Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 14
Kristín Þóröardóttir er hér að hespa garn í Vefarateppin. Hún er húsmóðir en vinnur á Gefjuni jafnframt því sem hún annast sitt heimili. Hlynur fékk sér morgungöngu um Gefjun með Hirti [ Eiríkssyni og Hreimi Þormar í ágúst s. 1. Þar var þá verið að setja niður nýjar spunavélasam- | stæðu sem afkasta mun jafn miklu og þær þrjár til samans sem fyrir eru. Garnframleiðslan hefur að undanförnu ekki verið nógu mikil en nú standa vonir til að garnið tefji ekki framleiðsluna og að starfsfólk spuna deildarinnar þurfi ekki að leggja eins hart að sér til þess að eftirspurninni verði annað. Þau eru ekki ófá gefjunarteppin sem hann Herbert Tryggvason er búinn að pakka inn og senda í allar áttir. Herbert er búinn að starfa hjá Gefj- un í 28 ár og lengst af verið á heild- söiulagernum. Hér er hann að búa til sendingar fyrstu Gefjunarteppin af þeirri' gerð sem komu á markað- inn seinni partinn í sumar. 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.