Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 6
Silfurmerki Páll Ragnheiður Guðmundur Ingveldur Páll Jóhannsson Snæfeld. Fæddur 12. jan. 1893 að Sævarenda í Loðmundarfirði, N.-Múlasýslu. Foreldrar: Jóhanna Pálsdóttir og Jóhann B. Snæfeld. Bjuggu lengst af í Mjóafirði. Páll stundaði lengi vel sjómennsku og tók smáskipa- próf á ísafirði. Til Reykjavíkur fluttist hann árið 1907 og hélt þar áfram sama starfi þar til hann haustið 1935 réðist til Sambands ísl. samvinnufélaga. Vann hann þar í frystihúsinu Herðubreið við afgreiðslustörf og vélgæzlu, fyrst sem daglaunamaður í þrjú ár, og síðan sem fastráðinn starfsmaður frá því í ágústmánuði 1938. Páll Jóhannsson Snæfeld hefir á árinu 1962 starfað hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í 27 ár. Páll er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elísabet Thorarensen, Ijósmóðir. Síðari kona hans er Guðlaug Bjarnadóttir. Ragnheiður Hannesdóttir. Fædd að Syðri-Ey á Skagaströnd, Húnavatnssýslu, 23. maí 1895. Foreldrar: Sigríður Jónsdóttir og Hannes Magnússon. Var fyrst afgreiðslustúlka í bókabúð Þor- steins M. Jónssonar á Akureyri. Réðist til Gefjunar á Alkureyri 24. ágúst 1935 og starfaði þar þangað til hún fluttist til Reykiavíkur haustið 1954. Vann áfram við afgreiðslustörf hjá Gefjun-Iðunn í Reykjavík og hefir starfað þar síðan. Ragnheiður Hannesdóttir hefir á árinu 1962 starfað hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í 27 ár. Guðmundur Guðmundsson, klæðskeri. Fæddur að Rifgirðingum, Snæfellsnessýslu, 13. febr- úar 1905. Foreldrar: Ólöf Helgadóttir og Guðmundur Jónsson, lengst af búsett í Stykkishólmi. Nam klæðskeraiðn á árunum 1925 til 1929 hjá And- ersen og Sön í Reykjavík. Tók sveinspróf þaðan árið 1929. Vann síðan hjá því firma næstu tvö ár, og síðan á ýmsum stöðum hér í bænum fram til ársins 1937. Réðst þá til Sambands ísl. samvinnufélaga og hefir unn- ið við pressingar á Saumastofu Gefjunar ávallt síðan Guðmundur Guðmundsson hefir á árinu 1962 starfað hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í 25 ár. Ingveldur Einarsdóttir. Fædd í Reykjavík 21. september 1902. Foreldrar: Guð- ríður Guðmundsdóttir og Einar Einarsson verkamaður í Reykjavík. Stundaði ýmsa daglaunavinnu, en þegar Samband ísl. samvinnufélaga byrjaði á Garnahreinsun hér í Reykjavík, fékk Ingveldur vinnu þar haustið 1923 og hefir unnið þar síðan, þann tíma sem Garna- hreinsunin hefur verið starfrækt ár hvert. Ingveldur Einarsdóttir hefir árið 1962 unnið samtals hjá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga í 25 ár. 6 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.