Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 26

Hlynur - 15.12.1962, Blaðsíða 26
Stjórn Starfsmannafélags SIS í Reykjavik kjörin á síðasta aðalfundi. Gylfi Sigurjónsson Búvörudeild, GuSrún Árnadóttir Innflutningsdeild, Hrólfur Halldórsson formaSur Véladeild, Ragnar Sigurjónsson Skipadeild og Leifur Unnar Ingimarsson Iðnaðardeild. Aðalfundur SF/SÍS í Reykjavík Aðalfundur Starfsmannafélags SÍS var haldinn í Sambandssalnum 23. október s. 1. Fráfarandi formaður Eysteinn R. Jóhannsson flutti skýrslu um störf stjórnarinnar á síðasta starfstímabili. Starfsemin hafði ver- ið svipuð og undanfarin ár, utan hvað leitað hafði verið eftir landi er lægi að vatni þar sem byggja mætti sumarhús fyrir starfsmenn Sambandsins. Ekki kvað formaður neinn heppilegan stað hafa fengist sem réttlætt gæti að skálinn í Skammdal væri seldur, og voru fund- armenn því sammála. Að skýrslu formanns lokinni flutti fráfarandi gjaldkeri Árni Reynisson yfirlit um fjárreiður félagsins og gerði grein fyrir fjárhagnum. Hinar ýmsu nefndir Starfsmannafélagsins fluttu síðan skýrslur um starfsem- ina, og höfðu margar þeirra starf- að vel að málum sínum. Lífeyrissjóð SÍS bar á góma á fundinum og var eftirfarandi tillaga frá Arnóri Valgeirssyni, Eysteini R. Jóhannssyni og Matthíasi Kristjáns- syni samþykkt. „Aðalfundur Sf/SÍS haldinn í Sambandssalnum 23.—10., 1962 felur nýkjörinni stjórn félagsins að hlutast til um. að framvegis verði gerð grein fyrir reikningum Lífeyris- sójs SÍS á aðalfundi Slf/SÍS ár hvert“. Hér á eftir fer svo listi yfir þá sem kjörnir voru í trúnaðarstöður félagsins fyrir næsta kjörtímabil. Aðalstjórn: Formaður: Hrólfur Halldórsson. Meðstj.: Gylfi Sigurjónsson, Guðrún Árna- dóttir, Leifur Unnar Ingimarsson, Ragnar Sigurjónsson. Varamenn: Geir Magnússon, Matthías Kristjáns- son. Skemmtinefnd: Einar Kjartansson, Guðrún Árnadótt- ir, Gunnar Gunnarsson, Ólafur G. Sigurðsson, Bragi Ragn- arsson. Varamenn: Guðbjörg Einarsdóttir, Ríkharð Sig- urbaldursson. Skálanefnd: Ragnar Sigurjónsson, Ágústa Þor- 26 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.