Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 27
kelsdóttir, Helga Helgadóttir, Pétur
Esrason, Bragi Ragnarsson.
íþróttanefnd:
Örn E. Friðriksson, Ormar Skeggja-
son, Lýður Benediktsson, Geir Magn-
ússon. Jón I. Rósantsson.
Bridgenefnd:
Matthías Kristjánsson, Halldór Sig-
urgeirsson, Haukur Ingimundarson.
Varamenn:
Einar Jónsson, Björn Björnsson.
Fulltrúi í Lífeyrissjóði SÍS:
Sveinn H. Valdimarsson.
Varamaður :
Halldór Sigurgeirsson.
í ritnefnd Hlyns:
Árni Reynisson.
Skáknefnd:
Baldvin Einarsson, Daníel Haildórs-
son, Eggert Guðmundsson, Jón I.
Rósantsson, Sveinn Kristinsson.
Endurskoðendur:
Þorkell Skúlason, Óskar Jónatans-
son.
Varamaður:
Björn 01. Carlsson.
Harry skrifar frá Hamborg
Hamburg 4. des. 1962.
Kæri Hlynur.
Gaman er að fá þig og fræðast
af þér um ýmislegt, sem er að ger-
ast heima í starfsemi samvinnufé-
laganna. Ég hefi nýlega móttekið af
þér 3 tölublöð, 8. og 9. í einu hefti
og 10., en af því að ég veit að þú
ert orðvar og vilt aðeins fara með
það sem rétt er og satt, sting ég
niður penna.
í áttunda tölublaði er pistill um
Ullarþvottastöð SÍS á Akureyri. Þar
segir svo: „Áður en ullarþvotta-
stöðin var sett á stofn 1949, starf-
rækti Gefjun litla þvottastöð fyrir
þá ull, sem tekin var til vinnslu í
verksmiðjunni, en að öðru leyti fór
hún að mestu leyti óþvegin til út-
landa.“
Ég er hræddur um að margri
bóndakonunni þyki Hlynur gera
heldur lítið úr því starfi sem þær
inntu af hendi, áður en farið var
að vélþvo ullina. Það tilheyrði sum-
arverkefnunum að þvo ullina úr
bæjarlæknum, þar sem hann var til,
en margur varð að flytja ullina
langa leið í næsta læk eða á, og
þvottalögin með í tunnum, en hann
var allur annar þá en nú, sem kunn-
ugt er sveitafólki. Ullarþvotturinn
var erfitt verk og síðan varð oft
lengi að bíða sólar til að þurrka ull-
ina, en þvegin var hún þegar hún
var flutt úr landi, og það var það
sem ég vildi leiðrétta.
í 10. tölublaði undir liðnum „Það
er gott að vita“ segir að umsetning
Sambandsins á árinu 1961 hafi num
ið kr. 1.276.300,00, en á að vera
kr. 1.276.300.000.00. Enda þótt núll-
in segi ekki alltaf mikið og geti ver-
ið yfirlætislaus, tala þau þó í þessu
tilfelli sínu máli, og bera vott um
stöðuga grósku í samvinnufélags-
skapnum íslenzka. Sama er reyndin
í öðrum löndum.
Að loknum í öðrum dúr — mynd
in af Jóni kaupfélagsstjóra Árna-
syni á Raufarhöfn í 8. tbl. Hún er
bráðskemmtileg og gæti haft stór-
kostlegt auglýsingagildi fyrir Norð-
urlandssíldina. Sjáið hvað síldin tek-
ur sig vel út í höndum hins stóra
manns. og af hverju haldið þið að
Jón sé svona föngulegur?
Ég þakka Hlyni fyrir að taka of-
angreindar lagfæringar til greina.
Með kveðju,
Harry Frederiksen.
HLYNUR 27