins. Kæra samstarfsfólk og heiðruðu gestir. Nú tel ég óhætt fyrir þá, sem sofnað hafa undir ræðu þessari að fara að rumska. Ég er að verða bú- inn. Ég vildi að endingu óska ykkur þess, að maturinn hafi smakkast, og ykkur verði hann að góðu, og að þið eigið öll eftir að skemmta ykkur sem allra bezt. Páll Heiðar. Svo er það eitt sem ekki má gleym ast. og það er skaktúr sem við för- um á hverju hausti með Snæfellinu út á Eyjafjörð og Grímseyjarsund. í þessum túrum fæðast margir kviðl- ingar og góðir. Baldur Eiríksson er þar fremstur í flokki með sínar bráð- snjöllu vísuj-. Hann er líka alltaf með sinn fasta þátt á árshátíðinni hjá okkur og lætur þá hvern hafa sitt í bundnu máli. Þátttakendur eru þetta 25—30 manns og oftast farið um fimm á sunnudagsmorgni og komið síðla dags aftur til baka. — Þið hafið Lífeyrissjóð hjá KEA, Frímann? — Jú, við höfum lífeyrissjóð, en hann er bara ekki löggildur eða með öðrum orðum að meðlimir hans greiða fullt almannatryggingasjóðs- gjald t;l ríkisins, og fá þess vegna lífeyri frá tveim aðilum, sjóðnum og Tryggingastofnuninni. — Hvað greiðið þið mikið í sjóð- inn? —■ Starfsmenn greiða 3% af laun- um sínum á móti jafnmiklu framlagi frá félaginu. Hámarkslánaupphæð hefur verið 125 þús. og þeir eru ekki ófáir starfsmennirnir sem hafa eignast þak yfir höfuðið gagngert fyrir tilstuðlan sjóðsins. — Segðu mér, Frímann, er ennþá haldið þeirri góðu venju að hafa Postulafundina svokölluðu? — Postulafundirnir eru ennþá haldnir einu sinni í mánuði með kaupfélagsstjóra, fulltrúum hans og söludeildarstjórunum. Þar er rabb- að saman um ýmislegt sem er að að gerast í kaupfélaginu á hverjum tíma, og er venjan að deildarstjór- arnir sjái um fundina til skiptis, boð- un þeirra og undirbúning. — Og að lokum hvernig líður Krumma? — Krummi er ennþá á lífi og kem ur út af og til, oftast um jólaleytið. —k HLYNUR 31

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.